ADHD: Afar Djarfur Heillandi Djass Jónas Sen skrifar 22. ágúst 2014 13:15 "Ómurinn í upphafi breyttist í áferðarfallega músík sem erfitt er að lýsa,“ segir í dómnum. Mynd/Spessi ADHD á Djasshátíð Reykjavíkur miðvikudaginn 20. ágúst. Ekki er oft sem hægt er að ráða hvar maður situr í Eldborginni í Hörpu. Á órafmögnuðum tónleikum skiptir það litlu máli, svona upp á hljómburðinn að gera. Öðru máli gegnir um rafmagnaða tónleika. Á lokatónleikum Djasshátíðar Reykjavíkur settist ég beint fyrir aftan hljóðmennina, þar hlaut besta sándið að vera. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Hljómurinn var fullkominn, hann var kristaltær og í alveg réttum hlutföllum. Bassinn var mikill en samt skýr, miðsviðið virkaði víðfeðmt og toppurinn var hóflega sterkur. Ég hugsa að hljóðstjórnin á tónleikunum hafi ekki verið auðveld. ADHD kom þarna fram og einkennandi fyrir hljóminn almennt var hve hann var gruggugur. Ég meina það í jákvæðum skilningi. Hammond-orgel var áberandi, og það framkallar eitthvað sem helst mætti kalla sjarmerandi skít. Þetta gerði heildaráferðina skemmtilega impressjóníska. Það var nánast eins og að horfa á málverk eftir Monet. Litirnir og áferðin var ægifögur, en formin voru óljós, gefin í skyn. Það var nánast eins og þau væru á milli tveggja heima, í veruleikanum og ósýnilegri veröld andans. Tónlistarlega þýddi þetta að rytmar og mismunandi hljómasamsetningar voru allsráðandi, en laglínurnar voru fábrotnar. Þær voru oftast bara litlar hendingar sem urðu ekki að neinu sérstöku. Að gera slíkan hljóðheim tæran og flottan var afrek hjá hljóðmönnunum. Þetta voru skemmtilegir tónleikar. Þeir byrjuðu á því að hljóðfæraleikararnir fjórir settu hljóðfærin í gang og við tók eitthvað sem hljómaði eins og verið væri að stilla hljóminn. Hljóðfæraleikararnir voru Davíð Þór Jónsson á ýmis hljómborðshljóðfæri, Óskar Guðjónsson á saxófón, Magnús Trygvason Eliassen á trommur og Ómar Guðjónsson á gítar og bassa. Ómurinn í upphafi breyttist í áferðarfagra músík sem erfitt er að lýsa. Þarna var hugstreymi, lög breyttust fyrirvaralaust í eitthvað annað sem varð að næsta lagi í ljúfri stígandi; þannig leið klukkutími. Ég naut hvers tóns. Það var svo ótrúlega gaman að mörgu sem bar fyrir eyru. Tónlistin var fremur myrk, en ávallt heillandi. Hvort sem það voru síbreytilegir Hammond-hljómar eða Rakmaninoff-legur píanóleikur, seiðandi, draumkenndur saxófónleikur sem kom stöðugt á óvart, lokkandi slagverkshendingar eða skrautlegur gítarleikur. Maður hafði á tilfinningunni að verið væri að spinna tónlistina frá grunni þarna á sviðinu, en samt virkaði allt svo vel skipulegt. Útkoman var mögnuð upplifun.Niðurstaða: Impressjónísk tónlist sem hætti ekki að vera skemmtileg. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
ADHD á Djasshátíð Reykjavíkur miðvikudaginn 20. ágúst. Ekki er oft sem hægt er að ráða hvar maður situr í Eldborginni í Hörpu. Á órafmögnuðum tónleikum skiptir það litlu máli, svona upp á hljómburðinn að gera. Öðru máli gegnir um rafmagnaða tónleika. Á lokatónleikum Djasshátíðar Reykjavíkur settist ég beint fyrir aftan hljóðmennina, þar hlaut besta sándið að vera. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Hljómurinn var fullkominn, hann var kristaltær og í alveg réttum hlutföllum. Bassinn var mikill en samt skýr, miðsviðið virkaði víðfeðmt og toppurinn var hóflega sterkur. Ég hugsa að hljóðstjórnin á tónleikunum hafi ekki verið auðveld. ADHD kom þarna fram og einkennandi fyrir hljóminn almennt var hve hann var gruggugur. Ég meina það í jákvæðum skilningi. Hammond-orgel var áberandi, og það framkallar eitthvað sem helst mætti kalla sjarmerandi skít. Þetta gerði heildaráferðina skemmtilega impressjóníska. Það var nánast eins og að horfa á málverk eftir Monet. Litirnir og áferðin var ægifögur, en formin voru óljós, gefin í skyn. Það var nánast eins og þau væru á milli tveggja heima, í veruleikanum og ósýnilegri veröld andans. Tónlistarlega þýddi þetta að rytmar og mismunandi hljómasamsetningar voru allsráðandi, en laglínurnar voru fábrotnar. Þær voru oftast bara litlar hendingar sem urðu ekki að neinu sérstöku. Að gera slíkan hljóðheim tæran og flottan var afrek hjá hljóðmönnunum. Þetta voru skemmtilegir tónleikar. Þeir byrjuðu á því að hljóðfæraleikararnir fjórir settu hljóðfærin í gang og við tók eitthvað sem hljómaði eins og verið væri að stilla hljóminn. Hljóðfæraleikararnir voru Davíð Þór Jónsson á ýmis hljómborðshljóðfæri, Óskar Guðjónsson á saxófón, Magnús Trygvason Eliassen á trommur og Ómar Guðjónsson á gítar og bassa. Ómurinn í upphafi breyttist í áferðarfagra músík sem erfitt er að lýsa. Þarna var hugstreymi, lög breyttust fyrirvaralaust í eitthvað annað sem varð að næsta lagi í ljúfri stígandi; þannig leið klukkutími. Ég naut hvers tóns. Það var svo ótrúlega gaman að mörgu sem bar fyrir eyru. Tónlistin var fremur myrk, en ávallt heillandi. Hvort sem það voru síbreytilegir Hammond-hljómar eða Rakmaninoff-legur píanóleikur, seiðandi, draumkenndur saxófónleikur sem kom stöðugt á óvart, lokkandi slagverkshendingar eða skrautlegur gítarleikur. Maður hafði á tilfinningunni að verið væri að spinna tónlistina frá grunni þarna á sviðinu, en samt virkaði allt svo vel skipulegt. Útkoman var mögnuð upplifun.Niðurstaða: Impressjónísk tónlist sem hætti ekki að vera skemmtileg.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira