Við erum öll útlensk Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 10:30 Leikhópurinn Glenna daginn fyrir frumsýningu. vísir/vilhelm Allt þetta ferli hefur verið lyginni líkast. Verið góð stemning í hópnum allan tímann og gaman að vera að vinna að svona skemmtilegu verkefni,“ segir Vigdís Jakobs ins eftir Þórarinn Leifsson sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói á morgun. „Leikhópurinn Glenna var búinn til í kringum þetta verkefni og það er mikið pönk í hópnum sem hæfir verkinu vel.“ Útlenski drengurinn er gamanleikur með alvarlegum undirtóni fyrir stálpaða krakka og fullorðna. Dóri DNA leikur Dóra litla sem er vinsælasti strákurinn í bekknum þangað til hann er látinn taka svokallað Pítsa próf sem snýr öllu lífi hans umsvifalaust á hvolf. Sagan segir að persónan sé byggð á Dóra DNA sjálfum og Vigdís segist ekki ætla að þræta fyrir það. „Dóri segir það sjálfur að þessi drengur sé eins og hann var þegar hann var tólf ára og ég held það sé ljóst að Þórarinn hafi haft hann í huga þegar hann samdi verkið, enda tengjast þeir fjölskylduböndum.“ Þannig að útlenski drengurinn er ekki útlenskur? „Í raun og veru ekki,“ segir Vigdís. „Ekki nema á þann hátt sem við erum öll útlensk. Það er eitt af því sem verkið fjallar um að við erum öll útlensk í einhverjum skilningi.“ Það er Jónas Sigurðsson sem semur tónlistina við verkið og Vigdís á vart orð til að lýsa framlagi hans til sýningarinnar. „Þetta er í fyrsta sinn sem Jónas vinnur í leikhúsi og ég er alltaf að segja við hann að hann eigi bara að hætta að gera neitt annað en semja tónlist fyrir leikhús. Það er svo mikill fengur fyrir íslenskt leikhús að fá hann inn.“ Auk Dóra DNA leika í Útlenska drengnum þau Þorsteinn Bachmann, María Heba Þorkelsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Benedikt Karl Gröndal og Magnea Björk Valdimarsdóttir, sum fleiri en eitt hlutverk. Verkið er ætlað unglingum og fullorðnum og Vigdís segir að hér sé að vissu leyti brotið blað í íslenskri leikritun fyrir yngri áhorfendur. „Það heyrir til tíðinda að því leyti að þetta er nýtt íslenskt leikverk sem er hugsað fyrir unglinga og upp úr og er pólitískt ádeiluverk sem um leið er dálítið súrrealískt, ekki bara einhver froða.“ Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Allt þetta ferli hefur verið lyginni líkast. Verið góð stemning í hópnum allan tímann og gaman að vera að vinna að svona skemmtilegu verkefni,“ segir Vigdís Jakobs ins eftir Þórarinn Leifsson sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói á morgun. „Leikhópurinn Glenna var búinn til í kringum þetta verkefni og það er mikið pönk í hópnum sem hæfir verkinu vel.“ Útlenski drengurinn er gamanleikur með alvarlegum undirtóni fyrir stálpaða krakka og fullorðna. Dóri DNA leikur Dóra litla sem er vinsælasti strákurinn í bekknum þangað til hann er látinn taka svokallað Pítsa próf sem snýr öllu lífi hans umsvifalaust á hvolf. Sagan segir að persónan sé byggð á Dóra DNA sjálfum og Vigdís segist ekki ætla að þræta fyrir það. „Dóri segir það sjálfur að þessi drengur sé eins og hann var þegar hann var tólf ára og ég held það sé ljóst að Þórarinn hafi haft hann í huga þegar hann samdi verkið, enda tengjast þeir fjölskylduböndum.“ Þannig að útlenski drengurinn er ekki útlenskur? „Í raun og veru ekki,“ segir Vigdís. „Ekki nema á þann hátt sem við erum öll útlensk. Það er eitt af því sem verkið fjallar um að við erum öll útlensk í einhverjum skilningi.“ Það er Jónas Sigurðsson sem semur tónlistina við verkið og Vigdís á vart orð til að lýsa framlagi hans til sýningarinnar. „Þetta er í fyrsta sinn sem Jónas vinnur í leikhúsi og ég er alltaf að segja við hann að hann eigi bara að hætta að gera neitt annað en semja tónlist fyrir leikhús. Það er svo mikill fengur fyrir íslenskt leikhús að fá hann inn.“ Auk Dóra DNA leika í Útlenska drengnum þau Þorsteinn Bachmann, María Heba Þorkelsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Benedikt Karl Gröndal og Magnea Björk Valdimarsdóttir, sum fleiri en eitt hlutverk. Verkið er ætlað unglingum og fullorðnum og Vigdís segir að hér sé að vissu leyti brotið blað í íslenskri leikritun fyrir yngri áhorfendur. „Það heyrir til tíðinda að því leyti að þetta er nýtt íslenskt leikverk sem er hugsað fyrir unglinga og upp úr og er pólitískt ádeiluverk sem um leið er dálítið súrrealískt, ekki bara einhver froða.“
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira