Minecraft: Grafðu í grænni lautu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. október 2014 12:30 Minecraft Mynd/Mojang/Microsoft Fimm ár eru síðan sænski tölvuleikjaframleiðandinn Mojang kynnti Minecraft til sögunnar. Sú þróun sem hefur átt sér stað síðan þá er einu orði sagt ævintýraleg. Samfélag leikjaspilara tók leiknum með opnum örmum og Minecraft dafnaði vel á PC. Á endanum var leikurinn gefin út á Xbox 360-leikjavélina í nánast óbreyttri mynd. Uppfærð útgáfa er nú fáanleg á nýrri kynslóð (Xbox One, PS4) og framtíð Minecraft hefur aldrei verið jafn björt. Spilarinn finnur sig nú í veröld sem er 36 sinnum stærri en á fyrri kynslóð. Með ekkert nema kort í hönd hefst ævintýrið, frelsið sem fylgir því að spila Minecraft er einstakt í leikjaheiminum. Engar reglur og sköpunargleðin ræður ríkjum. Mojang nýtir sér tækjakost nýju kynslóðarinnar til fulls. Útlit leiksins er fágaðra, með örlitlum breytingum sem vanir spilarar munu vafalaust gleðjast yfir. Þrátt fyrir þetta er hin kunnuglega fagurfræði Minecraft til staðar. Uppátæki spilara í Minecraft eru oft á tíðum makalaus (einn metnaðarfullur bjó til starfhæfan 1Kb harðan disk í PC-útgáfunni um daginn). Engu að síður er leikjatölvu-útgáfa Minecraft háð eðlislægum takmörkunum sem ekki er að finna á PC. Netspilunin getur verið leiðinleg og fyrirframgefinn arkitektúr hugbúnaðarins er óhagganlegur (ekkert „modding“). Minecraft á nýrri kynslóð leikjatölva er stórkostleg upplifun og þeir sem ekki hafa kynnst Minecraft í öllu sínu veldi ættu að næla sér í eintak hið snarasta. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Fimm ár eru síðan sænski tölvuleikjaframleiðandinn Mojang kynnti Minecraft til sögunnar. Sú þróun sem hefur átt sér stað síðan þá er einu orði sagt ævintýraleg. Samfélag leikjaspilara tók leiknum með opnum örmum og Minecraft dafnaði vel á PC. Á endanum var leikurinn gefin út á Xbox 360-leikjavélina í nánast óbreyttri mynd. Uppfærð útgáfa er nú fáanleg á nýrri kynslóð (Xbox One, PS4) og framtíð Minecraft hefur aldrei verið jafn björt. Spilarinn finnur sig nú í veröld sem er 36 sinnum stærri en á fyrri kynslóð. Með ekkert nema kort í hönd hefst ævintýrið, frelsið sem fylgir því að spila Minecraft er einstakt í leikjaheiminum. Engar reglur og sköpunargleðin ræður ríkjum. Mojang nýtir sér tækjakost nýju kynslóðarinnar til fulls. Útlit leiksins er fágaðra, með örlitlum breytingum sem vanir spilarar munu vafalaust gleðjast yfir. Þrátt fyrir þetta er hin kunnuglega fagurfræði Minecraft til staðar. Uppátæki spilara í Minecraft eru oft á tíðum makalaus (einn metnaðarfullur bjó til starfhæfan 1Kb harðan disk í PC-útgáfunni um daginn). Engu að síður er leikjatölvu-útgáfa Minecraft háð eðlislægum takmörkunum sem ekki er að finna á PC. Netspilunin getur verið leiðinleg og fyrirframgefinn arkitektúr hugbúnaðarins er óhagganlegur (ekkert „modding“). Minecraft á nýrri kynslóð leikjatölva er stórkostleg upplifun og þeir sem ekki hafa kynnst Minecraft í öllu sínu veldi ættu að næla sér í eintak hið snarasta.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira