Merci beaucoup La Femme! Freyr Bjarnason skrifar 8. nóvember 2014 18:00 Sviðsframkoma frönsku hljómsveitarinnar var sérlega skemmtileg. Fréttablaðið/Ernir La Femme Iceland Airwaves Harpa Silfurberg Franska hljómsveitin La Femme var fljót að hrífa áhorfendur með sér þegar hún mætti á svið í Silfurbergi. Tónlistin var stórskemmtileg en þar fyrir utan var sviðsframkoman afar hressileg. Einn meðlimanna sex mætti í bleikum samfestingi með gæru yfir sér en annar var með tvær mismunandi grímur yfir andlitinu alla tónleikana. Sannkallaður ærslabelgur þar á ferð. Sá þriðji lét sér aftur á móti gömlu, góðu lopapeysuna nægja. La Femme hafði stillt upp þremur hljómborðum fremst á sviðinu og tónlistin var eins konar hljóðgervlapopp, eða bara ekta franskt stuðpopp. Sum lögin byrjuðu rólega en voru svo keyrð upp í ofurstuð í lokin. Oft voru þau ansi löng en það kom aldrei að sök því gæðin voru slík að manni leiddist aldrei. Ekki var hægt annað en að hrífast með tónlistinni og til marks um það hefur undirritaður sjaldan séð jafnmarga karlmenn dilla sér á einum og sömu Airwaves-tónleikunum. Sömuleiðis hikuðu sumir ekki við að láta salinn halda sér á floti, „crowdsörfa“. La Femme var stofnuð árið 2010 af þeim Marlon Magnée og Sacha Got. Sveitin hefur gefið út eina stóra plötu, Psycho Tropical Berlin, og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Eftir tónleikana kvaddi hljómsveitin áhorfendur með orðunum Merci Reykjavík! Frekar væri nær að segja Merci beaucoup La Femme!Niðurstaða:Stórskemmtilegt franskt stuðpopp. Airwaves Gagnrýni Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
La Femme Iceland Airwaves Harpa Silfurberg Franska hljómsveitin La Femme var fljót að hrífa áhorfendur með sér þegar hún mætti á svið í Silfurbergi. Tónlistin var stórskemmtileg en þar fyrir utan var sviðsframkoman afar hressileg. Einn meðlimanna sex mætti í bleikum samfestingi með gæru yfir sér en annar var með tvær mismunandi grímur yfir andlitinu alla tónleikana. Sannkallaður ærslabelgur þar á ferð. Sá þriðji lét sér aftur á móti gömlu, góðu lopapeysuna nægja. La Femme hafði stillt upp þremur hljómborðum fremst á sviðinu og tónlistin var eins konar hljóðgervlapopp, eða bara ekta franskt stuðpopp. Sum lögin byrjuðu rólega en voru svo keyrð upp í ofurstuð í lokin. Oft voru þau ansi löng en það kom aldrei að sök því gæðin voru slík að manni leiddist aldrei. Ekki var hægt annað en að hrífast með tónlistinni og til marks um það hefur undirritaður sjaldan séð jafnmarga karlmenn dilla sér á einum og sömu Airwaves-tónleikunum. Sömuleiðis hikuðu sumir ekki við að láta salinn halda sér á floti, „crowdsörfa“. La Femme var stofnuð árið 2010 af þeim Marlon Magnée og Sacha Got. Sveitin hefur gefið út eina stóra plötu, Psycho Tropical Berlin, og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Eftir tónleikana kvaddi hljómsveitin áhorfendur með orðunum Merci Reykjavík! Frekar væri nær að segja Merci beaucoup La Femme!Niðurstaða:Stórskemmtilegt franskt stuðpopp.
Airwaves Gagnrýni Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira