Hvað er Kenneth Máni að gera í Borgarleikhúsinu? Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 27. september 2014 12:00 Björn Thors í hlutverki Kenneths Mána „Það er einfaldlega gaman að horfa á hinn frábæra leikara Björn Thors glíma við þetta verkefni.“ Mynd/Grímur Bjarnason Leiklist: Kenneth Máni Jóhann Ævar Grímsson, Saga Garðarsdóttir og Björn Thors Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson Leikmynd: Móeiður Helgadóttir Búningar: Helga Rós Hannam Lýsing og hljóð: Garðar Borgþórsson Leikari: Björn Thors Fyrir fram hafði ég miklar efasemdir um þá hugmynd að draga fremur eintóna aukapersónu úr vinsælli sjónvarpsþáttaröð upp á leiksvið og láta hana standa undir heilli leiksýningu. Sljákkaði í þeim efasemdum mínum eftir frumsýninguna á Kenneth Mána? Nei. Með góðum vilja má kannski reyna að setja hugmyndina í einhvers konar últra póstmódernískt samhengi en ekki tekst að krafla sig út úr þeim sjálfsala með góðu móti. Hvernig stendur á því að Kenneth Máni, smáglæpamaður sem þjáist af athyglisbresti, er kominn á Litla svið Borgarleikhússins? Þetta er spurning sem hrópar á áhorfandann, kannski of augljós, því henni er aldrei svarað. Þetta þýðir einfaldlega það að erfitt er að ná sambandi við sýninguna. Er þá hægt að mæla með þessari sýningu? Já. Hið einkennilega er að þrátt fyrir þetta er sýningin bráðskemmtileg. Það er einfaldlega gaman að horfa á hinn frábæra leikara Björn Thors glíma við þetta verkefni. Á einhvern öfugsnúinn hátt kallast vonlaus og tragíkómísk barátta undirmálspersónunnar Kenneths Mána fyrir viðurkenningu á við slagsmál leikarans Björn Thors og hins ágæta leikhúsmanns Bergs Þórs Ingólfssonar leikstjóra við þessa vondu hugmynd og glataða handrit. Stöku brandari virkar en kómíkin í sýningunni byggist fyrst og fremst á skemmtilegum lausnum á sviðinu og leik Björns Thors. Ég nefni sem dæmi það þegar Kenneth Máni talar í míkrófónlaust statív, er að fara með einhverja þulu og uppgötvar smátt og smátt að það vantar míkrófóninn. Meistaralega gert. Handritið byggist á því að Kenneth Máni er að segja stutta sögu, sem á einhvern hátt á að varpa ljósi á líf hans og hlutskipti, en athyglisbresturinn leiðir hann inn á ýmsar óræðar brautir. Kenneth er náttúrlega úr persónugalleríi hinna ágætu Vaktaþátta. Þar hefur mikil vinna verið lögð í baksvið persóna til að dýpka þær. Sem er ágætt út af fyrir sig, en svo hefur mönnum fundist slíkur veigur í því að þeir hafa viljað gera sér mat úr því efni og kvikmyndin Bjarnfreðarson er dæmi um þetta og þessi sýning þá einnig. En, hvar er þá baksvið baksviðsins? Ef svo má að orði komast. Þar skortir á dýptina. Sögu Kenneths Mána er búið að segja í sjónvarpsþáttunum, þá með þeim ákjósanlega hætti að áhorfendur röðuðu saman púslunum og réðu í hið ósagða. Það sem enn verður til að gera sýninguna sem slíka ósamstæða er að þarna er tveimur konseptum, uppistandi og leiksýningu, teflt saman. Þetta gengur illa upp, þó að þarna sé ekki um alls kostar ósamræmanleg fyrirbæri að ræða. Uppistandarar leggja sjálfa sig undir, en ekki persónur sem þeir leika; það hlýtur að draga úr dýnamík sem býr í uppistandi.Niðurstaða: Svo frábær er leikur Björns Thors að illa grundað handrit nær ekki að halda honum niðri. Góð skemmtun. Gagnrýni Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leiklist: Kenneth Máni Jóhann Ævar Grímsson, Saga Garðarsdóttir og Björn Thors Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson Leikmynd: Móeiður Helgadóttir Búningar: Helga Rós Hannam Lýsing og hljóð: Garðar Borgþórsson Leikari: Björn Thors Fyrir fram hafði ég miklar efasemdir um þá hugmynd að draga fremur eintóna aukapersónu úr vinsælli sjónvarpsþáttaröð upp á leiksvið og láta hana standa undir heilli leiksýningu. Sljákkaði í þeim efasemdum mínum eftir frumsýninguna á Kenneth Mána? Nei. Með góðum vilja má kannski reyna að setja hugmyndina í einhvers konar últra póstmódernískt samhengi en ekki tekst að krafla sig út úr þeim sjálfsala með góðu móti. Hvernig stendur á því að Kenneth Máni, smáglæpamaður sem þjáist af athyglisbresti, er kominn á Litla svið Borgarleikhússins? Þetta er spurning sem hrópar á áhorfandann, kannski of augljós, því henni er aldrei svarað. Þetta þýðir einfaldlega það að erfitt er að ná sambandi við sýninguna. Er þá hægt að mæla með þessari sýningu? Já. Hið einkennilega er að þrátt fyrir þetta er sýningin bráðskemmtileg. Það er einfaldlega gaman að horfa á hinn frábæra leikara Björn Thors glíma við þetta verkefni. Á einhvern öfugsnúinn hátt kallast vonlaus og tragíkómísk barátta undirmálspersónunnar Kenneths Mána fyrir viðurkenningu á við slagsmál leikarans Björn Thors og hins ágæta leikhúsmanns Bergs Þórs Ingólfssonar leikstjóra við þessa vondu hugmynd og glataða handrit. Stöku brandari virkar en kómíkin í sýningunni byggist fyrst og fremst á skemmtilegum lausnum á sviðinu og leik Björns Thors. Ég nefni sem dæmi það þegar Kenneth Máni talar í míkrófónlaust statív, er að fara með einhverja þulu og uppgötvar smátt og smátt að það vantar míkrófóninn. Meistaralega gert. Handritið byggist á því að Kenneth Máni er að segja stutta sögu, sem á einhvern hátt á að varpa ljósi á líf hans og hlutskipti, en athyglisbresturinn leiðir hann inn á ýmsar óræðar brautir. Kenneth er náttúrlega úr persónugalleríi hinna ágætu Vaktaþátta. Þar hefur mikil vinna verið lögð í baksvið persóna til að dýpka þær. Sem er ágætt út af fyrir sig, en svo hefur mönnum fundist slíkur veigur í því að þeir hafa viljað gera sér mat úr því efni og kvikmyndin Bjarnfreðarson er dæmi um þetta og þessi sýning þá einnig. En, hvar er þá baksvið baksviðsins? Ef svo má að orði komast. Þar skortir á dýptina. Sögu Kenneths Mána er búið að segja í sjónvarpsþáttunum, þá með þeim ákjósanlega hætti að áhorfendur röðuðu saman púslunum og réðu í hið ósagða. Það sem enn verður til að gera sýninguna sem slíka ósamstæða er að þarna er tveimur konseptum, uppistandi og leiksýningu, teflt saman. Þetta gengur illa upp, þó að þarna sé ekki um alls kostar ósamræmanleg fyrirbæri að ræða. Uppistandarar leggja sjálfa sig undir, en ekki persónur sem þeir leika; það hlýtur að draga úr dýnamík sem býr í uppistandi.Niðurstaða: Svo frábær er leikur Björns Thors að illa grundað handrit nær ekki að halda honum niðri. Góð skemmtun.
Gagnrýni Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira