Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Tómas Þór Þórðarsson skrifar 6. september 2014 07:00 Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er fúlskeggjaður. Fréttablaðið/Anton Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, verður klár í slaginn með íslenska liðinu á þriðjudaginn þegar það mætir Tyrklandi í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli. Leikurinn markar upphaf nýrrar undankeppni hjá strákunum okkar, en eins og allir vita voru þeir nálægt því að vinna sér sæti á HM. „Það eru virkilega sterk lið í riðlinum (Tyrkland, Tékkland, Holland, Lettland og Kasakstan) og hann verður erfiður. En maður kemst ekki á EM auðveldlega, sérstaklega ekki Ísland. Við höfum sett okkur það markmið að komast á stórmót. Það er bara einfalt. Hvort sem það gerist eða ekki verður að koma í ljós en eina sem við ætlum okkur að gera er að bæta okkur og komast á stórmót,“ sagði Aron Einar á blaðamannafundi í gær. „Það er mikilvægt að byrja vel eins og við gerðum í síðustu undankeppni á móti Noregi hérna heima. Við fengum alla með okkur í þetta á þeim tímapunkti. Þetta var upp á eftir það,“ sagði Aron Einar. Hann segir sorgina eftir tapið í Króatíu síðasta vetur vera gleymda og grafna og nú einbeiti menn sér að næsta verkefni. Hann viðurkennir þó að það hafi haft áhrif á leikmenn, meðal annars hann sjálfan. En hann er búinn að vinna sér sæti sitt hjá Cardiff á ný og fer vel af stað með liðinu. „Ég var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið og gerði það. Ég spilaði fyrstu fjóra leikina en meiddist svo á ökkla og var ekki með í síðasta leik. En liðið byrjar bara vel. Ég er sáttur á meðan ég fæ að spila og landsliðsþjálfarinn er líka ánægður með það,“ sagði Aron Einar, en samvinna hans og Gylfa Þórs Sigurðssonar á miðri miðjunni var dýrmæt í síðustu undankeppni. Landsliðsþjálfarinn er bjartsýnn á sigur, en telur Tyrkina næstbesta á eftir Hollendingum í riðlinum. „Við, Tyrkir og Tékkar erum frekar jafnir. En ég myndi segja að Tyrkir væru með næstbesta liðið í riðlinum. Þeir eru búnir að skipta um þjálfara sem ég hef mætt áður. Hann er reynslumikill sem hjálpar þeim. Það verður samt gaman að sjá hvernig Holland bregst við nýjum þjálfara og kemur til leiks,“ sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, verður klár í slaginn með íslenska liðinu á þriðjudaginn þegar það mætir Tyrklandi í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli. Leikurinn markar upphaf nýrrar undankeppni hjá strákunum okkar, en eins og allir vita voru þeir nálægt því að vinna sér sæti á HM. „Það eru virkilega sterk lið í riðlinum (Tyrkland, Tékkland, Holland, Lettland og Kasakstan) og hann verður erfiður. En maður kemst ekki á EM auðveldlega, sérstaklega ekki Ísland. Við höfum sett okkur það markmið að komast á stórmót. Það er bara einfalt. Hvort sem það gerist eða ekki verður að koma í ljós en eina sem við ætlum okkur að gera er að bæta okkur og komast á stórmót,“ sagði Aron Einar á blaðamannafundi í gær. „Það er mikilvægt að byrja vel eins og við gerðum í síðustu undankeppni á móti Noregi hérna heima. Við fengum alla með okkur í þetta á þeim tímapunkti. Þetta var upp á eftir það,“ sagði Aron Einar. Hann segir sorgina eftir tapið í Króatíu síðasta vetur vera gleymda og grafna og nú einbeiti menn sér að næsta verkefni. Hann viðurkennir þó að það hafi haft áhrif á leikmenn, meðal annars hann sjálfan. En hann er búinn að vinna sér sæti sitt hjá Cardiff á ný og fer vel af stað með liðinu. „Ég var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið og gerði það. Ég spilaði fyrstu fjóra leikina en meiddist svo á ökkla og var ekki með í síðasta leik. En liðið byrjar bara vel. Ég er sáttur á meðan ég fæ að spila og landsliðsþjálfarinn er líka ánægður með það,“ sagði Aron Einar, en samvinna hans og Gylfa Þórs Sigurðssonar á miðri miðjunni var dýrmæt í síðustu undankeppni. Landsliðsþjálfarinn er bjartsýnn á sigur, en telur Tyrkina næstbesta á eftir Hollendingum í riðlinum. „Við, Tyrkir og Tékkar erum frekar jafnir. En ég myndi segja að Tyrkir væru með næstbesta liðið í riðlinum. Þeir eru búnir að skipta um þjálfara sem ég hef mætt áður. Hann er reynslumikill sem hjálpar þeim. Það verður samt gaman að sjá hvernig Holland bregst við nýjum þjálfara og kemur til leiks,“ sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira