Með reðurtákn úr taui um hálsinn Sif Sigmarsdóttir skrifar 31. október 2014 07:00 Þegar heimsmynd mín hrundi var ég að skera lauk. Rauðlauk. Út í salat. Sjónvarpsfréttirnar dóluðu í bakgrunninum. Pastað var alveg að verða til í pottinum. Öll mín fullorðinsár hef ég þjáðst af ótta. Alveg síðan ég lauk skólagöngu og steig mín fyrstu skref úti í hinum raunverulega heimi eins og vinnumarkaðurinn er stundum kallaður hef ég óttast fátt meira en að tilvist mín þar sé dæmd táknræn. Að einhver líti á störf mín og hugsi: Hún er bara þarna af því að hún er kerling. Það er verið að fylla upp í kvótann. Kynjakvótann. Umræðan um hina táknrænu konu skýtur reglulega upp kollinum. Nú síðast var það í tengslum við undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er RÚV krafðist þess að helmingur laga í undanúrslitum yrði að hafa konu í höfundarteymi. Horfið var frá reglunni þegar upphrópanirnar dundu yfir: Niðrandi fyrir konur, karlarnir fá bara systur sína eða frænku til að þykjast vera meðhöfundur, niðurlægjandi. Ég kinkaði kolli í takt við vandlætingarhljóðin. Sussum svei. Það er út af svona löguðu sem konur þurfa alltaf að óttast að aðrir telji árangur þeirra ekki verðskuldaðan. Að hann sé fenginn með einhverju kynjakvótabraski. En svo var ég að skera rauðlauk, út í salat, með fréttirnar dólandi í bakgrunni.Hinn viðtekni karlmaður Ástæðan fyrir því að heimsmynd mín hrundi var keramikvasi. Í fréttunum var fjallað um nýja listsýningu breska listamannsins Grayson Perry í National Portrait galleríinu í London. Eitt verkanna á sýningunni hafði valdið töluverðu fjaðrafoki í Bretlandi. Verkið kallaði Perry Hinn viðtekna karlmann, „The default man“. Um var að ræða vasa, skreyttan andlitinu á Chris Huhne, fyrrum ráðherra sem var dæmdur í fangelsi eftir að upp komst að hann hafði látið eiginkonu sína taka á sig punkta vegna umferðarlagabrota sem hann framdi. Auk ásjónu Huhne prýddu vasann myndir af einkabílnúmeri ráðherrans og listilega teiknaður reður. „Vasinn fangar það sem ég vil kalla hinn viðtekna karlmann,“ sagði Perry í fréttunum. „Hinn hvíta, miðaldra millistéttarkarlmann.“ Hann útskýrði verkið nánar í grein í nýjasta hefti tímaritsins New Statesman. „Þessi ættbálkur er minnihlutahópur í samfélaginu … Í Bretlandi telst hann um 10% þess, í heiminum aðeins um 1%. Þrátt fyrir það ræður hann og ríkir í efstu valdastéttum samfélaga og þröngvar gildum sínum og smekk upp á restina af íbúunum. Með litskrúðug reðurtákn úr taui um hálsinn einokar hópurinn ríkisstjórnir, stjórnir fyrirtækja og fjölmiðla.“81 ár í jafnrétti Fyrr í vikunni var birt árleg úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum, á jafnrétti karla og kvenna. Á hérlendum fréttastofum var listinn túlkaður sem góðar fréttir. Ísland var jú í fyrsta sæti. „High five“ fyrir okkur. Við nánari skoðun kemur hins vegar í ljós að framfarir á sviði jafnréttis kynjanna ganga hægt. Umræddur listi var fyrst tekinn saman árið 2006. Síðan þá hefur bilið milli kynjanna hvað efnahagsleg völd í heiminum varðar aðeins minnkað um 4 prósentustig. Bilið stendur nú í 60 prósentum. Að óbreyttu mun það taka 81 ár að eyða efnahagslegum kynjahalla. Heila mannsævi. Mér varð hugsað til Evróvisjón. Eitt vakti forvitni mína umfram annað við skandalinn er jafna átti kynjabilið í söngvakeppninni. Ófáir karlmenn í tónlistarbransanum, sem venjulega létust miklir femínistar og skrifuðu jafnvel lærða statusa á Facebook um jafnrétti kynjanna við mikinn læk-fögnuð, risu nú upp á afturfæturna og lýstu því, sárreiðir, hve niðrandi nýja fyrirkomulagið væri fyrir konur. Menn sem voru talsmenn kynjakvóta á öðrum vettvangi, svo sem í stjórnum fyrirtækja eða í stjórnmálum, fundu hugmyndinni skyndilega allt til foráttu, fannst hún ekki eiga við í sínu fagi. Ég hef ávallt haft blendnar tilfinningar í garð kynjakvóta. Ég hrekk í vörn við það eitt að heyra orðið. Finnst það hljóma eins og persónuleg árás, skilaboð um að ég sé ekki nógu hæf til að plumma mig sjálf og þurfi sérstakrar aðstoðar við, svona eins og að vera súkkulaði í brennó. En það var eitthvað við keramikvasann um hinn viðtekna karl sem olli pólskiptum í höfði mér. Veröldin er á sjálfstýringu og gírstöngina passa viðteknu karlmennirnir. Þeir setja leikreglurnar. Þeir eru normið, viðmiðið sem allir aðrir eru dæmdir út frá. Og þeir passa upp á stöðu sína hvort sem þeir eru jakkafataklæddir viðskiptajöfrar með reðurtákn úr taui um hálsinn eða skrúðklæddir tónlistarmenn með glimmer í hárinu. Við konur getum beðið í 81 ár eftir að röðin komi að okkur. Eða: Við getum lagt óttann um að teljast aðeins tákngervingar til hliðar, hrifsað gírstöngina úr höndum hinna viðteknu karla og sett jafnréttisbaráttuna í fimmta gír. Hvað er svona hræðilegt við það að jafnmargar konur eigi lög í Söngvakeppninni og karlar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Þegar heimsmynd mín hrundi var ég að skera lauk. Rauðlauk. Út í salat. Sjónvarpsfréttirnar dóluðu í bakgrunninum. Pastað var alveg að verða til í pottinum. Öll mín fullorðinsár hef ég þjáðst af ótta. Alveg síðan ég lauk skólagöngu og steig mín fyrstu skref úti í hinum raunverulega heimi eins og vinnumarkaðurinn er stundum kallaður hef ég óttast fátt meira en að tilvist mín þar sé dæmd táknræn. Að einhver líti á störf mín og hugsi: Hún er bara þarna af því að hún er kerling. Það er verið að fylla upp í kvótann. Kynjakvótann. Umræðan um hina táknrænu konu skýtur reglulega upp kollinum. Nú síðast var það í tengslum við undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er RÚV krafðist þess að helmingur laga í undanúrslitum yrði að hafa konu í höfundarteymi. Horfið var frá reglunni þegar upphrópanirnar dundu yfir: Niðrandi fyrir konur, karlarnir fá bara systur sína eða frænku til að þykjast vera meðhöfundur, niðurlægjandi. Ég kinkaði kolli í takt við vandlætingarhljóðin. Sussum svei. Það er út af svona löguðu sem konur þurfa alltaf að óttast að aðrir telji árangur þeirra ekki verðskuldaðan. Að hann sé fenginn með einhverju kynjakvótabraski. En svo var ég að skera rauðlauk, út í salat, með fréttirnar dólandi í bakgrunni.Hinn viðtekni karlmaður Ástæðan fyrir því að heimsmynd mín hrundi var keramikvasi. Í fréttunum var fjallað um nýja listsýningu breska listamannsins Grayson Perry í National Portrait galleríinu í London. Eitt verkanna á sýningunni hafði valdið töluverðu fjaðrafoki í Bretlandi. Verkið kallaði Perry Hinn viðtekna karlmann, „The default man“. Um var að ræða vasa, skreyttan andlitinu á Chris Huhne, fyrrum ráðherra sem var dæmdur í fangelsi eftir að upp komst að hann hafði látið eiginkonu sína taka á sig punkta vegna umferðarlagabrota sem hann framdi. Auk ásjónu Huhne prýddu vasann myndir af einkabílnúmeri ráðherrans og listilega teiknaður reður. „Vasinn fangar það sem ég vil kalla hinn viðtekna karlmann,“ sagði Perry í fréttunum. „Hinn hvíta, miðaldra millistéttarkarlmann.“ Hann útskýrði verkið nánar í grein í nýjasta hefti tímaritsins New Statesman. „Þessi ættbálkur er minnihlutahópur í samfélaginu … Í Bretlandi telst hann um 10% þess, í heiminum aðeins um 1%. Þrátt fyrir það ræður hann og ríkir í efstu valdastéttum samfélaga og þröngvar gildum sínum og smekk upp á restina af íbúunum. Með litskrúðug reðurtákn úr taui um hálsinn einokar hópurinn ríkisstjórnir, stjórnir fyrirtækja og fjölmiðla.“81 ár í jafnrétti Fyrr í vikunni var birt árleg úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum, á jafnrétti karla og kvenna. Á hérlendum fréttastofum var listinn túlkaður sem góðar fréttir. Ísland var jú í fyrsta sæti. „High five“ fyrir okkur. Við nánari skoðun kemur hins vegar í ljós að framfarir á sviði jafnréttis kynjanna ganga hægt. Umræddur listi var fyrst tekinn saman árið 2006. Síðan þá hefur bilið milli kynjanna hvað efnahagsleg völd í heiminum varðar aðeins minnkað um 4 prósentustig. Bilið stendur nú í 60 prósentum. Að óbreyttu mun það taka 81 ár að eyða efnahagslegum kynjahalla. Heila mannsævi. Mér varð hugsað til Evróvisjón. Eitt vakti forvitni mína umfram annað við skandalinn er jafna átti kynjabilið í söngvakeppninni. Ófáir karlmenn í tónlistarbransanum, sem venjulega létust miklir femínistar og skrifuðu jafnvel lærða statusa á Facebook um jafnrétti kynjanna við mikinn læk-fögnuð, risu nú upp á afturfæturna og lýstu því, sárreiðir, hve niðrandi nýja fyrirkomulagið væri fyrir konur. Menn sem voru talsmenn kynjakvóta á öðrum vettvangi, svo sem í stjórnum fyrirtækja eða í stjórnmálum, fundu hugmyndinni skyndilega allt til foráttu, fannst hún ekki eiga við í sínu fagi. Ég hef ávallt haft blendnar tilfinningar í garð kynjakvóta. Ég hrekk í vörn við það eitt að heyra orðið. Finnst það hljóma eins og persónuleg árás, skilaboð um að ég sé ekki nógu hæf til að plumma mig sjálf og þurfi sérstakrar aðstoðar við, svona eins og að vera súkkulaði í brennó. En það var eitthvað við keramikvasann um hinn viðtekna karl sem olli pólskiptum í höfði mér. Veröldin er á sjálfstýringu og gírstöngina passa viðteknu karlmennirnir. Þeir setja leikreglurnar. Þeir eru normið, viðmiðið sem allir aðrir eru dæmdir út frá. Og þeir passa upp á stöðu sína hvort sem þeir eru jakkafataklæddir viðskiptajöfrar með reðurtákn úr taui um hálsinn eða skrúðklæddir tónlistarmenn með glimmer í hárinu. Við konur getum beðið í 81 ár eftir að röðin komi að okkur. Eða: Við getum lagt óttann um að teljast aðeins tákngervingar til hliðar, hrifsað gírstöngina úr höndum hinna viðteknu karla og sett jafnréttisbaráttuna í fimmta gír. Hvað er svona hræðilegt við það að jafnmargar konur eigi lög í Söngvakeppninni og karlar?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun