Óskar sér glöggra og nærgöngulla lesenda Friðrika Benónýsdóttir skrifar 6. október 2014 10:00 Davíð Stefánsson: „Satt best að segja held ég ekki að ég sé neitt færari um það en aðrir lesendur að segja þér hver meining sagnanna sé.“ Vísir/Ernir Þetta er fyrsta smásagnasafnið mitt, hingað til hef ég einungis gefið út ljóð,“ segir Davíð Stefánsson um nýja bók sína Hlýtt og satt – átján sögur af lífi og lygum, sem eins og nafnið bendir til inniheldur átján smásögur. „Ég átti lengi í erfiðleikum með að skrifa prósa sem ég var ánægður með, en eftir að ég uppgötvaði að ég var alltaf að reyna að skrifa eins og ég hélt að ætti að skrifa prósa og hætti því fór þetta að rokganga.“ Davíð segist hafa átt brot af smásögum og skáldsögu en ekki tekið sig til og farið að vinna í þeim af alvöru fyrr en árið 2011. „Sumar sögurnar í Hlýtt og satt eru gamlar sögur sem ég endurskrifaði fyrir útgáfuna en aðrar eru nýjar og komu mun auðveldlegar til mín. Ég er nokkuð viss um að glöggur og nærgöngull lesandi getur séð hvaða sögur það eru. Ég óska mér slíkra lesenda.“ Spurður hvað það sé sem hann vilji koma á framfæri í þessum sögum svarar Davíð að bragði: „Nú á ég auðvitað að segja að mitt sé að skrifa og þitt að skilja og satt best að segja held ég ekki að ég sé neitt færari um það en aðrir lesendur að segja þér hver meining sagnanna sé. Þetta eru marglaga sögur sem krefjast nokkuð gaumgæfilegs lesturs, meiningin liggur yfirleitt ekki á yfirborði þeirra. Þarna er fjallað um tilfinningar og samskipti fólks, einkum ástvina, og ef það ætti að súmmera upp eitthvert þema yrði það sennilega eitthvað á þann veg að sögurnar fjölluðu um hvað það er að vera manneskja og þurfa að hafa samskipti við aðrar manneskjur.“ Spurður hvort vænta megi fleiri prósaverka frá hans hendi segist Davíð vera kominn vel á veg með skáldsögu. „Hún er eiginlega orðin til í höfðinu á mér og ef Guð lofar þarftu að hringja aftur í mig að ári til að ræða við mig um hana.“ Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þetta er fyrsta smásagnasafnið mitt, hingað til hef ég einungis gefið út ljóð,“ segir Davíð Stefánsson um nýja bók sína Hlýtt og satt – átján sögur af lífi og lygum, sem eins og nafnið bendir til inniheldur átján smásögur. „Ég átti lengi í erfiðleikum með að skrifa prósa sem ég var ánægður með, en eftir að ég uppgötvaði að ég var alltaf að reyna að skrifa eins og ég hélt að ætti að skrifa prósa og hætti því fór þetta að rokganga.“ Davíð segist hafa átt brot af smásögum og skáldsögu en ekki tekið sig til og farið að vinna í þeim af alvöru fyrr en árið 2011. „Sumar sögurnar í Hlýtt og satt eru gamlar sögur sem ég endurskrifaði fyrir útgáfuna en aðrar eru nýjar og komu mun auðveldlegar til mín. Ég er nokkuð viss um að glöggur og nærgöngull lesandi getur séð hvaða sögur það eru. Ég óska mér slíkra lesenda.“ Spurður hvað það sé sem hann vilji koma á framfæri í þessum sögum svarar Davíð að bragði: „Nú á ég auðvitað að segja að mitt sé að skrifa og þitt að skilja og satt best að segja held ég ekki að ég sé neitt færari um það en aðrir lesendur að segja þér hver meining sagnanna sé. Þetta eru marglaga sögur sem krefjast nokkuð gaumgæfilegs lesturs, meiningin liggur yfirleitt ekki á yfirborði þeirra. Þarna er fjallað um tilfinningar og samskipti fólks, einkum ástvina, og ef það ætti að súmmera upp eitthvert þema yrði það sennilega eitthvað á þann veg að sögurnar fjölluðu um hvað það er að vera manneskja og þurfa að hafa samskipti við aðrar manneskjur.“ Spurður hvort vænta megi fleiri prósaverka frá hans hendi segist Davíð vera kominn vel á veg með skáldsögu. „Hún er eiginlega orðin til í höfðinu á mér og ef Guð lofar þarftu að hringja aftur í mig að ári til að ræða við mig um hana.“
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira