Blessuð sjálfseyðingarhvötin Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. september 2014 07:00 Ég á við áfengisvanda að stríða. Ekki í hefðbundnum skilningi samt. Ég drekk sjaldan og þegar ég drekk er það yfirleitt ekkert sérstaklega mikið. Vandinn knýr dyra daginn eftir. Svo fast og hátt að mig verkjar í hauskúpu, augu og vömb. Margir tengja þetta ástand við hækkandi aldur og það má vel vera að það sé rétt. Á árum áður gat ég mjög auðveldlega hesthúsað heilu vaskafötin af víni og vaknað stálsleginn að morgni. Ekki lengur. Daginn eftir drykkju geri ég álíka mikið gagn og maður í öndunarvél. Ég hálfpartinn öfunda fólkið sem talað var við í helgarblaði Fréttablaðsins á dögunum. Fólkið sem hafði af ýmsum ástæðum sett tappann í flöskuna. Þetta voru ekki alkar heldur fólk sem einfaldlega sá ekki lengur ástæðu til að drekka. Þetta gæti mjög auðveldlega verið ég ef ekki væri fyrir nýtilkomið dálæti mitt á hinum ýmsu snobbbjórum. Porter, stout, pale ale og það allt. Þvílík meistarasnilld. Góður porter jafnast á við máltíð á fínum veitingastað. En þó ég fái mér bara einn þá bíða mín grimmileg örlög morguninn eftir. Ó, mig auman! Þrátt fyrir að ég þekki afleiðingarnar þá drekk ég. Ég er fullorðinn einstaklingur og tek mínar eigin ákvarðanir. Sumir tengja eflaust við lýsingarnar hér að ofan. Aðrir geta auðveldlega drukkið sig hesthúsagólfmottufulla án þess að finna fyrir því að loknum nætursvefni. Enn aðrir eyðileggja líf sitt með áfengi. Samt dettur engum heilvita manni í hug að banna það með lögum. Það hefur verið reynt, bæði úti í hinum stóra heimi og á Íslandi. Þessar tilraunir hafa misheppnast með öllu. Fólk drekkur. Það svolgrar í sig menguðum landa úr skítugum baðkörum smákrimma og ríkið fær ekki örðu af kökunni. Ég óska eftir því að einhver grúskari í framtíðinni kóperi þennan ómerkilega pistil minn af timarit.is eftir að öll hin vímuefnin verða lögleidd. Skipti út áfenginu fyrir eitthvert annað dóp. Kannabis til dæmis. Þá geta barnabarnabörnin okkar hlegið dátt að hræsninni sem viðgekkst árið 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ég á við áfengisvanda að stríða. Ekki í hefðbundnum skilningi samt. Ég drekk sjaldan og þegar ég drekk er það yfirleitt ekkert sérstaklega mikið. Vandinn knýr dyra daginn eftir. Svo fast og hátt að mig verkjar í hauskúpu, augu og vömb. Margir tengja þetta ástand við hækkandi aldur og það má vel vera að það sé rétt. Á árum áður gat ég mjög auðveldlega hesthúsað heilu vaskafötin af víni og vaknað stálsleginn að morgni. Ekki lengur. Daginn eftir drykkju geri ég álíka mikið gagn og maður í öndunarvél. Ég hálfpartinn öfunda fólkið sem talað var við í helgarblaði Fréttablaðsins á dögunum. Fólkið sem hafði af ýmsum ástæðum sett tappann í flöskuna. Þetta voru ekki alkar heldur fólk sem einfaldlega sá ekki lengur ástæðu til að drekka. Þetta gæti mjög auðveldlega verið ég ef ekki væri fyrir nýtilkomið dálæti mitt á hinum ýmsu snobbbjórum. Porter, stout, pale ale og það allt. Þvílík meistarasnilld. Góður porter jafnast á við máltíð á fínum veitingastað. En þó ég fái mér bara einn þá bíða mín grimmileg örlög morguninn eftir. Ó, mig auman! Þrátt fyrir að ég þekki afleiðingarnar þá drekk ég. Ég er fullorðinn einstaklingur og tek mínar eigin ákvarðanir. Sumir tengja eflaust við lýsingarnar hér að ofan. Aðrir geta auðveldlega drukkið sig hesthúsagólfmottufulla án þess að finna fyrir því að loknum nætursvefni. Enn aðrir eyðileggja líf sitt með áfengi. Samt dettur engum heilvita manni í hug að banna það með lögum. Það hefur verið reynt, bæði úti í hinum stóra heimi og á Íslandi. Þessar tilraunir hafa misheppnast með öllu. Fólk drekkur. Það svolgrar í sig menguðum landa úr skítugum baðkörum smákrimma og ríkið fær ekki örðu af kökunni. Ég óska eftir því að einhver grúskari í framtíðinni kóperi þennan ómerkilega pistil minn af timarit.is eftir að öll hin vímuefnin verða lögleidd. Skipti út áfenginu fyrir eitthvert annað dóp. Kannabis til dæmis. Þá geta barnabarnabörnin okkar hlegið dátt að hræsninni sem viðgekkst árið 2014.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun