Utan vallar: Stærsta en ekki síðasta varðan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2014 07:00 Gylfi Þór og Aron Einar fagna marki þess fyrrnefnda. vísir/Andri marinó Þegar Lars Lagerbäck skrifaði undir samning við KSÍ í október 2011 byrjaði hann um leið að skrifa nýjan kafla í íslenska knattspyrnusögu. Íslenska karlalandsliðið hefur yfirstigið margar hindranir og náð ótal áföngum síðan Svíinn yfirvegaði tók til starfa. Batamerkin sáust fljótlega og úrslitin fylgdu í kjölfarið. Eftir þrjá leiki í síðustu undankeppni var Ísland búið að vinna jafn marga leiki og það vann í tveimur undankeppnum þar á undan. Ísland vann sigur á liði frá Austur-Evrópu á útivelli – ekki einn, heldur tvo. Ísland kom til baka og náði jafntefli eftir að hafa verið 4-1 undir gegn sterku liði Sviss á útivelli. Ísland fór taplaust í gegnum fjóra síðustu leiki undankeppninnar og komst í fyrsta sinn í umspil um sæti á stórmóti. Draumurinn um sæti á HM í Brasilíu varð að engu í Zagreb þar sem Ísland tapaði fyrir frábæru liði Króata. Og svo virtist sem vonbrigðin sætu enn í leikmönnum liðsins í vináttulandsleikjunum í ár. Spilamennska íslenska liðsins í leikjunum gegn Svíþjóð, Wales, Austurríki og Eistlandi var flöt og það virtist þungt yfir liðinu. En frammistaðan og úrslitin í þeim leikjum gleymdist þegar Ísland sýndi á sér sparihliðarnar gegn Tyrklandi í fyrsta leik undankeppni EM 2016. Niðurstaðan var 3-0 sigur og annar slíkur vannst í Ríga í Lettlandi á föstudagskvöldið. Þessir leikir voru bara forsmekkurinn að því sem koma skyldi. Á mánudagskvöldið náði íslenska landsliðið sínum bestu úrslitum frá upphafi þegar það lagði Holland, bronsliðið frá síðasta HM, með tveimur mörkum gegn engu. Það voru ekki einungis úrslitin sem voru frábær, heldur var spilamennskan fyrsta flokks. Varnarleikurinn var sterkur, sóknarleikurinn beittur, vinnusemin til fyrirmyndar, baráttan góð og skipulagið upp á tíu. Þegar þessir þættir eru til staðar geta góðir hlutir gerst. Það verður erfitt fyrir íslenska landsliðið að toppa Hollandsleikinn sem verður væntanlega með tíð og tíma stærsta og glæsilegasta varðan um þetta lið. En þetta eru ekki síðustu merkisúrslitin sem íslenska landsliðið á eftir ná á næstu árum. Liðið er á góðum aldri og skipað leikmönnum sem höndla pressu, álag og væntingar sem munu eflaust aukast í kjölfar sigursins á Hollandi. Leikmennirnir sem skipa landsliðið eru góðir og vita af því. Framundan eru erfið verkefni, en liðið fær mann til að trúa að það geti leyst þau. Það er af sem áður var. Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal hafði betur í Singapúr Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Sjá meira
Þegar Lars Lagerbäck skrifaði undir samning við KSÍ í október 2011 byrjaði hann um leið að skrifa nýjan kafla í íslenska knattspyrnusögu. Íslenska karlalandsliðið hefur yfirstigið margar hindranir og náð ótal áföngum síðan Svíinn yfirvegaði tók til starfa. Batamerkin sáust fljótlega og úrslitin fylgdu í kjölfarið. Eftir þrjá leiki í síðustu undankeppni var Ísland búið að vinna jafn marga leiki og það vann í tveimur undankeppnum þar á undan. Ísland vann sigur á liði frá Austur-Evrópu á útivelli – ekki einn, heldur tvo. Ísland kom til baka og náði jafntefli eftir að hafa verið 4-1 undir gegn sterku liði Sviss á útivelli. Ísland fór taplaust í gegnum fjóra síðustu leiki undankeppninnar og komst í fyrsta sinn í umspil um sæti á stórmóti. Draumurinn um sæti á HM í Brasilíu varð að engu í Zagreb þar sem Ísland tapaði fyrir frábæru liði Króata. Og svo virtist sem vonbrigðin sætu enn í leikmönnum liðsins í vináttulandsleikjunum í ár. Spilamennska íslenska liðsins í leikjunum gegn Svíþjóð, Wales, Austurríki og Eistlandi var flöt og það virtist þungt yfir liðinu. En frammistaðan og úrslitin í þeim leikjum gleymdist þegar Ísland sýndi á sér sparihliðarnar gegn Tyrklandi í fyrsta leik undankeppni EM 2016. Niðurstaðan var 3-0 sigur og annar slíkur vannst í Ríga í Lettlandi á föstudagskvöldið. Þessir leikir voru bara forsmekkurinn að því sem koma skyldi. Á mánudagskvöldið náði íslenska landsliðið sínum bestu úrslitum frá upphafi þegar það lagði Holland, bronsliðið frá síðasta HM, með tveimur mörkum gegn engu. Það voru ekki einungis úrslitin sem voru frábær, heldur var spilamennskan fyrsta flokks. Varnarleikurinn var sterkur, sóknarleikurinn beittur, vinnusemin til fyrirmyndar, baráttan góð og skipulagið upp á tíu. Þegar þessir þættir eru til staðar geta góðir hlutir gerst. Það verður erfitt fyrir íslenska landsliðið að toppa Hollandsleikinn sem verður væntanlega með tíð og tíma stærsta og glæsilegasta varðan um þetta lið. En þetta eru ekki síðustu merkisúrslitin sem íslenska landsliðið á eftir ná á næstu árum. Liðið er á góðum aldri og skipað leikmönnum sem höndla pressu, álag og væntingar sem munu eflaust aukast í kjölfar sigursins á Hollandi. Leikmennirnir sem skipa landsliðið eru góðir og vita af því. Framundan eru erfið verkefni, en liðið fær mann til að trúa að það geti leyst þau. Það er af sem áður var.
Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal hafði betur í Singapúr Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti