Þunn en skemmtileg Þórður Ingi Jónsson skrifar 14. nóvember 2014 09:00 Grafir & bein er fín skemmtun þótt ekki sé frumleikanum fyrir að fara. Grafir & bein Leikstjóri: Anton SigurðssonLeikarar: Björn Hlynur Haraldsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Elva María Birgisdóttir, Gísli Örn Garðarsson Hryllingsmyndir hafa því miður verið af mjög skornum skammti í íslenskri kvikmyndasögu, rétt eins og aðrar „genre“-myndir eða greinamyndir. Því var Grafir & bein kærkomin viðbót en þetta er fyrsta verk hins unga leikstjóra Antons Sigurðssonar. Myndin fjallar um hjónin Gunnar og Sonju sem hafa aldeilis séð tímana tvenna. Gunnar er útrásarvíkingur sem féll í ónáð en ofan í það hafa hjónin misst sitt eina barn. Þegar bróðir og starfsfélagi Gunnars fremur sjálfsmorð ásamt eiginkonu sinni halda Gunnar og Sonja upp í sveitahús hjónanna látnu til að huga að Perlu, dóttur þeirra. Skrýtnir og óhugnanlegir atburðir fara að hrannast upp og brátt kemur í ljós að ekki er allt með felldu þar í sveitinni. Grafir & bein er ágætis skemmtun og býður upp á góð bregðuatriði. Myndatakan er mjög flott og skotin eru oft vel útpæld. Handritið er hins vegar ansi þunnt en það eru helst gapandi holur í plottinu sem angra. Snúningarnir í plottinu ganga einfaldlega ekki upp. Þá byrjar myndin á því að byggja upp spennu sem nær síðan ekki jafn ærandi hápunkti og maður hefði viljað. Draugarnir eru ógnvænlegir en frekar hlutlausir – maður hefði viljað fá miklu meira frá þeim. Myndin gerir í því að „íslenska“ bandarískar hryllingsmyndaklisjur; ískrandi róla í garðinum, barn sem tengist andaheiminum, sveitungur sem varar fáfróða borgarfólkið við draugagangi. Þetta er allt gott og blessað og gaman að fá séríslenska útgáfu af þessu, en frumlegt er það ekki. Myndin er sæmilega gerð þó hún sé greinilega ekki svaka dýr, tæknibrellurnar eru góðar fyrir utan atriðið í hápunkti myndarinnar. Leikararnir standa sig sæmilega, sérstaklega Nína Dögg þó karakter hennar sé frekar flatur. Þó er alltaf sama vesenið á íslenskum kvikmyndum – talmálið. Samræðurnar eru stirðar og óþjálar og það vantar eitthvað upp á að þær hljómi raunverulega. Ég ímynda mér að þetta sé leikhúsveiran sem smitast yfir í kvikmyndirnar, þar sem leikarar læra að tala hátt og skýrt þannig að fólkið aftast í salnum geti heyrt. Eins og hver sem hefur horft á íslenska kvikmynd veit þá er þetta leikhúseinræðuvesen eitt stærsta vandamálið við íslenskar myndir. Það er svo oft eins og leikararnir lesi upp textann í staðinn fyrir að segja hann á sannfærandi hátt. Sem forfallinn hryllingsmyndaaðdáandi myndi ég alveg mæla með Grafir & bein upp á skemmtanagildið. Hins vegar bíð ég spenntur eftir því að íslenskur leikstjóri sleppi því að horfa til vesturs eftir innblæstri og sæki frekar í íslenska sagnaarfinn, sem er svo stútfullur af skelfilegum viðbjóði að það væri hægt að gera einhverjar áhrifaríkustu hryllingsmyndir samtímans ef það yrði gert rétt. Þá þurfa menn að huga að holum í söguþræðinum og leikarar þurfa í guðanna bænum að hætta að leika eins og þeir séu að lesa upp af blaði.Niðurstaða: Ágætis byrjun hjá ungum leikstjóra fyrir utan holur í söguþræðinum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Grafir & bein Leikstjóri: Anton SigurðssonLeikarar: Björn Hlynur Haraldsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Elva María Birgisdóttir, Gísli Örn Garðarsson Hryllingsmyndir hafa því miður verið af mjög skornum skammti í íslenskri kvikmyndasögu, rétt eins og aðrar „genre“-myndir eða greinamyndir. Því var Grafir & bein kærkomin viðbót en þetta er fyrsta verk hins unga leikstjóra Antons Sigurðssonar. Myndin fjallar um hjónin Gunnar og Sonju sem hafa aldeilis séð tímana tvenna. Gunnar er útrásarvíkingur sem féll í ónáð en ofan í það hafa hjónin misst sitt eina barn. Þegar bróðir og starfsfélagi Gunnars fremur sjálfsmorð ásamt eiginkonu sinni halda Gunnar og Sonja upp í sveitahús hjónanna látnu til að huga að Perlu, dóttur þeirra. Skrýtnir og óhugnanlegir atburðir fara að hrannast upp og brátt kemur í ljós að ekki er allt með felldu þar í sveitinni. Grafir & bein er ágætis skemmtun og býður upp á góð bregðuatriði. Myndatakan er mjög flott og skotin eru oft vel útpæld. Handritið er hins vegar ansi þunnt en það eru helst gapandi holur í plottinu sem angra. Snúningarnir í plottinu ganga einfaldlega ekki upp. Þá byrjar myndin á því að byggja upp spennu sem nær síðan ekki jafn ærandi hápunkti og maður hefði viljað. Draugarnir eru ógnvænlegir en frekar hlutlausir – maður hefði viljað fá miklu meira frá þeim. Myndin gerir í því að „íslenska“ bandarískar hryllingsmyndaklisjur; ískrandi róla í garðinum, barn sem tengist andaheiminum, sveitungur sem varar fáfróða borgarfólkið við draugagangi. Þetta er allt gott og blessað og gaman að fá séríslenska útgáfu af þessu, en frumlegt er það ekki. Myndin er sæmilega gerð þó hún sé greinilega ekki svaka dýr, tæknibrellurnar eru góðar fyrir utan atriðið í hápunkti myndarinnar. Leikararnir standa sig sæmilega, sérstaklega Nína Dögg þó karakter hennar sé frekar flatur. Þó er alltaf sama vesenið á íslenskum kvikmyndum – talmálið. Samræðurnar eru stirðar og óþjálar og það vantar eitthvað upp á að þær hljómi raunverulega. Ég ímynda mér að þetta sé leikhúsveiran sem smitast yfir í kvikmyndirnar, þar sem leikarar læra að tala hátt og skýrt þannig að fólkið aftast í salnum geti heyrt. Eins og hver sem hefur horft á íslenska kvikmynd veit þá er þetta leikhúseinræðuvesen eitt stærsta vandamálið við íslenskar myndir. Það er svo oft eins og leikararnir lesi upp textann í staðinn fyrir að segja hann á sannfærandi hátt. Sem forfallinn hryllingsmyndaaðdáandi myndi ég alveg mæla með Grafir & bein upp á skemmtanagildið. Hins vegar bíð ég spenntur eftir því að íslenskur leikstjóri sleppi því að horfa til vesturs eftir innblæstri og sæki frekar í íslenska sagnaarfinn, sem er svo stútfullur af skelfilegum viðbjóði að það væri hægt að gera einhverjar áhrifaríkustu hryllingsmyndir samtímans ef það yrði gert rétt. Þá þurfa menn að huga að holum í söguþræðinum og leikarar þurfa í guðanna bænum að hætta að leika eins og þeir séu að lesa upp af blaði.Niðurstaða: Ágætis byrjun hjá ungum leikstjóra fyrir utan holur í söguþræðinum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira