Strásæta er galdurinn – náttúruleg sæta í stað sykurs 24. október 2014 12:00 Matarbloggarinn Berglind Guðmundsdóttir hefur verið að prófa sig áfram með strásætuna frá Via-Health með góðum árangri. Via-Health sérhæfir sig í vörum sem sæta mat og bakstur. Vörurnar eru án hitaeininga og kolvetna. Þær hækka ekki blóðsykur og valda ekki tannskemmdum. Stevíadropar frá Via-Health komu fyrst á markað en síðan hefur bæst við vöruúrvalið jafnt og þétt. Nú síðast komu á markað þrjár tegundir af strásætu sem auðvelt er að skipta út fyrir sykur. Stevíudroparnir frá Via-Health komu fyrst á markað í maí árið 2013. „Við höfum síðan bætt við vöruúrvalið jafnt og þétt,“ segir framkvæmdastjórinn Bjarný Björg Arnórsdóttir. „Næst komu stevíutöflur og litlir „catering“-pokar sem eru hugsaðir út í te og kaffi. Nú erum við að byrja með þrjár nýjar tegundir af strásætu; erýtrítol með stevíu, erýtrítol og erýtrítol fínmalað. Stevía er notuð til að sæta mat og bakstur. Um er að ræða jurt sem vex villt í skógum Suður-Ameríku. Stevía er í dag ræktuð víða um heim. Via-Health notar einungis lífrænt ræktaða stevíu. Fjölsykrurnar í stevíu eru 250 til 300 sinnum sætari en sykur. Stevía er samt sem áður án allra hitaeininga og kolvetna. Hún veldur ekki tannskemmdum og er eiturefnalaus. Erýtrítol er 100 prósent náttúruleg vara án aukefna. Hún er byggð á sykuralkóhólinu erýtrítoli. Það kemur náttúrulega fyrir í perum, melónum og sveppum svo dæmi séu nefnd. Rannsóknir sýna að erýtrítol hefur hvorki áhrif á blóðsykur né insúlín. Það þýðir að fólk með sykursýki getur notað strásætu frá Via-Health án vandkvæða. Erýtrítol er jafnframt vinsælt hjá þeim sem hafa tileinkað sér lágkolvetnamataræði og öðrum sem vilja takmarka sykurneyslu sína. Erýtrítol inniheldur engar hitaeiningar. Hreint erýtrítol inniheldur 70 prósent af sætleika sykurs. Erýtrítolstrásæta með stevíu er hins vegar jafn sæt og sykur og er því hægt að skipta henni jafnt út fyrir sykur í uppskriftum. Fínmalað erýtrítol er svo hægt að nota í stað flórsykurs. Bjarný segir marga vilja takmarka sykurneyslu sína en hafa áhyggjur af því hvort öruggt sé að nota gervisykur. „Á síðustu árum hafa verið gerðar fjölmargar rannsóknir á stevíu sem sýna fram á að hvorki mönnum né dýrum stafi hætta af neyslu hennar. Strásætan með erýtrítoli frá Via-Health er 100% náttúruleg og án aukefna.“ Bjarný hvetur fólk til að prófa strásætuna í hjónabandssæluna, skúffukökuna eða annað sætmeti. Vörurnar frá Via-Health fást í öllum helstu matvöruverslunum. Má þar nefna í Krónunni, Hagkaupi, Icepharma, Fjarðarkaupum og Bónus.Bragðast alveg eins og venjulegaMatarbloggarinn Berglind Guðmundsdóttir hefur að undanförnu prófað sig áfram með strásætuna frá Via-Health með góðum árangri. „Ég hef verið að prófa að skipta sykrinum út fyrir strásætu í uppskriftum sem ég hef notað lengi Mér finnst þægilegast að nota strásætuna með stevíunni enda hægt að nota hana í sömu hlutföllum og sykur. Það er skemmst frá því að segja að ég finn engan mun. Útkoman er frábær. Undanfarið hef ég verið að undirbúa jólafærslurnar fyrir matarbloggið mitt Gulur, rauður, grænn & salt og er meðal annars að taka smákökubaksturinn fyrir. Ég hef þá skipt út sykrinum fyrir strásætuna í öllum uppáhalds smákökuuppskriftunum mínum og þær eru alveg jafn góðar og venjulega. Berglind gefur hér eina af þeim uppskriftum sem hún hefur verið að prófa.Sykurlausar smákökur með haframjöli, kókos og súkkulaðibitum240 g smjör, mjúkt 160 g Via-Health-strásæta með stevíu 2 egg 2 tsk. vanilludropar ½ tsk. lyftiduft ½ tsk. salt 130 g hveiti 180 g haframjöl 130 g kókosmjöl 250 g 56% súkkulaði, skorið smátt 150 g möndlur, ristaðar og saxaðar 1.Hitið ofninn á 180°C. 2.Hrærið saman smjöri og sætunni og bætið síðan eggjum saman við, einu í einu. 3. Bætið síðan vanillu, lyftidufti og salti saman við. Setjið hveiti út í og hrærið við lágan snúning þar til það hefur blandast vel saman. Látið síðan kókosmjöl, súkkulaði og möndlur saman við og hrærið með sleif. 4. Búið til kúlur (um rúmlega matskeið) og setjið á smjörpappír. Þrýstið aðeins ofan á kúlurnar. 5. Bakið í 15-18 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar. 6. Takið úr ofni og látið kólna í um 1 mínútu. Takið síðan af með spaða og færið á grind og látið kólna þar. Matarbloggarinn, sjónvarpskokkurinn og matreiðslubókahöfundurinn Ebba Guðný Guðmundsdóttir hefur líka góða reynslu af vörunum frá Via-Health og hefur notað þær mikið frá því þær komu á markað. Hún gefur hér uppskrift að gómsætri franskri súkkulaðiköku með strásætu frá Via-Health.Frönsk súkkulaðikaka 200 g 50% súkkulaði 200 g smjör * 4 hamingjusöm egg 2 dl erýtrítol með stevíu 1 dl tæpur spelt 1 tsk. vanilluduft 1.Hitið ofninn í 170°C. 2.Bræðið súkkulaði og smjör varlega saman. 3.Þeytið eggin og sætuna vel saman. 4.Blandið eggjablöndunni og súkkulaðismjörinu varlega saman og að lokum kókoshveitinu/speltinu. 5.Setjið í 26 cm form og bakið í um 21-26 mínútur. ** *Ef þið viljið nota bara kaldpressaða kókosolíu (og ekki smjör) notið þið um 180 g. **Gætið þess að ofbaka ekki. Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Sjá meira
Via-Health sérhæfir sig í vörum sem sæta mat og bakstur. Vörurnar eru án hitaeininga og kolvetna. Þær hækka ekki blóðsykur og valda ekki tannskemmdum. Stevíadropar frá Via-Health komu fyrst á markað en síðan hefur bæst við vöruúrvalið jafnt og þétt. Nú síðast komu á markað þrjár tegundir af strásætu sem auðvelt er að skipta út fyrir sykur. Stevíudroparnir frá Via-Health komu fyrst á markað í maí árið 2013. „Við höfum síðan bætt við vöruúrvalið jafnt og þétt,“ segir framkvæmdastjórinn Bjarný Björg Arnórsdóttir. „Næst komu stevíutöflur og litlir „catering“-pokar sem eru hugsaðir út í te og kaffi. Nú erum við að byrja með þrjár nýjar tegundir af strásætu; erýtrítol með stevíu, erýtrítol og erýtrítol fínmalað. Stevía er notuð til að sæta mat og bakstur. Um er að ræða jurt sem vex villt í skógum Suður-Ameríku. Stevía er í dag ræktuð víða um heim. Via-Health notar einungis lífrænt ræktaða stevíu. Fjölsykrurnar í stevíu eru 250 til 300 sinnum sætari en sykur. Stevía er samt sem áður án allra hitaeininga og kolvetna. Hún veldur ekki tannskemmdum og er eiturefnalaus. Erýtrítol er 100 prósent náttúruleg vara án aukefna. Hún er byggð á sykuralkóhólinu erýtrítoli. Það kemur náttúrulega fyrir í perum, melónum og sveppum svo dæmi séu nefnd. Rannsóknir sýna að erýtrítol hefur hvorki áhrif á blóðsykur né insúlín. Það þýðir að fólk með sykursýki getur notað strásætu frá Via-Health án vandkvæða. Erýtrítol er jafnframt vinsælt hjá þeim sem hafa tileinkað sér lágkolvetnamataræði og öðrum sem vilja takmarka sykurneyslu sína. Erýtrítol inniheldur engar hitaeiningar. Hreint erýtrítol inniheldur 70 prósent af sætleika sykurs. Erýtrítolstrásæta með stevíu er hins vegar jafn sæt og sykur og er því hægt að skipta henni jafnt út fyrir sykur í uppskriftum. Fínmalað erýtrítol er svo hægt að nota í stað flórsykurs. Bjarný segir marga vilja takmarka sykurneyslu sína en hafa áhyggjur af því hvort öruggt sé að nota gervisykur. „Á síðustu árum hafa verið gerðar fjölmargar rannsóknir á stevíu sem sýna fram á að hvorki mönnum né dýrum stafi hætta af neyslu hennar. Strásætan með erýtrítoli frá Via-Health er 100% náttúruleg og án aukefna.“ Bjarný hvetur fólk til að prófa strásætuna í hjónabandssæluna, skúffukökuna eða annað sætmeti. Vörurnar frá Via-Health fást í öllum helstu matvöruverslunum. Má þar nefna í Krónunni, Hagkaupi, Icepharma, Fjarðarkaupum og Bónus.Bragðast alveg eins og venjulegaMatarbloggarinn Berglind Guðmundsdóttir hefur að undanförnu prófað sig áfram með strásætuna frá Via-Health með góðum árangri. „Ég hef verið að prófa að skipta sykrinum út fyrir strásætu í uppskriftum sem ég hef notað lengi Mér finnst þægilegast að nota strásætuna með stevíunni enda hægt að nota hana í sömu hlutföllum og sykur. Það er skemmst frá því að segja að ég finn engan mun. Útkoman er frábær. Undanfarið hef ég verið að undirbúa jólafærslurnar fyrir matarbloggið mitt Gulur, rauður, grænn & salt og er meðal annars að taka smákökubaksturinn fyrir. Ég hef þá skipt út sykrinum fyrir strásætuna í öllum uppáhalds smákökuuppskriftunum mínum og þær eru alveg jafn góðar og venjulega. Berglind gefur hér eina af þeim uppskriftum sem hún hefur verið að prófa.Sykurlausar smákökur með haframjöli, kókos og súkkulaðibitum240 g smjör, mjúkt 160 g Via-Health-strásæta með stevíu 2 egg 2 tsk. vanilludropar ½ tsk. lyftiduft ½ tsk. salt 130 g hveiti 180 g haframjöl 130 g kókosmjöl 250 g 56% súkkulaði, skorið smátt 150 g möndlur, ristaðar og saxaðar 1.Hitið ofninn á 180°C. 2.Hrærið saman smjöri og sætunni og bætið síðan eggjum saman við, einu í einu. 3. Bætið síðan vanillu, lyftidufti og salti saman við. Setjið hveiti út í og hrærið við lágan snúning þar til það hefur blandast vel saman. Látið síðan kókosmjöl, súkkulaði og möndlur saman við og hrærið með sleif. 4. Búið til kúlur (um rúmlega matskeið) og setjið á smjörpappír. Þrýstið aðeins ofan á kúlurnar. 5. Bakið í 15-18 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar. 6. Takið úr ofni og látið kólna í um 1 mínútu. Takið síðan af með spaða og færið á grind og látið kólna þar. Matarbloggarinn, sjónvarpskokkurinn og matreiðslubókahöfundurinn Ebba Guðný Guðmundsdóttir hefur líka góða reynslu af vörunum frá Via-Health og hefur notað þær mikið frá því þær komu á markað. Hún gefur hér uppskrift að gómsætri franskri súkkulaðiköku með strásætu frá Via-Health.Frönsk súkkulaðikaka 200 g 50% súkkulaði 200 g smjör * 4 hamingjusöm egg 2 dl erýtrítol með stevíu 1 dl tæpur spelt 1 tsk. vanilluduft 1.Hitið ofninn í 170°C. 2.Bræðið súkkulaði og smjör varlega saman. 3.Þeytið eggin og sætuna vel saman. 4.Blandið eggjablöndunni og súkkulaðismjörinu varlega saman og að lokum kókoshveitinu/speltinu. 5.Setjið í 26 cm form og bakið í um 21-26 mínútur. ** *Ef þið viljið nota bara kaldpressaða kókosolíu (og ekki smjör) notið þið um 180 g. **Gætið þess að ofbaka ekki.
Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Sjá meira