Tónlist múm kveikjan Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. september 2014 13:30 Í sýningunni leika leikarar barnaleikhússins Teatr Miniatura og er hún leikin á pólsku. „Teatr Miniatura er sjálfstætt barnaleikhús í Gdansk sem sýnir eingöngu barnasýningar,“ segir Erling Jóhannesson leikstjóri sýningar Teatr Miniatura á Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason sem sýnd verður í Tjarnarbíói og Samkomuhúsinu á Akureyri í dag og næstu daga. Þetta er fyrsta uppfærslan á Bláa hnettinum í Póllandi enda hefur saga verksins þar verið dálítið sérstök. „Bókin var þýdd á pólsku fljótlega eftir að hún kom út hér heima og handritið fékk ein virtustu barnabókmenntaverðlaun Póllands árið 1999,“ útskýrir Erling. „Handritinu var síðan bara stungið ofan í skúffu og kom ekki út fyrr en í vor og það var bara vegna þessarar sýningar. Það var því ekki velgengni bókarinnar sem varð til þess að sýningin fór á svið.“ Spurður hvernig samstarf hans við Teatr Miniatura hafi komið til segir Erling að það sé þannig í Póllandi að menn óttist stöðnun listgreina sem ekki stundi alþjóðlegt samstarf þannig að styrkveitingar til verkefna helgist af því að erlendir listamenn séu hluti af listrænu teymi þess. „Það þykir nefnilega víða í heiminum eftirsóknarvert að vinna með öðrum en sínum nánustu,“ segir hann sposkur. Það var reyndar tónlist múm sem varð þess valdandi að leikhúsið valdi Bláa hnöttinn til sýninga, en hljómsveitin nýtur mikilla vinsælda í Póllandi og þegar forkólfar sýningarinnar komust að því að hún hefði gert tónlist við barnaleikrit vaknaði áhugi á að skoða það. „Þá komust þeir að því að þetta leikrit hafði orðið sökksess út um allan heim og ákváðu að ráðast í að koma því á svið,“ segir Erling. Sýningin var unnin af alþjóðlegu listamannateymi og auk Erlings var múm hluti af ferlinu og samdi tónlistina mikið til upp á nýtt. Leikmyndin var hönnuð af Iza Toroniewicz, sem hefur hannað búninga og leikmynd við meira en hundrað sýningar, bæði í hefðbundnu leikhúsi sem og í brúðuleikhúsi. Í sýningunni leika leikarar barnaleikhússins Teatr Miniatura og er hún leikin á pólsku. Fimm sýningar verða á verkinu á Íslandi og hefst sú fyrsta þeirra í Tjarnarbíói klukkan 18 í dag, tvær sýningar verða á sama stað á morgun og tvær sýningar í Samkomuhúsinu á Akureyri um helgina. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Teatr Miniatura er sjálfstætt barnaleikhús í Gdansk sem sýnir eingöngu barnasýningar,“ segir Erling Jóhannesson leikstjóri sýningar Teatr Miniatura á Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason sem sýnd verður í Tjarnarbíói og Samkomuhúsinu á Akureyri í dag og næstu daga. Þetta er fyrsta uppfærslan á Bláa hnettinum í Póllandi enda hefur saga verksins þar verið dálítið sérstök. „Bókin var þýdd á pólsku fljótlega eftir að hún kom út hér heima og handritið fékk ein virtustu barnabókmenntaverðlaun Póllands árið 1999,“ útskýrir Erling. „Handritinu var síðan bara stungið ofan í skúffu og kom ekki út fyrr en í vor og það var bara vegna þessarar sýningar. Það var því ekki velgengni bókarinnar sem varð til þess að sýningin fór á svið.“ Spurður hvernig samstarf hans við Teatr Miniatura hafi komið til segir Erling að það sé þannig í Póllandi að menn óttist stöðnun listgreina sem ekki stundi alþjóðlegt samstarf þannig að styrkveitingar til verkefna helgist af því að erlendir listamenn séu hluti af listrænu teymi þess. „Það þykir nefnilega víða í heiminum eftirsóknarvert að vinna með öðrum en sínum nánustu,“ segir hann sposkur. Það var reyndar tónlist múm sem varð þess valdandi að leikhúsið valdi Bláa hnöttinn til sýninga, en hljómsveitin nýtur mikilla vinsælda í Póllandi og þegar forkólfar sýningarinnar komust að því að hún hefði gert tónlist við barnaleikrit vaknaði áhugi á að skoða það. „Þá komust þeir að því að þetta leikrit hafði orðið sökksess út um allan heim og ákváðu að ráðast í að koma því á svið,“ segir Erling. Sýningin var unnin af alþjóðlegu listamannateymi og auk Erlings var múm hluti af ferlinu og samdi tónlistina mikið til upp á nýtt. Leikmyndin var hönnuð af Iza Toroniewicz, sem hefur hannað búninga og leikmynd við meira en hundrað sýningar, bæði í hefðbundnu leikhúsi sem og í brúðuleikhúsi. Í sýningunni leika leikarar barnaleikhússins Teatr Miniatura og er hún leikin á pólsku. Fimm sýningar verða á verkinu á Íslandi og hefst sú fyrsta þeirra í Tjarnarbíói klukkan 18 í dag, tvær sýningar verða á sama stað á morgun og tvær sýningar í Samkomuhúsinu á Akureyri um helgina.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira