Kristinn: Skoða þá möguleika sem koma upp Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. nóvember 2014 07:00 Kristinn skoraði átta mörk á tímabilinu í Svíþjóð. mynd/hbk.sek Kristinn Steindórsson, leikmaður Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni, gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir liðið þegar það tapaði 5-1 í lokaumferðinni gegn IFK Gautaborg á útivelli um helgina. Kristinn spilaði fantavel með Halmstad í sumar sem bætti árangur sinn mikið frá síðasta tímabili, en hjá Halmstad eru menn þokkalega sáttir við uppskeruna í ár. „Við áttum í miklum vandræðum í fyrra og fórum í umspilið. Markmiðið í ár var að halda sér uppi og fá fleiri stig sem tókst,“ segir Kristinn í samtali við Fréttablaðið, en sjálfur skoraði hann átta mörk og lagði upp tvö til viðbótar í sænsku úrvalsdeildinni í ár. „Í heildina er ég ánægður með mína frammistöðu þó maður vilji alltaf gera betur; skora meira og leggja upp fleiri mörk. En eftir þetta leiðindatímabil í fyrra var þetta mun skemmtilegra þannig að ég er sáttur,“ segir Kristinn. Óvíst er hvort Blikinn öflugi verður áfram hjá Halmstad, en hann er nú samningslaus. „Í rauninni veit ég ekki hvað gerist. Það er samt 100 prósent að ég held að ég komi ekki heim. Ekki núna. Ég kem bara til með að skoða þá möguleika sem verða í boði,“ segir Kristinn. Hann hefur ekki rætt við Halmstad ennþá, en mun spjalla við forráðamenn liðsins um framtíð sína í vikunni. Annars hefur hann heyrt af áhuga annarra liða. „Halmstad-menn vildu bíða með viðræður þar til eftir síðasta leik. Það er klárlega áhugi frá öðrum liðum en ekkert sem er komið langt á leið. Ég er til í að skoða allt í rauninni,“ segir Kristinn sem hefur mikinn áhuga á að komast til betra liðs. „Ég hef fulla trú á því að ég geti spilað með betri liðum og maður spilar eflaust bara betur hjá betra liði með betri menn í kringum sig. Ég vil bara helst fá hlutina á hreint sem fyrst,“ segir hann. Næst á dagskránni er smá frí áður en haldið verður heim til Íslands í desember, segir Kristinn. „Maður fer í smá ferðalag og sér svo hvað gerist. Kannski þarf maður að fara aftur til Halmstad og pakka ef eitthvað gerist.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira
Kristinn Steindórsson, leikmaður Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni, gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir liðið þegar það tapaði 5-1 í lokaumferðinni gegn IFK Gautaborg á útivelli um helgina. Kristinn spilaði fantavel með Halmstad í sumar sem bætti árangur sinn mikið frá síðasta tímabili, en hjá Halmstad eru menn þokkalega sáttir við uppskeruna í ár. „Við áttum í miklum vandræðum í fyrra og fórum í umspilið. Markmiðið í ár var að halda sér uppi og fá fleiri stig sem tókst,“ segir Kristinn í samtali við Fréttablaðið, en sjálfur skoraði hann átta mörk og lagði upp tvö til viðbótar í sænsku úrvalsdeildinni í ár. „Í heildina er ég ánægður með mína frammistöðu þó maður vilji alltaf gera betur; skora meira og leggja upp fleiri mörk. En eftir þetta leiðindatímabil í fyrra var þetta mun skemmtilegra þannig að ég er sáttur,“ segir Kristinn. Óvíst er hvort Blikinn öflugi verður áfram hjá Halmstad, en hann er nú samningslaus. „Í rauninni veit ég ekki hvað gerist. Það er samt 100 prósent að ég held að ég komi ekki heim. Ekki núna. Ég kem bara til með að skoða þá möguleika sem verða í boði,“ segir Kristinn. Hann hefur ekki rætt við Halmstad ennþá, en mun spjalla við forráðamenn liðsins um framtíð sína í vikunni. Annars hefur hann heyrt af áhuga annarra liða. „Halmstad-menn vildu bíða með viðræður þar til eftir síðasta leik. Það er klárlega áhugi frá öðrum liðum en ekkert sem er komið langt á leið. Ég er til í að skoða allt í rauninni,“ segir Kristinn sem hefur mikinn áhuga á að komast til betra liðs. „Ég hef fulla trú á því að ég geti spilað með betri liðum og maður spilar eflaust bara betur hjá betra liði með betri menn í kringum sig. Ég vil bara helst fá hlutina á hreint sem fyrst,“ segir hann. Næst á dagskránni er smá frí áður en haldið verður heim til Íslands í desember, segir Kristinn. „Maður fer í smá ferðalag og sér svo hvað gerist. Kannski þarf maður að fara aftur til Halmstad og pakka ef eitthvað gerist.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira