Lausnin er fundin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2014 07:00 Árlega bæta Íslendingar met þegar kemur að hlutfalli þeirra sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna. Frá því Hagstofan byrjaði að taka saman tölurnar árið 1998 hefur hlutfallið farið lækkandi með hverju árinu. Tæp 90 prósent landsmanna voru skráð í trúfélagið árið 1998 en hlutfallið í ár er rúm 75 prósent. Hlutfall þeirra sem rækta trú sína er erfiðara að mæla en nokkuð ljóst að það er enn lægra og líklega munar miklu. Stóra spurningin er þessi: Hvenær ætlum við að skipta um þjóðsöng? Lofsöngur er fallegt lag en það er eitthvað fáránlegt við það að lofa guð í staðinn fyrir að lofa land og þjóð. Sjálfur tengi ég þjóðsöngva helst við landsleiki í íþróttum. Það er ekkert skrýtið að fáir áhorfendur á landsleikjum taki undir í lagi sem fjallar um guð sem þeir trúa ekki á. Jafnvel þótt búið sé að breyta tóntegundinni. Tenging flestra Íslendinga við lagið er lítil sem engin. Margir eru sammála um að hvíla eigi Lofsöng og finna betra lag. Ísland ögrum skorið hefur verið nefnt. Sömuleiðis Ísland er land þitt og Öxar við ána. Þau síðarnefndu eru fínir kostir. En viti menn, enn betri lausn er fundin. Lagið sem svo margir kunna og elska að syngja. Ferðalok: „Ég er kominn heim.“ Hvað er betra en vísun í sígilt íslenskt líf þar sem fjölskyldan bíður eftir því að sjómaðurinn skili sér heill heim? Vísun í sólina sem málar myndir á sjóinn í vogunum? Fallega jökla landsins? Ást milli karls og konu sem bíða eftir því að vetri ljúki og betri tíð taki við? Ekkert, það er ekkert betra. Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar syngja um landið sitt en ekki guð. Í draumi mínum syngja tíu þúsund manns á Laugardalsvelli að allt sé bjart fyrir okkur tveim því ég sé kominn heim, til Íslands – ekki guðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Árlega bæta Íslendingar met þegar kemur að hlutfalli þeirra sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna. Frá því Hagstofan byrjaði að taka saman tölurnar árið 1998 hefur hlutfallið farið lækkandi með hverju árinu. Tæp 90 prósent landsmanna voru skráð í trúfélagið árið 1998 en hlutfallið í ár er rúm 75 prósent. Hlutfall þeirra sem rækta trú sína er erfiðara að mæla en nokkuð ljóst að það er enn lægra og líklega munar miklu. Stóra spurningin er þessi: Hvenær ætlum við að skipta um þjóðsöng? Lofsöngur er fallegt lag en það er eitthvað fáránlegt við það að lofa guð í staðinn fyrir að lofa land og þjóð. Sjálfur tengi ég þjóðsöngva helst við landsleiki í íþróttum. Það er ekkert skrýtið að fáir áhorfendur á landsleikjum taki undir í lagi sem fjallar um guð sem þeir trúa ekki á. Jafnvel þótt búið sé að breyta tóntegundinni. Tenging flestra Íslendinga við lagið er lítil sem engin. Margir eru sammála um að hvíla eigi Lofsöng og finna betra lag. Ísland ögrum skorið hefur verið nefnt. Sömuleiðis Ísland er land þitt og Öxar við ána. Þau síðarnefndu eru fínir kostir. En viti menn, enn betri lausn er fundin. Lagið sem svo margir kunna og elska að syngja. Ferðalok: „Ég er kominn heim.“ Hvað er betra en vísun í sígilt íslenskt líf þar sem fjölskyldan bíður eftir því að sjómaðurinn skili sér heill heim? Vísun í sólina sem málar myndir á sjóinn í vogunum? Fallega jökla landsins? Ást milli karls og konu sem bíða eftir því að vetri ljúki og betri tíð taki við? Ekkert, það er ekkert betra. Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar syngja um landið sitt en ekki guð. Í draumi mínum syngja tíu þúsund manns á Laugardalsvelli að allt sé bjart fyrir okkur tveim því ég sé kominn heim, til Íslands – ekki guðs.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun