Trúnaður og gagnsæi Stjórnarmaðurinn skrifar 5. nóvember 2014 09:00 Þær fréttir bárust nú fyrir helgi að Qlik hefði keypt Datamarket fyrir ríflega 1,4 milljarða króna. Það er gaman að sjá hversu mikil verðmæti hugmyndaríkt og drífandi fólk getur skapað. Datamarket var stofnað í lítilli skrifstofu í Skipholtinu árið 2008 og gerir það árangurinn sérstaklega eftirtektarverðan. Í kjölfarið þakkaði Hjálmar Gíslason, forstjóri Datamarket, ráðgjöfum og samstarfsaðilum sérstaklega fyrir þagmælskuna. Hátt í 100 manns vissu af þessum yfirvofandi viðskiptum svo mánuðum skipti, en héldu upplýsingunum fyrir sig þangað til samningar voru undirritaðir á föstudaginn. Ekki er óalgengt að viðskipti sem þessi eigi sér langan aðdraganda. Trúnaður innherja meðan á ferlinu stendur er gríðarlega mikilvægur, enda getur orðrómur um viðskiptin skapað óvissu hjá starfsfólki og viðskiptavinum. Auk þess er Qlik skráð félag á NASDAQ. Á skilvirkum markaði sitja allir við sama borð og hafa jafnan aðgang að upplýsingum. Óraunhæft er að gera markaðnum grein fyrir svo stórum og flóknum viðskiptum í rauntíma og því mikilvægt að um þau gildi fullkominn trúnaður þangað til þau ganga í gegn. Þannig var komið í veg fyrir óeðlilega verðmyndun á bréfum Qlik. Almennt séð ættu stjórnendur skráðra félaga þó að temja sér gagnsæi við markaðinn, eftir því sem frekast er kostur. Það hefðu stjórnendur Marels mátt hafa í huga er þeir birtu ársfjórðungsuppgjör sitt á dögunum. Bréf í Marel hækkuðu um rúmlega 14% þann daginn í viðskiptum sem námu meira en fjórföldum dagsviðskiptum. Tveimur dögum síðar var hækkunin orðin tæp 20%. Enda uppgjörið óvenju gott. Stjórnarmanninum þykir óeðlilegt að upplýsingaflæði frá einu stærsta fyrirtæki markaðarins sé svo ábótavant að verðmæti bréfa í fyrirtækinu geti sveiflast jafnákaflega og raun ber vitni. Marel hafði ekki sent út tilkynningu til fjárfesta síðan 23. júlí, en þá birti félagið einmitt afkomutölur fyrir annan ársfjórðung. Starfshættir á mörkuðum ytra eru með öðru móti. Stjórnendur skráðra fyrirtækja halda símafundi með sérfræðingum greiningardeilda og öðrum sem áhuga hafa, þar sem farið er yfir það helsta sem snýr að tekju- og afkomuhlið fyrirtækjanna. Slík upplýsingagjöf dregur úr óvæntum verðsveiflum sem geta rýrt traust, fækkað þátttakendum og dregið úr viðskiptum. Við megum ekki við því að umgjörð íslensks hlutabréfamarkaðar sé ófullnægjandi. Nú þegar greiningardeildir eru skugginn af sjálfum sér myndi aukin upplýsingagjöf fyrirtækja vera stórt skref í átt að skilvirkari markaði.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Að glata yfirburðastöðu Áhugavert hefur verið að fylgjast með raunum matvælarisans Tesco í Bretlandi sem uppvís varð að því að fegra reikninga sína. Bréf í Tesco hafa fallið í verði um helming síðastliðið ár og lykilstjórnendur tínst á brott. 29. október 2014 09:00 Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Þær fréttir bárust nú fyrir helgi að Qlik hefði keypt Datamarket fyrir ríflega 1,4 milljarða króna. Það er gaman að sjá hversu mikil verðmæti hugmyndaríkt og drífandi fólk getur skapað. Datamarket var stofnað í lítilli skrifstofu í Skipholtinu árið 2008 og gerir það árangurinn sérstaklega eftirtektarverðan. Í kjölfarið þakkaði Hjálmar Gíslason, forstjóri Datamarket, ráðgjöfum og samstarfsaðilum sérstaklega fyrir þagmælskuna. Hátt í 100 manns vissu af þessum yfirvofandi viðskiptum svo mánuðum skipti, en héldu upplýsingunum fyrir sig þangað til samningar voru undirritaðir á föstudaginn. Ekki er óalgengt að viðskipti sem þessi eigi sér langan aðdraganda. Trúnaður innherja meðan á ferlinu stendur er gríðarlega mikilvægur, enda getur orðrómur um viðskiptin skapað óvissu hjá starfsfólki og viðskiptavinum. Auk þess er Qlik skráð félag á NASDAQ. Á skilvirkum markaði sitja allir við sama borð og hafa jafnan aðgang að upplýsingum. Óraunhæft er að gera markaðnum grein fyrir svo stórum og flóknum viðskiptum í rauntíma og því mikilvægt að um þau gildi fullkominn trúnaður þangað til þau ganga í gegn. Þannig var komið í veg fyrir óeðlilega verðmyndun á bréfum Qlik. Almennt séð ættu stjórnendur skráðra félaga þó að temja sér gagnsæi við markaðinn, eftir því sem frekast er kostur. Það hefðu stjórnendur Marels mátt hafa í huga er þeir birtu ársfjórðungsuppgjör sitt á dögunum. Bréf í Marel hækkuðu um rúmlega 14% þann daginn í viðskiptum sem námu meira en fjórföldum dagsviðskiptum. Tveimur dögum síðar var hækkunin orðin tæp 20%. Enda uppgjörið óvenju gott. Stjórnarmanninum þykir óeðlilegt að upplýsingaflæði frá einu stærsta fyrirtæki markaðarins sé svo ábótavant að verðmæti bréfa í fyrirtækinu geti sveiflast jafnákaflega og raun ber vitni. Marel hafði ekki sent út tilkynningu til fjárfesta síðan 23. júlí, en þá birti félagið einmitt afkomutölur fyrir annan ársfjórðung. Starfshættir á mörkuðum ytra eru með öðru móti. Stjórnendur skráðra fyrirtækja halda símafundi með sérfræðingum greiningardeilda og öðrum sem áhuga hafa, þar sem farið er yfir það helsta sem snýr að tekju- og afkomuhlið fyrirtækjanna. Slík upplýsingagjöf dregur úr óvæntum verðsveiflum sem geta rýrt traust, fækkað þátttakendum og dregið úr viðskiptum. Við megum ekki við því að umgjörð íslensks hlutabréfamarkaðar sé ófullnægjandi. Nú þegar greiningardeildir eru skugginn af sjálfum sér myndi aukin upplýsingagjöf fyrirtækja vera stórt skref í átt að skilvirkari markaði.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Að glata yfirburðastöðu Áhugavert hefur verið að fylgjast með raunum matvælarisans Tesco í Bretlandi sem uppvís varð að því að fegra reikninga sína. Bréf í Tesco hafa fallið í verði um helming síðastliðið ár og lykilstjórnendur tínst á brott. 29. október 2014 09:00 Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Að glata yfirburðastöðu Áhugavert hefur verið að fylgjast með raunum matvælarisans Tesco í Bretlandi sem uppvís varð að því að fegra reikninga sína. Bréf í Tesco hafa fallið í verði um helming síðastliðið ár og lykilstjórnendur tínst á brott. 29. október 2014 09:00
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur