Öreigi dæmdur úr leik Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 1. nóvember 2014 07:00 Ég myndi kannski ekki segja að ég væri orðinn fatlaður en alla vega svo laskaður er ég eftir að hafa orðið fyrir barðinu á ísmeygilegri byltingu jafnaðarmanna að ef fram heldur sem horfir verð ég ekki fær um að sinna mér sjálfur. Og það sem verst er, er að byltingunni er alls ekki beint gegn öreigum eins og mér heldur varð ég bara óvart fyrir, rétt eins og svampur sem var að kíkja á þorsk þegar hann varð allt í einu að meðafla. Fyrstu vísbendingu um þessi örlög fékk ég í bankanum einn daginn. Það er ágætur vettvangur fyrir slæmar fréttir. Þann dag tók á móti mér skjár sem spurði hvern ég vildi hitta. Ég ýtti á lítinn flöt sem á stóð „þjónustufulltrúi“ en ekkert gerðist. Það var ekki fyrr en gömul kona með þurra fingurgóma gerði hið sama að miði sagði mér að ég væri fimmti í röðinni. Svoflutti ég í íbúð þar sem eldavélin var ekki með tökkum heldur þessari óþolandi snertiflatatækni. Ég ætlaði að hita upp mat í hádeginu en varð að ýta fimm sinnum á snertiflöt nokkurn til þess að fá helluna til að hitna. Það var svo um kvöldmatarleytið að það tókst. Steininn tók svo úr þegar farsími minn með elskulegu tökkunum varð ónýtur og símafyrirtækið lét mig hafa nýjan og takkalausan síma. Fljótlega var hringt í mig og skjárinn sagði mér að strjúka um sig miðjan svo ég gæti ansað. Ég gerði það og síminn hélt áfram að hringja. Þykk svitarönd var komin yfir skjáinn á titrandi og syngjandi símanum. Vinnuveitandinn sendi mér svo skilaboð og reyndi ég að svara, en það gekk ekki. Ég setti símann þá í vasann og arkaði af stað enda orðinn of seinn á námskeið nokkurt. Á leiðinni pípir síminn á fullu. Þegar ég tek hann svo upp kemst ég að því að ég hafði svarað vinnuveitandanum á tungumáli sem langaði að verða til og þar að auki fundið skýrslu um veðurfar á Álandseyjum á netinu. Hvers eigum við að gjalda sem sveittir erum um lófana? Það eina sem við getum gert er að kætast yfir því að ráðabrugg jafnaðarmanna gengur samkvæmt áætlun því þeir sem loðnir eru um lófana fá engu framgengt við þessar aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ég myndi kannski ekki segja að ég væri orðinn fatlaður en alla vega svo laskaður er ég eftir að hafa orðið fyrir barðinu á ísmeygilegri byltingu jafnaðarmanna að ef fram heldur sem horfir verð ég ekki fær um að sinna mér sjálfur. Og það sem verst er, er að byltingunni er alls ekki beint gegn öreigum eins og mér heldur varð ég bara óvart fyrir, rétt eins og svampur sem var að kíkja á þorsk þegar hann varð allt í einu að meðafla. Fyrstu vísbendingu um þessi örlög fékk ég í bankanum einn daginn. Það er ágætur vettvangur fyrir slæmar fréttir. Þann dag tók á móti mér skjár sem spurði hvern ég vildi hitta. Ég ýtti á lítinn flöt sem á stóð „þjónustufulltrúi“ en ekkert gerðist. Það var ekki fyrr en gömul kona með þurra fingurgóma gerði hið sama að miði sagði mér að ég væri fimmti í röðinni. Svoflutti ég í íbúð þar sem eldavélin var ekki með tökkum heldur þessari óþolandi snertiflatatækni. Ég ætlaði að hita upp mat í hádeginu en varð að ýta fimm sinnum á snertiflöt nokkurn til þess að fá helluna til að hitna. Það var svo um kvöldmatarleytið að það tókst. Steininn tók svo úr þegar farsími minn með elskulegu tökkunum varð ónýtur og símafyrirtækið lét mig hafa nýjan og takkalausan síma. Fljótlega var hringt í mig og skjárinn sagði mér að strjúka um sig miðjan svo ég gæti ansað. Ég gerði það og síminn hélt áfram að hringja. Þykk svitarönd var komin yfir skjáinn á titrandi og syngjandi símanum. Vinnuveitandinn sendi mér svo skilaboð og reyndi ég að svara, en það gekk ekki. Ég setti símann þá í vasann og arkaði af stað enda orðinn of seinn á námskeið nokkurt. Á leiðinni pípir síminn á fullu. Þegar ég tek hann svo upp kemst ég að því að ég hafði svarað vinnuveitandanum á tungumáli sem langaði að verða til og þar að auki fundið skýrslu um veðurfar á Álandseyjum á netinu. Hvers eigum við að gjalda sem sveittir erum um lófana? Það eina sem við getum gert er að kætast yfir því að ráðabrugg jafnaðarmanna gengur samkvæmt áætlun því þeir sem loðnir eru um lófana fá engu framgengt við þessar aðstæður.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun