Fertugur með kúl ungu strákunum Þórður Ingi Jónsson skrifar 20. september 2014 11:30 Mér finnst svo frábært framtak hvernig ásýnd hverfisins breytist með myndlist,“ segir listamaðurinn Ragnar Kjartansson en Listasafn Reykjavíkur býður til formlegrar vígslu á veggmynd hans í dag kl. 14:00 að Krummahólum í Breiðholti. „Maður getur rétt ímyndað sér hvað endurskipulagningar og ný torg myndu kosta, miðað við hvað þetta er sterkt, einfalt og gerir mikið. Hin verkin finnst mér mjög sterk, ég veit ekki með mitt verk reyndar,“ segir Ragnar en borgarráð ákvað í fyrra að fjölga opinberum listaverkum í Breiðholtinu. Þar má því finna verk eftir Erró, Theresu Himmer og Söru Riel á húsveggjum víðs vegar um hverfið, auk minni veggmynda eftir ungmenni úr Miðbergi. Að sögn Ragnars er myndin hans upprunalega jólakort til kærustunnar en hann sendi hana inn þegar borgarráð bað um tillögu frá honum.„Ég hef eiginlega aldrei sýnt svona myndir eftir mig opinberlega, ég hef verið að gera þetta mér til skemmtunar síðan ég man eftir mér. Þetta eru eins konar ljóðrænar myndasögur, ég nota myndasöguformið en þetta er ekki beint brandari, þetta eru bara svona melankólískar aðstæður,“ segir Ragnar. „Þetta orð „frískandi“ í myndinni er líka svo lúðalegt en samt svo gott orð. Mér finnst það svo skemmtilega aumkunarvert. Síðan var þessi mynd birt í einhverri útgáfu í Bandaríkjunum og þá þýddist þetta ofsalega illa.“ Ragnar vann verkið í samstarfi við Skiltamálun Reykjavíkur. „Ég var þarna til að læra af þeim, þeir eru svo geðveikt góðir,“ segir Ragnar en mynd Ragnars er vatnslitamynd sem Skiltamálunin stækkaði upp fyrir húsvegginn. „Ég er svo mikill amatör í svona málum og það er ákveðin kúnst að gera þetta. Þetta hefði verið stórslys ef ég hefði verið látinn sjá um þetta. Mér finnst líka alveg eins og ég sé að reyna að vera „fönkí“ fertugi listamaðurinn að vinna með kúl ungu strákunum.“ Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Mér finnst svo frábært framtak hvernig ásýnd hverfisins breytist með myndlist,“ segir listamaðurinn Ragnar Kjartansson en Listasafn Reykjavíkur býður til formlegrar vígslu á veggmynd hans í dag kl. 14:00 að Krummahólum í Breiðholti. „Maður getur rétt ímyndað sér hvað endurskipulagningar og ný torg myndu kosta, miðað við hvað þetta er sterkt, einfalt og gerir mikið. Hin verkin finnst mér mjög sterk, ég veit ekki með mitt verk reyndar,“ segir Ragnar en borgarráð ákvað í fyrra að fjölga opinberum listaverkum í Breiðholtinu. Þar má því finna verk eftir Erró, Theresu Himmer og Söru Riel á húsveggjum víðs vegar um hverfið, auk minni veggmynda eftir ungmenni úr Miðbergi. Að sögn Ragnars er myndin hans upprunalega jólakort til kærustunnar en hann sendi hana inn þegar borgarráð bað um tillögu frá honum.„Ég hef eiginlega aldrei sýnt svona myndir eftir mig opinberlega, ég hef verið að gera þetta mér til skemmtunar síðan ég man eftir mér. Þetta eru eins konar ljóðrænar myndasögur, ég nota myndasöguformið en þetta er ekki beint brandari, þetta eru bara svona melankólískar aðstæður,“ segir Ragnar. „Þetta orð „frískandi“ í myndinni er líka svo lúðalegt en samt svo gott orð. Mér finnst það svo skemmtilega aumkunarvert. Síðan var þessi mynd birt í einhverri útgáfu í Bandaríkjunum og þá þýddist þetta ofsalega illa.“ Ragnar vann verkið í samstarfi við Skiltamálun Reykjavíkur. „Ég var þarna til að læra af þeim, þeir eru svo geðveikt góðir,“ segir Ragnar en mynd Ragnars er vatnslitamynd sem Skiltamálunin stækkaði upp fyrir húsvegginn. „Ég er svo mikill amatör í svona málum og það er ákveðin kúnst að gera þetta. Þetta hefði verið stórslys ef ég hefði verið látinn sjá um þetta. Mér finnst líka alveg eins og ég sé að reyna að vera „fönkí“ fertugi listamaðurinn að vinna með kúl ungu strákunum.“
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira