Fatnaður sem ekki er hægt að klæða sig í Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 31. október 2014 16:30 Verk Steinunnar á sýningunni nefnist The Space in Between. Innsetningarverk eftir Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuð verður á The Weather Diaries, aðalsýningu Norræna tískutvíæringsins, Nordic Fashion Biennale 2014. Sýningin samanstendur af verkum eftir ljósmyndarana Cooper og Gorfer ásamt innsetningum eftir einn fatahönnuð frá hverju landanna þriggja, Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Sýningin The Weather Diaries verður opnuð á morgun í Þjóðarljósmyndasafninu í Kaupmannahöfn, sem er í Svarta demantinum og hýsir líka Konunglega bókasafnið. Sýningin stendur til 21. apríl. Að sögn Steinunnar eru ljósmyndir þeirra Cooper og Gorfer ótrúleg listaverk, nánast eins og málverk, og raunar komnar langt út fyrir hina hefðbundnu tískuljósmyndun eins og við þekkjum hana.Ljósmynd sem Cooper og Gorfer tóku af verki Steinunnar og unnu í samstarfi við hana.Steinunn vann innsetningarverkið fyrir sýninguna The Weather Diaries, sem fyrst var sett upp í Nútímalistasafninu í Frankfurt í vor. Cooper og Gorfer völdu hönnuði og listamenn frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi til þátttöku og unnu ljósmyndir sínar með þeim. Þátttakendurnir frá Íslandi eru Guðmundur Hallgrímsson (Mundi Vondi), Hrafnhildur Arnardóttir (Shoplifter), Guðmundur Jörundsson (JÖR) og Jóhanna Methúsalemsdóttir (Kría Jewelry). Innsetningarverk Steinunnar er risastórt, 5x5 m, samansett úr örsmáum einingum, sem hanga á þráðum úr loftinu og mynda samfellda heild. „Verkið lítur út fyrir að vera fatnaður, en þó ekki til að klæða sig í,“ svarar Steinunn hlæjandi þegar hún er beðin um að lýsa verkinu. „Það þurfti að bora 600 göt í loftið til að hægt væri festa þræðina og stilla verkinu svona upp,“ segir hún til nánari skýringar. Steinunn er stödd í Kaupmannahöfn til að fylgja úr hlaði listaverki sínu sem hún kallar The Space in Between. The Weather Diaries er efalítið ein stærsta listræna sýningin sem sett hefur verið upp og hverfist um íslenska, færeyska og grænlenska fatahönnun. Norræna húsið er framleiðandi sýningarinnar. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Innsetningarverk eftir Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuð verður á The Weather Diaries, aðalsýningu Norræna tískutvíæringsins, Nordic Fashion Biennale 2014. Sýningin samanstendur af verkum eftir ljósmyndarana Cooper og Gorfer ásamt innsetningum eftir einn fatahönnuð frá hverju landanna þriggja, Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Sýningin The Weather Diaries verður opnuð á morgun í Þjóðarljósmyndasafninu í Kaupmannahöfn, sem er í Svarta demantinum og hýsir líka Konunglega bókasafnið. Sýningin stendur til 21. apríl. Að sögn Steinunnar eru ljósmyndir þeirra Cooper og Gorfer ótrúleg listaverk, nánast eins og málverk, og raunar komnar langt út fyrir hina hefðbundnu tískuljósmyndun eins og við þekkjum hana.Ljósmynd sem Cooper og Gorfer tóku af verki Steinunnar og unnu í samstarfi við hana.Steinunn vann innsetningarverkið fyrir sýninguna The Weather Diaries, sem fyrst var sett upp í Nútímalistasafninu í Frankfurt í vor. Cooper og Gorfer völdu hönnuði og listamenn frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi til þátttöku og unnu ljósmyndir sínar með þeim. Þátttakendurnir frá Íslandi eru Guðmundur Hallgrímsson (Mundi Vondi), Hrafnhildur Arnardóttir (Shoplifter), Guðmundur Jörundsson (JÖR) og Jóhanna Methúsalemsdóttir (Kría Jewelry). Innsetningarverk Steinunnar er risastórt, 5x5 m, samansett úr örsmáum einingum, sem hanga á þráðum úr loftinu og mynda samfellda heild. „Verkið lítur út fyrir að vera fatnaður, en þó ekki til að klæða sig í,“ svarar Steinunn hlæjandi þegar hún er beðin um að lýsa verkinu. „Það þurfti að bora 600 göt í loftið til að hægt væri festa þræðina og stilla verkinu svona upp,“ segir hún til nánari skýringar. Steinunn er stödd í Kaupmannahöfn til að fylgja úr hlaði listaverki sínu sem hún kallar The Space in Between. The Weather Diaries er efalítið ein stærsta listræna sýningin sem sett hefur verið upp og hverfist um íslenska, færeyska og grænlenska fatahönnun. Norræna húsið er framleiðandi sýningarinnar.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira