Mætti hljóma betur Jónas Sen skrifar 14. nóvember 2014 12:00 Ísland - Þórarinn Stefánsson Tónlist: Ísland. Meditations & Arrangements. Icelandic Folksongs Þórarinn Stefánsson PolarfoniaVið fyrstu sýn er geisladiskur Þórarins Stefánssonar píanóleikara áhugaverður. Á honum eru hvorki meira né minna en fimmtán útsetningar og hugleiðingar um lagið Ísland, farsælda frón eftir mismunandi tónskáld. Auk þess eru á geisladiskinum önnur lög í svipuðum stíl. En gamanið kárnar þegar geisladiskurinn er settur á fóninn. Ísland, farsælda frón er ekki beint skemmtilegasta lag í heimi, og þrátt fyrir að innan um séu fallegar útsetningar, þá er heildarsvipurinn óttalega grár. Þórarinn spilar samt ágætlega, en hann er dálítið skaplaus. Aðalvandamálið er þó fyrst og fremst hljómurinn á diskinum. Þórarinn hefur valið þá leið að taka diskinn upp í stofunni heima hjá sér. Hann leikur á sinn eigin flygil, sem er örugglega hin fínasta stofugræja, en býr ekki yfir mikilli breidd. Upptakan sjálf er ekki heldur góð. Satt að segja er hún afar flatneskjuleg. Styrkleikabrigðin eru nánast engin. Fyrir bragðið gerist ekkert í lögunum. Þar er ekki að finna neina snerpu, ekki neitt líf, engin litbrigði eða drama – ekki neitt. Tónlistin bara líður áfram í skelfilegri ládeyðu. Þetta er synd, því eins og áður sagði eru ágæt verk á diskinum. Útsetningar Kolbeins Bjarnasonar og Ríkarðs Arnar Pálssonar eru fallegar. Hugleiðing Olivers Kentish um gamalt stef er líka hrífandi. En það dugar ekki til.Niðurstaða: Vel spilaðar en misskemmtilegar útsetningar sem í þokkabót hljóma illa. Gagnrýni Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist: Ísland. Meditations & Arrangements. Icelandic Folksongs Þórarinn Stefánsson PolarfoniaVið fyrstu sýn er geisladiskur Þórarins Stefánssonar píanóleikara áhugaverður. Á honum eru hvorki meira né minna en fimmtán útsetningar og hugleiðingar um lagið Ísland, farsælda frón eftir mismunandi tónskáld. Auk þess eru á geisladiskinum önnur lög í svipuðum stíl. En gamanið kárnar þegar geisladiskurinn er settur á fóninn. Ísland, farsælda frón er ekki beint skemmtilegasta lag í heimi, og þrátt fyrir að innan um séu fallegar útsetningar, þá er heildarsvipurinn óttalega grár. Þórarinn spilar samt ágætlega, en hann er dálítið skaplaus. Aðalvandamálið er þó fyrst og fremst hljómurinn á diskinum. Þórarinn hefur valið þá leið að taka diskinn upp í stofunni heima hjá sér. Hann leikur á sinn eigin flygil, sem er örugglega hin fínasta stofugræja, en býr ekki yfir mikilli breidd. Upptakan sjálf er ekki heldur góð. Satt að segja er hún afar flatneskjuleg. Styrkleikabrigðin eru nánast engin. Fyrir bragðið gerist ekkert í lögunum. Þar er ekki að finna neina snerpu, ekki neitt líf, engin litbrigði eða drama – ekki neitt. Tónlistin bara líður áfram í skelfilegri ládeyðu. Þetta er synd, því eins og áður sagði eru ágæt verk á diskinum. Útsetningar Kolbeins Bjarnasonar og Ríkarðs Arnar Pálssonar eru fallegar. Hugleiðing Olivers Kentish um gamalt stef er líka hrífandi. En það dugar ekki til.Niðurstaða: Vel spilaðar en misskemmtilegar útsetningar sem í þokkabót hljóma illa.
Gagnrýni Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira