Ætla að opna bjórspa og brugga 36% meira Haraldur Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2014 07:00 Bruggsmiðjan hefur framleitt Kalda frá árinu 2006. „Við stefnum að því að auka framleiðsluna um 36 prósent á næstu tveimur árum og opna hér bjórspa og lítinn veitingastað,“ segir Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og einn eigenda Bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi í Eyjafirði. Agnes segir framkvæmdir vegna framleiðsluaukningarinnar þegar hafnar. Þeim eigi að ljúka árið 2016. „Við erum að stækka örlítið núna og erum að byggja 50 fermetra hús og láta smíða fyrir okkur þrjá nýja fjögur þúsund lítra tanka. Við sjáum svo fyrir okkur að geta bætt aðstöðuna fyrir átöppun og róbóta og farið í örlitla stækkun í tönkum á næsta ári. Við ætlum svo að klára þessu stækkun árið 2016 og þá vil ég fara í bjórspa-ið,“ segir Agnes.Agnes Anna SigurðardóttirBruggsmiðjan framleiðir nú um 550 þúsund lítra af bjórnum Kalda á ári. Framleiðslugetan eykst um 200 þúsund lítra með stækkuninni. „Við teljum að það sé markaður fyrir það. Síðasta sumar var allt að þriggja vikna biðlisti eftir því að fá Kalda á veitingastaði.“ Bjórspö eru að sögn Agnesar vel þekkt í Tékklandi. Hugmynd eigenda Bruggsmiðjunnar gengur út á að sjór og Kaldi séu hitaðir í þar til gerðu kari. „Bjórinn er svo gríðarlega hollur fyrir húðina, og brugghúsið er við sjóinn, þannig að við munum nota hreinsaðan sjó og Kalda til að búa til spa-paradís.“ Agnes tekur fram að fyrirtækið hafi alltaf verið byggt upp í smáum skrefum og að skynsemin verði áfram höfð að leiðarljósi. Bruggsmiðjan var stofnuð í desember 2005 og hagnaður af rekstri hennar nam tæpum 40 milljónum króna á síðasta ári. „Við fáum hingað gríðarlega mikið af gestum en það vantar meiri afþreyingu á staðinn og því ætlum við að fara í þessar framkvæmdir.“ Íslenskur bjór Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
„Við stefnum að því að auka framleiðsluna um 36 prósent á næstu tveimur árum og opna hér bjórspa og lítinn veitingastað,“ segir Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og einn eigenda Bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi í Eyjafirði. Agnes segir framkvæmdir vegna framleiðsluaukningarinnar þegar hafnar. Þeim eigi að ljúka árið 2016. „Við erum að stækka örlítið núna og erum að byggja 50 fermetra hús og láta smíða fyrir okkur þrjá nýja fjögur þúsund lítra tanka. Við sjáum svo fyrir okkur að geta bætt aðstöðuna fyrir átöppun og róbóta og farið í örlitla stækkun í tönkum á næsta ári. Við ætlum svo að klára þessu stækkun árið 2016 og þá vil ég fara í bjórspa-ið,“ segir Agnes.Agnes Anna SigurðardóttirBruggsmiðjan framleiðir nú um 550 þúsund lítra af bjórnum Kalda á ári. Framleiðslugetan eykst um 200 þúsund lítra með stækkuninni. „Við teljum að það sé markaður fyrir það. Síðasta sumar var allt að þriggja vikna biðlisti eftir því að fá Kalda á veitingastaði.“ Bjórspö eru að sögn Agnesar vel þekkt í Tékklandi. Hugmynd eigenda Bruggsmiðjunnar gengur út á að sjór og Kaldi séu hitaðir í þar til gerðu kari. „Bjórinn er svo gríðarlega hollur fyrir húðina, og brugghúsið er við sjóinn, þannig að við munum nota hreinsaðan sjó og Kalda til að búa til spa-paradís.“ Agnes tekur fram að fyrirtækið hafi alltaf verið byggt upp í smáum skrefum og að skynsemin verði áfram höfð að leiðarljósi. Bruggsmiðjan var stofnuð í desember 2005 og hagnaður af rekstri hennar nam tæpum 40 milljónum króna á síðasta ári. „Við fáum hingað gríðarlega mikið af gestum en það vantar meiri afþreyingu á staðinn og því ætlum við að fara í þessar framkvæmdir.“
Íslenskur bjór Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira