Heimatilbúin hárnæring úr eldhúsinu Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 09:00 visir/getty Hárnæring sem hljómar kannski furðulega en er algjörlega þess virði. Hárið verður silkimjúkt og fallegt eftir þessa næringu og ekki er verra að vita að það eru engin óæskileg aukaefni í henni sem geta skemmt hárið eða haft önnur slæm áhrif. 1/2 bolli hrein jógúrt 1/2 bolli majónes 1 egg Skiljið eggjahvítuna frá rauðunni og blandið saman við hin hráefnin. Smyrjið næringunni í allt hárið, sérstaklega endana. Skellið á ykkur sturtuhettu og bíðið með næringuna á í 30 mínútur. Gott er að hafa handklæði á öxlunum þar sem næringin getur lekið niður á háls. Skolið næringuna úr með volgu vatni, alls ekki heitu. Þvoið svo með mildri hársápu og hárið er tilbúið, silkimjúkt og fallegt. Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið
Hárnæring sem hljómar kannski furðulega en er algjörlega þess virði. Hárið verður silkimjúkt og fallegt eftir þessa næringu og ekki er verra að vita að það eru engin óæskileg aukaefni í henni sem geta skemmt hárið eða haft önnur slæm áhrif. 1/2 bolli hrein jógúrt 1/2 bolli majónes 1 egg Skiljið eggjahvítuna frá rauðunni og blandið saman við hin hráefnin. Smyrjið næringunni í allt hárið, sérstaklega endana. Skellið á ykkur sturtuhettu og bíðið með næringuna á í 30 mínútur. Gott er að hafa handklæði á öxlunum þar sem næringin getur lekið niður á háls. Skolið næringuna úr með volgu vatni, alls ekki heitu. Þvoið svo með mildri hársápu og hárið er tilbúið, silkimjúkt og fallegt.
Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið