Handbolti

Einar Andri kveikti neistann hjá HK

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bjarki Sigurðsson.
Bjarki Sigurðsson. vísir/stefán
Það var mikið rætt í síðustu viku hvað það var sem kveikti í HK er liðið vann óvæntan sigur á Aftureldingu í Olís-deild karla.

Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK, og leikmenn hans töluðu í hálfkveðnum vísum eftir leik. Sögðu að ummæli ákveðinna manna hefðu kveikt í liðinu en vildu ekki ræða málið nánar.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum íþróttadeildar voru það orð þjálfara Aftureldingar, Einars Andra Einarssonar, sem kveiktu í liðinu. Bjarki heyrði á tal Einars við annan mann fyrir leikinn þar sem Einar á að hafa talað HK niður. Sagt það vera lélegasta lið deildarinnar.

Bjarki vildi lítið ræða þetta mál er hann var spurður út í það og vildi heldur ekki staðfesta að hann hefði gripið þjálfara Aftureldingar glóðvolgan að tala sína menn niður.

„Ég þekki Einar af heilindum og trúi því ekki að hann hafi verið að tala okkur niður. Annars er þetta mál búið fyrir mér og ég farinn að horfa til framtíðar,“ segir Bjarki en staðfestir þó að einhverjir málsmetandi menn hafi gert lítið úr hans liði.

„Ég heyrði af öðrum einstaklingum í vikunni sem voru að tala okkur niður. Ég vil ekkert fara nánar út í hverjir það voru eða hvað þeir sögðu. Þetta mál er bara búið.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×