Lestrarvild Guðmundur Andri Thorsson skrifar 1. september 2014 10:45 Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur og Elliði Vignisson bæjarstjóri í Eyjum halda því fram að Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður kenndur við Brim hafi látið Reyni Traustason hafa fé í rekstur DV gegn því að blaðið myndi draga taum hans í deilum um Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum. Reynir viðurkennir lánveitinguna en segir að umfjöllun blaðamannanna um málefni Vinnslustöðvarinnar hafi verið skrifuð út frá sömu sjónarmiðum og önnur umfjöllun blaðsins og Guðmundur hafi ekki reynt að hafa áhrif á skrif blaðsins. Þetta rýrir orðspor DV. Svona fyrirgreiðsla hefði átt að koma fram opinberlega og hún er til þess fallin að vekja efasemdir um blaðið.Þagnarritun En hvernig svo sem málið er vaxið breytir það engu um framgöngu Sigurðar G. Guðjónssonar. Hann er lögmaður ýmissa manna sem hafa verið til rannsóknar hjá Sérstökum saksóknara vegna viðskiptahátta sinna. Ef ekki hefði verið fyrir DV og þrákelkni blaðsins myndi almenningur lítið vita um margháttuð bókhaldsævintýri þessara manna – að ógleymdu lekamálinu. Sigurður G. er beinlínis að reyna að nota afl peninganna til þess að þagga niður í þessu blaði. Afskipti hans af DV eru ekki til komin vegna áhuga á fjölmiðlum heldur er þetta hluti af verjendastörfum hans. Fyrir nokkrum árum hafði Björgólfur Thor Björgólfsson uppi orð um að kaupa DV til þess að leggja það niður vegna þess að honum sárnuðu skrif blaðsins um fólk honum nákomið. Þetta þótti fjarstæðukennt og vakti almenna hneykslun og kannski var honum ekki full alvara – að minnsta kosti varð ekkert úr þessum áformum. Nú fara þeir Björn Leifsson og Sigurður G. Guðjónsson hins vegar fram í fullri alvöru og fyrir opnum tjöldum með sams konar ráðagerðir. Þeir hyggjast kaupa blaðið til þess að þagga niður í því. Þeir ætla ekki að gefa út blað. Þeir ætla að gefa út þögn. Þeir vilja þagnarritara. Eiga fjölmiðlamenn að stjórna því sem í fjölmiðlum birtist frekar en fólkið sem greiðir þeim laun, eigendurnir? Já, reyndar. Manneskja sem notar auð sinn til þess að gera vönduðum fjölmiðli kleift að starfa fær lítið út úr því annað en sómann. Það er að vísu allnokkuð og jafnvel eftirsóknarvert – og raunar vandséð hvað er eftirsóknarverðara í lífinu en að hafa sóma af verkum sínum. Það þekkja þeir af biturri reynslu sem tóku þátt í viðskiptafléttunum á bóluárunum, að auður og afl skiptir engu máli sé orðstírinn enginn.„Ráðgjafi lýðsins“ Skipti eigandi sér af fjölmiðli bitnar það undireins á trúverðugleika fjölmiðilsins. Trúverðugleiki er verðmætasta eign fjölmiðils: eða kannski má rifja upp orð sem vinsælt var fyrir nokkrum árum: þetta er eins og viðskiptavild – þetta er með öðrum orðum lestrarvild. Lesendur þurfa að trúa því að blaðið segi satt og vilji segja þeim satt og ekki bara það: heldur hafi heill þeirra að leiðarljósi, vilji starfa í þágu almannahags; blaðamaðurinn hefur þar af leiðandi þá skyldu að bera sannleikanum vitni, segja frá því sem almenningur þarf að vita um. Frjálsir og óháðir, upplýsandi og vandaðir fjölmiðlar eru ein helsta grunnstoð þess að hér fái þrifist opið lýðræðissamfélag. Það hlýtur að vera nokkurs vert að eiga þátt í að stuðla að slíku. Jón Ólafsson ritstjóri, fyrsti nútímablaðamaður Íslendinga, sagði í grein í blaði sínu Baldri árið 1870 að blaðamaðurinn eigi að vera „ráðgjafi lýðsins“: „Köllun blaðamannsins er […] háleit og fögur, og menn gætu sagt, eitt hið háleitasta og fegursta, sem nokkur maður getur tekið sjer fyrir hendur að starfa að. En því æðri, fegurri, helgari og háleitari, sem sú köllun er, því meiri vandi og ábyrgðarhluti er henni samfara.“ Allt er þetta í fullu gildi enn. Þetta gildir um Morgunblaðið og þetta gildir um DV og þetta gildir um Fréttablaðið. Hagsmunir eigenda þess felast í lestrarvild; að gera áhugavert blað, sem í senn er fræðandi og ánægjulegur félagsskapur. Fái lesendur á tilfinninguna að blaðið hlífi því fólki sem á fyrirtækið bitnar það um leið á lestrarvildinni. Líka hitt ef fólk fær á tilfinninguna að blaðamenn og ritstjórar búi við einhvers konar annarlegt eftirlit. Eigendur blaðsins koma víða við í umsvifum og þurfa að una því að blaðamenn og fréttamenn vinni sína vinnu með sannleikann að leiðarljósi. Hvers vegna að eiga blað ef maður má svo ekkert beita sér? Vegna þess að um leið og maður beitir sér verður eignin ónýt. Og láti maður alvöru blaðamönnum það eftir að búa til blaðið stuðlar maður að heilbrigðara og betra samfélagi, sem á að vera það afl sem knýr athafnafólk áfram. Og þá hefur maður af því sóma. Það eru til verri fjárfestingar en það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun
Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur og Elliði Vignisson bæjarstjóri í Eyjum halda því fram að Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður kenndur við Brim hafi látið Reyni Traustason hafa fé í rekstur DV gegn því að blaðið myndi draga taum hans í deilum um Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum. Reynir viðurkennir lánveitinguna en segir að umfjöllun blaðamannanna um málefni Vinnslustöðvarinnar hafi verið skrifuð út frá sömu sjónarmiðum og önnur umfjöllun blaðsins og Guðmundur hafi ekki reynt að hafa áhrif á skrif blaðsins. Þetta rýrir orðspor DV. Svona fyrirgreiðsla hefði átt að koma fram opinberlega og hún er til þess fallin að vekja efasemdir um blaðið.Þagnarritun En hvernig svo sem málið er vaxið breytir það engu um framgöngu Sigurðar G. Guðjónssonar. Hann er lögmaður ýmissa manna sem hafa verið til rannsóknar hjá Sérstökum saksóknara vegna viðskiptahátta sinna. Ef ekki hefði verið fyrir DV og þrákelkni blaðsins myndi almenningur lítið vita um margháttuð bókhaldsævintýri þessara manna – að ógleymdu lekamálinu. Sigurður G. er beinlínis að reyna að nota afl peninganna til þess að þagga niður í þessu blaði. Afskipti hans af DV eru ekki til komin vegna áhuga á fjölmiðlum heldur er þetta hluti af verjendastörfum hans. Fyrir nokkrum árum hafði Björgólfur Thor Björgólfsson uppi orð um að kaupa DV til þess að leggja það niður vegna þess að honum sárnuðu skrif blaðsins um fólk honum nákomið. Þetta þótti fjarstæðukennt og vakti almenna hneykslun og kannski var honum ekki full alvara – að minnsta kosti varð ekkert úr þessum áformum. Nú fara þeir Björn Leifsson og Sigurður G. Guðjónsson hins vegar fram í fullri alvöru og fyrir opnum tjöldum með sams konar ráðagerðir. Þeir hyggjast kaupa blaðið til þess að þagga niður í því. Þeir ætla ekki að gefa út blað. Þeir ætla að gefa út þögn. Þeir vilja þagnarritara. Eiga fjölmiðlamenn að stjórna því sem í fjölmiðlum birtist frekar en fólkið sem greiðir þeim laun, eigendurnir? Já, reyndar. Manneskja sem notar auð sinn til þess að gera vönduðum fjölmiðli kleift að starfa fær lítið út úr því annað en sómann. Það er að vísu allnokkuð og jafnvel eftirsóknarvert – og raunar vandséð hvað er eftirsóknarverðara í lífinu en að hafa sóma af verkum sínum. Það þekkja þeir af biturri reynslu sem tóku þátt í viðskiptafléttunum á bóluárunum, að auður og afl skiptir engu máli sé orðstírinn enginn.„Ráðgjafi lýðsins“ Skipti eigandi sér af fjölmiðli bitnar það undireins á trúverðugleika fjölmiðilsins. Trúverðugleiki er verðmætasta eign fjölmiðils: eða kannski má rifja upp orð sem vinsælt var fyrir nokkrum árum: þetta er eins og viðskiptavild – þetta er með öðrum orðum lestrarvild. Lesendur þurfa að trúa því að blaðið segi satt og vilji segja þeim satt og ekki bara það: heldur hafi heill þeirra að leiðarljósi, vilji starfa í þágu almannahags; blaðamaðurinn hefur þar af leiðandi þá skyldu að bera sannleikanum vitni, segja frá því sem almenningur þarf að vita um. Frjálsir og óháðir, upplýsandi og vandaðir fjölmiðlar eru ein helsta grunnstoð þess að hér fái þrifist opið lýðræðissamfélag. Það hlýtur að vera nokkurs vert að eiga þátt í að stuðla að slíku. Jón Ólafsson ritstjóri, fyrsti nútímablaðamaður Íslendinga, sagði í grein í blaði sínu Baldri árið 1870 að blaðamaðurinn eigi að vera „ráðgjafi lýðsins“: „Köllun blaðamannsins er […] háleit og fögur, og menn gætu sagt, eitt hið háleitasta og fegursta, sem nokkur maður getur tekið sjer fyrir hendur að starfa að. En því æðri, fegurri, helgari og háleitari, sem sú köllun er, því meiri vandi og ábyrgðarhluti er henni samfara.“ Allt er þetta í fullu gildi enn. Þetta gildir um Morgunblaðið og þetta gildir um DV og þetta gildir um Fréttablaðið. Hagsmunir eigenda þess felast í lestrarvild; að gera áhugavert blað, sem í senn er fræðandi og ánægjulegur félagsskapur. Fái lesendur á tilfinninguna að blaðið hlífi því fólki sem á fyrirtækið bitnar það um leið á lestrarvildinni. Líka hitt ef fólk fær á tilfinninguna að blaðamenn og ritstjórar búi við einhvers konar annarlegt eftirlit. Eigendur blaðsins koma víða við í umsvifum og þurfa að una því að blaðamenn og fréttamenn vinni sína vinnu með sannleikann að leiðarljósi. Hvers vegna að eiga blað ef maður má svo ekkert beita sér? Vegna þess að um leið og maður beitir sér verður eignin ónýt. Og láti maður alvöru blaðamönnum það eftir að búa til blaðið stuðlar maður að heilbrigðara og betra samfélagi, sem á að vera það afl sem knýr athafnafólk áfram. Og þá hefur maður af því sóma. Það eru til verri fjárfestingar en það.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun