Heimir: Það vill enginn missa af leiknum gegn Tékkum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Brussel skrifar 14. nóvember 2014 06:00 Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu í Brussel. vísir/AP Íslenska landsliðið heldur til Tékklands í dag en fram undan er erfið prófraun gegn öflugu liði Tékka þar sem toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 er í húfi. Bæði lið eru ósigruð eftir þrjá leiki en strákarnir máttu þó þola 3-1 tap fyrir Belgíu í vináttulandsleik á miðvikudagskvöldið. Þrátt fyrir úrslitin leit Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins, björtum augum á framhaldið, ekki síst þar sem margir af þeim leikmönnum sem fengu tækifærið í Brussel náðu að minna rækilega á sig. „Við höfum notað sama byrjunarliðið í öllum þremur leikjum okkar í undankeppninni til þessa og þessir strákar sem spiluðu í gær sýndu okkur og íslensku þjóðinni hvað þeir gátu. Þeir gerðu margir hverjir mjög vel. Það sem gladdi okkur þjálfarana helst var að hver og einn þeirra gjörþekkti sitt hlutverk,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið á hóteli liðsins í Brussel í gær. Hann játar því að það hafi verið ákveðin óvissa að senda jafn óreynt lið til leiks gegn öflugu liði Belgíu. „Belgar eiga hágæða leikmenn sem spila í bestu deildum í heimi og við vissum að maður gegn manni teljast þeir alltaf sterkari en við, sama hvaða liði við hefðum stillt upp í gær. En okkar helsti styrkleiki er liðsheildin og við sýndum í þessum leik hversu mikilvæg hún er.“ Margir þeirra sem spiluðu gegn Belgíu minntu á sig og Heimir segir að frammistaða þeirra hafi sent ákveðin skilaboð inn í leikmannahóp íslenska liðsins. „Leikmenn vita nú að við eigum leikmenn fyrir utan það byrjunarlið sem við höfum notað í undankeppninni sem geta komið inn, spilað á stóra sviðinu og skilað sínu hlutverki vel. Það hjálpar til og þetta tekur leikmenn úr ákveðnum þægindaramma.“ Landsliðið æfði í Brussel í gær og mun æfa öðru sinni í dag áður en það heldur yfir til Tékklands. Nokkrir leikmenn hafa verið tæpir vegna smávægilegra meiðsla en Heimir hefur ekki nokkrar áhyggjur af stöðu liðsins fyrir leikinn mikilvæga á sunnudag. „Ég veit að það verða allir klárir í þennan leik enda ekki einn einasti maður í leikmannahópnum sem vill missa af tækifærinu að taka þátt í honum,“ segir hann. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Cech: Sterkasta vopn Íslands er liðsheildin Tékkar fá viku til að undirbúa sig fyrir toppslaginn gegn Íslandi. 13. nóvember 2014 07:00 Rosicky: Ísland athyglisverður og erfiður andstæðingur Miðjumaðurinn öflugi ætlar ekki að vanmeta íslenska liðið. 13. nóvember 2014 15:30 Áhofendur í Plzen fá tíu þúsund bjóra Landsliðsþjálfari Tékka vann veðmálið við bruggverksmiðju í Plzen. 13. nóvember 2014 14:30 Emil tók því rólega á æfingu landsliðsins Engin ný meiðsli eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 13:32 Viðar Örn: Hefði átt að skora í gær Framherjinn ósáttur með sjálfan sig eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 15:21 Ekkert lið eins vel skipulagt og það íslenska Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Sivok segir að íslenska landsliðið sé betra en það hollenska. 13. nóvember 2014 06:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Sjá meira
Íslenska landsliðið heldur til Tékklands í dag en fram undan er erfið prófraun gegn öflugu liði Tékka þar sem toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 er í húfi. Bæði lið eru ósigruð eftir þrjá leiki en strákarnir máttu þó þola 3-1 tap fyrir Belgíu í vináttulandsleik á miðvikudagskvöldið. Þrátt fyrir úrslitin leit Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins, björtum augum á framhaldið, ekki síst þar sem margir af þeim leikmönnum sem fengu tækifærið í Brussel náðu að minna rækilega á sig. „Við höfum notað sama byrjunarliðið í öllum þremur leikjum okkar í undankeppninni til þessa og þessir strákar sem spiluðu í gær sýndu okkur og íslensku þjóðinni hvað þeir gátu. Þeir gerðu margir hverjir mjög vel. Það sem gladdi okkur þjálfarana helst var að hver og einn þeirra gjörþekkti sitt hlutverk,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið á hóteli liðsins í Brussel í gær. Hann játar því að það hafi verið ákveðin óvissa að senda jafn óreynt lið til leiks gegn öflugu liði Belgíu. „Belgar eiga hágæða leikmenn sem spila í bestu deildum í heimi og við vissum að maður gegn manni teljast þeir alltaf sterkari en við, sama hvaða liði við hefðum stillt upp í gær. En okkar helsti styrkleiki er liðsheildin og við sýndum í þessum leik hversu mikilvæg hún er.“ Margir þeirra sem spiluðu gegn Belgíu minntu á sig og Heimir segir að frammistaða þeirra hafi sent ákveðin skilaboð inn í leikmannahóp íslenska liðsins. „Leikmenn vita nú að við eigum leikmenn fyrir utan það byrjunarlið sem við höfum notað í undankeppninni sem geta komið inn, spilað á stóra sviðinu og skilað sínu hlutverki vel. Það hjálpar til og þetta tekur leikmenn úr ákveðnum þægindaramma.“ Landsliðið æfði í Brussel í gær og mun æfa öðru sinni í dag áður en það heldur yfir til Tékklands. Nokkrir leikmenn hafa verið tæpir vegna smávægilegra meiðsla en Heimir hefur ekki nokkrar áhyggjur af stöðu liðsins fyrir leikinn mikilvæga á sunnudag. „Ég veit að það verða allir klárir í þennan leik enda ekki einn einasti maður í leikmannahópnum sem vill missa af tækifærinu að taka þátt í honum,“ segir hann.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Cech: Sterkasta vopn Íslands er liðsheildin Tékkar fá viku til að undirbúa sig fyrir toppslaginn gegn Íslandi. 13. nóvember 2014 07:00 Rosicky: Ísland athyglisverður og erfiður andstæðingur Miðjumaðurinn öflugi ætlar ekki að vanmeta íslenska liðið. 13. nóvember 2014 15:30 Áhofendur í Plzen fá tíu þúsund bjóra Landsliðsþjálfari Tékka vann veðmálið við bruggverksmiðju í Plzen. 13. nóvember 2014 14:30 Emil tók því rólega á æfingu landsliðsins Engin ný meiðsli eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 13:32 Viðar Örn: Hefði átt að skora í gær Framherjinn ósáttur með sjálfan sig eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 15:21 Ekkert lið eins vel skipulagt og það íslenska Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Sivok segir að íslenska landsliðið sé betra en það hollenska. 13. nóvember 2014 06:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Sjá meira
Cech: Sterkasta vopn Íslands er liðsheildin Tékkar fá viku til að undirbúa sig fyrir toppslaginn gegn Íslandi. 13. nóvember 2014 07:00
Rosicky: Ísland athyglisverður og erfiður andstæðingur Miðjumaðurinn öflugi ætlar ekki að vanmeta íslenska liðið. 13. nóvember 2014 15:30
Áhofendur í Plzen fá tíu þúsund bjóra Landsliðsþjálfari Tékka vann veðmálið við bruggverksmiðju í Plzen. 13. nóvember 2014 14:30
Emil tók því rólega á æfingu landsliðsins Engin ný meiðsli eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 13:32
Viðar Örn: Hefði átt að skora í gær Framherjinn ósáttur með sjálfan sig eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 15:21
Ekkert lið eins vel skipulagt og það íslenska Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Sivok segir að íslenska landsliðið sé betra en það hollenska. 13. nóvember 2014 06:00