Nóg að gera eftir að starfsferlinum lauk Sveinn Arnarsson skrifar 11. september 2014 12:00 Afmælisbarnið Ásthildur Cesil hefur lagt mikla rækt við bæði tónlist og garðyrkju síðustu áratugi. Mynd/Halldór Sveinbjörnsson „Hvernig á maður að kunna að meta það góða ef maður þekkir ekki það slæma?“ spyr Ásthildur Cesil Þórðardóttir, garðyrkjufræðingur á Ísafirði, sem er sjötug í dag. Ásthildur er alin upp á Ísafirði og hefur búið þar alla sína ævi utan tveggja ára í Glasgow og eins vetrar í Svíþjóð. „Ég var í lýðháskóla í Svíþjóð en fór bara í ævintýraleit til Glasgow. Fyrst vann ég á elliheimili í borginni og sem au-pair. Þetta var svona ævintýraþrá. Hins vegar hef ég alltaf haft það best í Skutulsfirðinum heima í þeirri fjalladýrð sem þar ríkir.“ Ísafjörður hefur ávallt skipað stóran sess í lífi Ásthildar. Nær allur starfsaldur hennar hefur farið í það að fegra bæinn og gera ásýnd hans sem ákjósanlegasta fyrir augað. „Ég var garðyrkjustjóri Ísafjarðarbæjar í um þrjátíu ár og hætti hjá bænum bara fyrir nokkrum árum og fór á eftirlaun. Hins vegar held ég áfram að vera með garðyrkjustöðina mína hér við heimilið mitt.“ Ásthildi finnst hún ekki geta hætt garðyrkjunni að öllu leyti; hún iðki ennþá þessa list sína. Þegar viðfangsefni líkt og garðyrkja eigi hug manns allan alla ævi sé ekki hægt að slíta sig frá þeirri iðju og henni finnist gaman að stússast í þessu. „Hins vegar er það mín tilfinning að það hafi aldrei verið eins mikið að gera hjá mér síðan ég hætti að vinna og fór á eftirlaun.“ Veturnir á Ísafirði, snjóþyngsli með tilheyrandi óþægindum, eru að mati Ásthildar alls ekki vandamál. Tekur hún veðri og lífsins ólgusjó af miklu æðruleysi. „Jú, jú, það getur verið snjór hérna en maður tekur því bara. Hvernig getur maður kunnað að meta það góða ef maður hefur aldrei kynnst því slæma?“ Ásthildur hefur í gegnum tíðina einnig verið dugleg við texta- og lagasmíðar. Vestfirska kvennahljómsveitin Sokkabandið er án nokkurs vafa sú frægasta sem hún hefur starfað með og kom hún aftur saman fyrir nokkrum árum og spilaði á hátíðinni Aldrei fór ég suður. „Já, árið 1985 gaf ég út vínylbreiðskífu þar sem ég samdi bæði öll lög og alla texta. Ég byrjaði hins vegar ung að syngja og hef tekið þátt í hinum ýmsu hljómsveitum allt frá sextán ára aldri, eða allt frá því að syngja með frændum mínum í BG, Balda og Kalla, og upp í Sokkabandið.“ Saman eiga þau hjónin fimm börn úr mismunandi áttum. Hún sér fyrir sér gleði og ánægju næstu árin í rólegu og góðu samfélagi á Vestfjörðum. „Á meðan ég hef heilsu til og líður vel þá mun ég halda mínu striki líkt og ég hef gert síðustu ár. Á Ísafirði er gott að vera, vinalegt samfélag þar sem maður þekkir flesta, fjarri ys og þys stórborgarinnar. „Hér er gott að ala upp börn og kvöldstillurnar eru góðar.“ Aldrei fór ég suður Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
„Hvernig á maður að kunna að meta það góða ef maður þekkir ekki það slæma?“ spyr Ásthildur Cesil Þórðardóttir, garðyrkjufræðingur á Ísafirði, sem er sjötug í dag. Ásthildur er alin upp á Ísafirði og hefur búið þar alla sína ævi utan tveggja ára í Glasgow og eins vetrar í Svíþjóð. „Ég var í lýðháskóla í Svíþjóð en fór bara í ævintýraleit til Glasgow. Fyrst vann ég á elliheimili í borginni og sem au-pair. Þetta var svona ævintýraþrá. Hins vegar hef ég alltaf haft það best í Skutulsfirðinum heima í þeirri fjalladýrð sem þar ríkir.“ Ísafjörður hefur ávallt skipað stóran sess í lífi Ásthildar. Nær allur starfsaldur hennar hefur farið í það að fegra bæinn og gera ásýnd hans sem ákjósanlegasta fyrir augað. „Ég var garðyrkjustjóri Ísafjarðarbæjar í um þrjátíu ár og hætti hjá bænum bara fyrir nokkrum árum og fór á eftirlaun. Hins vegar held ég áfram að vera með garðyrkjustöðina mína hér við heimilið mitt.“ Ásthildi finnst hún ekki geta hætt garðyrkjunni að öllu leyti; hún iðki ennþá þessa list sína. Þegar viðfangsefni líkt og garðyrkja eigi hug manns allan alla ævi sé ekki hægt að slíta sig frá þeirri iðju og henni finnist gaman að stússast í þessu. „Hins vegar er það mín tilfinning að það hafi aldrei verið eins mikið að gera hjá mér síðan ég hætti að vinna og fór á eftirlaun.“ Veturnir á Ísafirði, snjóþyngsli með tilheyrandi óþægindum, eru að mati Ásthildar alls ekki vandamál. Tekur hún veðri og lífsins ólgusjó af miklu æðruleysi. „Jú, jú, það getur verið snjór hérna en maður tekur því bara. Hvernig getur maður kunnað að meta það góða ef maður hefur aldrei kynnst því slæma?“ Ásthildur hefur í gegnum tíðina einnig verið dugleg við texta- og lagasmíðar. Vestfirska kvennahljómsveitin Sokkabandið er án nokkurs vafa sú frægasta sem hún hefur starfað með og kom hún aftur saman fyrir nokkrum árum og spilaði á hátíðinni Aldrei fór ég suður. „Já, árið 1985 gaf ég út vínylbreiðskífu þar sem ég samdi bæði öll lög og alla texta. Ég byrjaði hins vegar ung að syngja og hef tekið þátt í hinum ýmsu hljómsveitum allt frá sextán ára aldri, eða allt frá því að syngja með frændum mínum í BG, Balda og Kalla, og upp í Sokkabandið.“ Saman eiga þau hjónin fimm börn úr mismunandi áttum. Hún sér fyrir sér gleði og ánægju næstu árin í rólegu og góðu samfélagi á Vestfjörðum. „Á meðan ég hef heilsu til og líður vel þá mun ég halda mínu striki líkt og ég hef gert síðustu ár. Á Ísafirði er gott að vera, vinalegt samfélag þar sem maður þekkir flesta, fjarri ys og þys stórborgarinnar. „Hér er gott að ala upp börn og kvöldstillurnar eru góðar.“
Aldrei fór ég suður Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp