Miðstéttarplebbi með verðtryggð lán Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 5. nóvember 2014 07:00 Aldrei fór ég niður á Austurvöll og barði í pott eftir hrunið. Kveikti ekki í jólatré og braut enga rúðu. Ég var áhorfandi, fylgdist með búsáhaldabyltingunni úr fjarlægð og geymdi pottana inni í skáp. Ekki það að ég hafi verið svo yfir mig ánægð með stjórnina sem ríkti þá og taumlausa græðgina sem keyrði okkur öll á kaf, alls ekki. Ég fann fyrir skellinum. En ég fann mig ekki í látunum, gat ekki sleppt fram af mér beislinu og öskrað mig hása með hinum. Horfði á fréttirnar af bálköstum og barsmíðum með fiðring í maganum, það var eitthvað merkilegt að gerast, en ég gerði ekkert. Ég er meðaljón, miðstéttarplebbi með verðtryggð lán. Ég fjasaði þó heil ósköp yfir ástandinu, maður minn hvað ég gat fjasað. Var mikið niðri fyrir, heitt í hamsi og tuðaði upp á hvern dag yfir kaffibollum og í heitum pottum. Þetta náði ekki nokkurri átt, svo ósanngjarnt, hvers átti fólk að gjalda? Sérstaklega meðaljónar eins og ég! Svo dvínaði reiðin, það verður að viðurkennast, enda er reiði óskaplega lýjandi ástand. Hversdagslegt amstur tók yfir og það fennti yfir hasarinn, enda liðu ár. Ég hætti að tuða. Missti móðinn og mallaði þetta áfram í öðrum gír. Lífið komst í ákveðið jafnvægi eða kannski stakk ég bara höfðinu í sandinn. Svo fór að aftur tók að draga til tíðinda, þessir endemis ráðamenn. Ég fann fyrir ólgunni, því verður ekki neitað. Samskiptamiðlarnir hafa logað frá því fyrir kosningar og allt í einu virtist ætla að sjóða upp úr. Ég þreif upp skápana og fálmaði eftir skaftpottinum, stálpotti sem glymur í… Ég fór ekkert niður á Austurvöll. Barði ekki í pott né öskraði mig hása með hinum. Ekki það að ég sé yfir mig ánægð með ríkjandi stjórn, aldeilis ekki. En ég er meðaljón, finn mig ekki í látunum, miðstéttarplebbinn með verðtryggðu lánin og innsenda umsókn um leiðréttingu. Höfðinu stakk ég í sandinn og pottinum inn í skáp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Aldrei fór ég niður á Austurvöll og barði í pott eftir hrunið. Kveikti ekki í jólatré og braut enga rúðu. Ég var áhorfandi, fylgdist með búsáhaldabyltingunni úr fjarlægð og geymdi pottana inni í skáp. Ekki það að ég hafi verið svo yfir mig ánægð með stjórnina sem ríkti þá og taumlausa græðgina sem keyrði okkur öll á kaf, alls ekki. Ég fann fyrir skellinum. En ég fann mig ekki í látunum, gat ekki sleppt fram af mér beislinu og öskrað mig hása með hinum. Horfði á fréttirnar af bálköstum og barsmíðum með fiðring í maganum, það var eitthvað merkilegt að gerast, en ég gerði ekkert. Ég er meðaljón, miðstéttarplebbi með verðtryggð lán. Ég fjasaði þó heil ósköp yfir ástandinu, maður minn hvað ég gat fjasað. Var mikið niðri fyrir, heitt í hamsi og tuðaði upp á hvern dag yfir kaffibollum og í heitum pottum. Þetta náði ekki nokkurri átt, svo ósanngjarnt, hvers átti fólk að gjalda? Sérstaklega meðaljónar eins og ég! Svo dvínaði reiðin, það verður að viðurkennast, enda er reiði óskaplega lýjandi ástand. Hversdagslegt amstur tók yfir og það fennti yfir hasarinn, enda liðu ár. Ég hætti að tuða. Missti móðinn og mallaði þetta áfram í öðrum gír. Lífið komst í ákveðið jafnvægi eða kannski stakk ég bara höfðinu í sandinn. Svo fór að aftur tók að draga til tíðinda, þessir endemis ráðamenn. Ég fann fyrir ólgunni, því verður ekki neitað. Samskiptamiðlarnir hafa logað frá því fyrir kosningar og allt í einu virtist ætla að sjóða upp úr. Ég þreif upp skápana og fálmaði eftir skaftpottinum, stálpotti sem glymur í… Ég fór ekkert niður á Austurvöll. Barði ekki í pott né öskraði mig hása með hinum. Ekki það að ég sé yfir mig ánægð með ríkjandi stjórn, aldeilis ekki. En ég er meðaljón, finn mig ekki í látunum, miðstéttarplebbinn með verðtryggðu lánin og innsenda umsókn um leiðréttingu. Höfðinu stakk ég í sandinn og pottinum inn í skáp.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun