Vilja ekki syngja jólamúsík alltof snemma Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. september 2014 09:57 Sigríður segir að raddir þeirra Sigga passi vel saman og að samstarf þeirra gangi eins og smurð vél. mynd/Baldur Kristjánsson „Við höfum bæði gefið út jólaplötur á undanförnum árum sem hafa verið með nýjum jólalögum. Hans plata var með stærri hljómsveit og stærra „sound“-i en mín var aðeins minni og með einfaldari hljóðheim. Það var því lógískt að við héldum tónleika saman,“ segir söngkonan Sigríður Thorlacius. Hún heldur jólatónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 17. desember ásamt tónlistarmanninum Sigurði Guðmundssyni. „Við höfum náttúrulega sungið milljón sinnum saman. Við höfum oft sungið með fleirum og ég hef sungið á jólatónleikum sem Siggi hefur haldið. Núna ákváðum við að hafa þetta stærra í sniðum og í stærra rými. Gera þetta dálítið grand,“ bætir Sigríður við. „Inntak laganna er það sem er í alvöru hátíðlegt við jólin. Það er ekki mikill æsingur, sem ég hef aldrei verið hrifin af. Þess vegna vildum við halda tónleikana rétt fyrir jól því við höfum hvorugt áhuga á að syngja jólamúsík alltof snemma,“ segir Sigríður en þau Siggi ætla að gefa út nýtt lag saman í vikunni. „Þetta er lag eftir Sigga sem heitir Freistingar. Það er ekki jólalag en það má auðvitað spila það á jólunum eins og öll önnur lög,“ segir Sigríður kát í bragði. Miðasala á jólatónleikana hefst 2. október. Jólafréttir Tónlist Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við höfum bæði gefið út jólaplötur á undanförnum árum sem hafa verið með nýjum jólalögum. Hans plata var með stærri hljómsveit og stærra „sound“-i en mín var aðeins minni og með einfaldari hljóðheim. Það var því lógískt að við héldum tónleika saman,“ segir söngkonan Sigríður Thorlacius. Hún heldur jólatónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 17. desember ásamt tónlistarmanninum Sigurði Guðmundssyni. „Við höfum náttúrulega sungið milljón sinnum saman. Við höfum oft sungið með fleirum og ég hef sungið á jólatónleikum sem Siggi hefur haldið. Núna ákváðum við að hafa þetta stærra í sniðum og í stærra rými. Gera þetta dálítið grand,“ bætir Sigríður við. „Inntak laganna er það sem er í alvöru hátíðlegt við jólin. Það er ekki mikill æsingur, sem ég hef aldrei verið hrifin af. Þess vegna vildum við halda tónleikana rétt fyrir jól því við höfum hvorugt áhuga á að syngja jólamúsík alltof snemma,“ segir Sigríður en þau Siggi ætla að gefa út nýtt lag saman í vikunni. „Þetta er lag eftir Sigga sem heitir Freistingar. Það er ekki jólalag en það má auðvitað spila það á jólunum eins og öll önnur lög,“ segir Sigríður kát í bragði. Miðasala á jólatónleikana hefst 2. október.
Jólafréttir Tónlist Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira