Innbyggð skekkja Ásdís Sigmundsdóttir skrifar 31. október 2014 16:00 Segulskekkja Bækur: Segulskekkja Soffía Bjarnadóttir Mál og menningSoffía Bjarnadóttir skrifar frumlegan og oft fallegan stíl í fyrstu skáldsögu sinni, Segulskekkju. Hún hefur sýnilega lagt mikið í textann sem er uppfullur af skemmtilegum og oft óvæntum myndum og samsetningum auk þess sem hún nýtir sér vísanir í bókmenntir og kvikmyndir óspart (sem mér finnst ekki ókostur). En það vantar því miður upp á þann drifkraft sem sterkur söguþráður getur veitt textanum og persónurnar eru um margt fjarlægar. Rammafrásögnin snýst um ferð aðalpersónunnar, Hildar, til Flateyjar til að vera við útför móður sinnar og dvöl hennar í húsi móðurinnar þar sem hún rifjar upp fortíðina. Sagan er ágætlega byggð þannig að lesandi fær að vita meira um fortíð persónanna, nýjar persónur eru kynntar til sögunnar og tengsl þeirra við aðalpersónurnar koma í ljós og þetta er það sem rekur söguna áfram. Framan af er gaman að lesa bók Soffíu vegna þess að stíllinn er upplifun í sjálfu sér en þegar á líður fer maður að sakna þess að framvindan grípi mann betur. Hildur rifjar upp atvik úr fortíð sinni, sérstaklega þau sem tengjast sambandi hennar, eða sambandsleysi, við móður sína, Siggý, sem var augljóslega manneskja sem átti við alvarleg andleg vandamál að stríða. En maður verður ekki var við að aðalpersónan breytist eða þróist að ráði. Hún er áttavillt í lífinu, m.a. vegna áhrifa móðurinnar, og maður hefur enga sérstaka trú á því að það hafi breyst í lok bókarinnar þótt hún sé orðin hrifinn af manni sem hún hittir. Og kannski er það einmitt punkturinn. Í persónu Hildar er innbyggð segulskekkja sem aldrei verður leiðrétt, eins og hún segir sjálf: „Siggý er allar mínar áttir. Hún fann upp átt skekkjunnar“ (35) og Hildur verður bara að lifa með því.Soffía Bjarnadóttir.Bókin lýsir því hvernig það er í raun ómögulegt að ná áttum í lífinu þegar nálin á áttavitanum stefnir alltaf á skjön við hánorður. Upphafstilvitnun bókarinnar í Women Who Run with the Wolves dregur athygli að því hvernig líf og dauði haldast í hendur, sköpun og eyðilegging: Móðirin sem upphaf og skapari lífsins er hin hliðin á dauða móðurinnar. Því mætti halda að bókin fjallaði um það hvernig dauði Siggýjar leiðir til nýs lífs fyrir dótturina en málið er ekki svo einfalt, því eins og Hildur segir um Siggý: „Mamma mín sem steig aldrei inn í móðurhlutverkið“ (37). Og rétt eins og syndir feðranna bitna á börnunum þá virðast syndir mæðranna endurtaka sig í næstu kynslóð. Mæðurnar taka ekki að sér hlutverk hinnar skapandi móður til fulls og því geta þær ekki heldur tekið að sér hlutverk hinnar deyjandi móður. Það sem deyr fær ekki að deyja og það sem lifir fær ekki að lifa. Niðurstaða: Í bók Soffíu eru áhugaverðar pælingar um lífið og hlutverk fólks í því og stíllinn er á köflum virkilega skemmtilegur en framvindunni er nokkuð ábótavant. Gagnrýni Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Bækur: Segulskekkja Soffía Bjarnadóttir Mál og menningSoffía Bjarnadóttir skrifar frumlegan og oft fallegan stíl í fyrstu skáldsögu sinni, Segulskekkju. Hún hefur sýnilega lagt mikið í textann sem er uppfullur af skemmtilegum og oft óvæntum myndum og samsetningum auk þess sem hún nýtir sér vísanir í bókmenntir og kvikmyndir óspart (sem mér finnst ekki ókostur). En það vantar því miður upp á þann drifkraft sem sterkur söguþráður getur veitt textanum og persónurnar eru um margt fjarlægar. Rammafrásögnin snýst um ferð aðalpersónunnar, Hildar, til Flateyjar til að vera við útför móður sinnar og dvöl hennar í húsi móðurinnar þar sem hún rifjar upp fortíðina. Sagan er ágætlega byggð þannig að lesandi fær að vita meira um fortíð persónanna, nýjar persónur eru kynntar til sögunnar og tengsl þeirra við aðalpersónurnar koma í ljós og þetta er það sem rekur söguna áfram. Framan af er gaman að lesa bók Soffíu vegna þess að stíllinn er upplifun í sjálfu sér en þegar á líður fer maður að sakna þess að framvindan grípi mann betur. Hildur rifjar upp atvik úr fortíð sinni, sérstaklega þau sem tengjast sambandi hennar, eða sambandsleysi, við móður sína, Siggý, sem var augljóslega manneskja sem átti við alvarleg andleg vandamál að stríða. En maður verður ekki var við að aðalpersónan breytist eða þróist að ráði. Hún er áttavillt í lífinu, m.a. vegna áhrifa móðurinnar, og maður hefur enga sérstaka trú á því að það hafi breyst í lok bókarinnar þótt hún sé orðin hrifinn af manni sem hún hittir. Og kannski er það einmitt punkturinn. Í persónu Hildar er innbyggð segulskekkja sem aldrei verður leiðrétt, eins og hún segir sjálf: „Siggý er allar mínar áttir. Hún fann upp átt skekkjunnar“ (35) og Hildur verður bara að lifa með því.Soffía Bjarnadóttir.Bókin lýsir því hvernig það er í raun ómögulegt að ná áttum í lífinu þegar nálin á áttavitanum stefnir alltaf á skjön við hánorður. Upphafstilvitnun bókarinnar í Women Who Run with the Wolves dregur athygli að því hvernig líf og dauði haldast í hendur, sköpun og eyðilegging: Móðirin sem upphaf og skapari lífsins er hin hliðin á dauða móðurinnar. Því mætti halda að bókin fjallaði um það hvernig dauði Siggýjar leiðir til nýs lífs fyrir dótturina en málið er ekki svo einfalt, því eins og Hildur segir um Siggý: „Mamma mín sem steig aldrei inn í móðurhlutverkið“ (37). Og rétt eins og syndir feðranna bitna á börnunum þá virðast syndir mæðranna endurtaka sig í næstu kynslóð. Mæðurnar taka ekki að sér hlutverk hinnar skapandi móður til fulls og því geta þær ekki heldur tekið að sér hlutverk hinnar deyjandi móður. Það sem deyr fær ekki að deyja og það sem lifir fær ekki að lifa. Niðurstaða: Í bók Soffíu eru áhugaverðar pælingar um lífið og hlutverk fólks í því og stíllinn er á köflum virkilega skemmtilegur en framvindunni er nokkuð ábótavant.
Gagnrýni Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira