Gagnaverið að fyllast af Bitcoin-námuvélum Haraldur Guðmundsson skrifar 10. september 2014 11:30 Gagnaverið er reist á Fitjum í Reykjanesbæ en byggingu þess lauk í maí. Vísir/GVA Um tuttugu erlend fyrirtæki sem stunda Bitcoin-námastarfsemi hafa samið við Advania um að leigja aðstöðu í gagnaveri fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Gagnaverið var byggt síðastliðið vor en þar eru nú yfir 2.500 tölvur sem vinna rafmyntina og nota til þess 8,5 megavött af raforku. „Við byggðum tvö hús í Reykjanesbæ og erum nánast búin að fylla þau af þessum Bitcoin-námuvélum,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Advania og formaður Samtaka íslenskra gagnavera. Eyjólfur útskýrir að tölvurnar í gagnaverinu búi til nýjar Bitcoin-myntir eða „grafi þær upp“. Enginn opinber aðili eða seðlabanki gefur myntina út eða prentar hana en í staðinn eru tölvur notaðar til að leysa flóknar stærðfræðiformúlur sem þurfa að liggja fyrir þegar ný mynt er gefin út. Tölvurnar í gagnaverinu eru að sögn Eyjólfs sérhannaðar til að leysa þessar formúlur. „Þegar ein mynt er notuð skapast pláss til að búa til nýja og það eru fleiri hundruð fyrirtæki í heiminum sem eru alltaf að búa til ný Bitcoin. Fyrirtækin fá þá hluta af nýslegnu myntinni í sinn hlut og því er mikil samkeppni um þetta. Þetta eru slík fyrirtæki sem eru inni hjá okkur og þau eru stanslaust að búa þetta til.“ Eyjólfur segir Advania hafa ráðist í byggingu gagnaversins þegar samningar við nokkur af fyrirtækjunum lágu fyrir. Gagnaverið er um 2.500 fermetrar að stærð og var byggt á einum og hálfum mánuði. „Það er ekkert launungarmál að mesta eftirspurnin eftir plássi í gagnaverum kemur frá Bitcoin-fyrirtækjum,“ segir Eyjólfur. Fyrirtækin leituðu að sögn Eyjólfs hingað til lands aðallega vegna þess hversu hagkvæmt það er að kæla tölvurnar í gagnaverum hér á landi. „Þeir sem eru að koma hingað vegna Bitcoin eru að sækjast eftir tiltölulega hagstæðu rafmagni. Hér er ekki hagstæðasta rafmagnið því menn geta fengið það ódýrara í löndum eins Bandaríkjunum, Rússlandi og Svíþjóð. Við höfum hins vegar náð mjög góðum tökum á kælitækninni og erum að nota tiltölulega litla orku í að kæla búnaðinn sem lækkar rafmagnsreikninginn töluvert.“ Rafmyntir Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Um tuttugu erlend fyrirtæki sem stunda Bitcoin-námastarfsemi hafa samið við Advania um að leigja aðstöðu í gagnaveri fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Gagnaverið var byggt síðastliðið vor en þar eru nú yfir 2.500 tölvur sem vinna rafmyntina og nota til þess 8,5 megavött af raforku. „Við byggðum tvö hús í Reykjanesbæ og erum nánast búin að fylla þau af þessum Bitcoin-námuvélum,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Advania og formaður Samtaka íslenskra gagnavera. Eyjólfur útskýrir að tölvurnar í gagnaverinu búi til nýjar Bitcoin-myntir eða „grafi þær upp“. Enginn opinber aðili eða seðlabanki gefur myntina út eða prentar hana en í staðinn eru tölvur notaðar til að leysa flóknar stærðfræðiformúlur sem þurfa að liggja fyrir þegar ný mynt er gefin út. Tölvurnar í gagnaverinu eru að sögn Eyjólfs sérhannaðar til að leysa þessar formúlur. „Þegar ein mynt er notuð skapast pláss til að búa til nýja og það eru fleiri hundruð fyrirtæki í heiminum sem eru alltaf að búa til ný Bitcoin. Fyrirtækin fá þá hluta af nýslegnu myntinni í sinn hlut og því er mikil samkeppni um þetta. Þetta eru slík fyrirtæki sem eru inni hjá okkur og þau eru stanslaust að búa þetta til.“ Eyjólfur segir Advania hafa ráðist í byggingu gagnaversins þegar samningar við nokkur af fyrirtækjunum lágu fyrir. Gagnaverið er um 2.500 fermetrar að stærð og var byggt á einum og hálfum mánuði. „Það er ekkert launungarmál að mesta eftirspurnin eftir plássi í gagnaverum kemur frá Bitcoin-fyrirtækjum,“ segir Eyjólfur. Fyrirtækin leituðu að sögn Eyjólfs hingað til lands aðallega vegna þess hversu hagkvæmt það er að kæla tölvurnar í gagnaverum hér á landi. „Þeir sem eru að koma hingað vegna Bitcoin eru að sækjast eftir tiltölulega hagstæðu rafmagni. Hér er ekki hagstæðasta rafmagnið því menn geta fengið það ódýrara í löndum eins Bandaríkjunum, Rússlandi og Svíþjóð. Við höfum hins vegar náð mjög góðum tökum á kælitækninni og erum að nota tiltölulega litla orku í að kæla búnaðinn sem lækkar rafmagnsreikninginn töluvert.“
Rafmyntir Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent