Fjallagarpur með glæsilegan feril Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 10:00 Jóhann Smári. „Ég er í gönguhóp sem heitir Fjallagarpar og -gyðjur og stundar, eins og nafnið gefur til kynna, fjallgöngur.” Mynd: Jóhann Smári Karlsson „Þetta eru bæði myndir af landslagi og eins af fjallagörpum og -gyðjum,“ segir Jóhann Smári Karlsson sem opnar í dag ljósmyndasýninguna Á fjöllum í Galleríi Fold. „Ég er í gönguhóp sem heitir Fjallagarpar og -gyðjur og stundar, eins og nafnið gefur til kynna, fjallgöngur. Undanfarin fjögur ár hef ég verið að taka þessar myndir í þeim göngum.“ Kreditlisti Jóhanns Smára er glæsilegur, hann var til dæmis valinn ljósmyndari ársins af danska ljósmyndablaðinu Zoom – Danmarks Professionalle Fotomagasin árið 2009, hvernig kom það til? „Þetta var Grand Prix-keppni sem tók heilt ár með átta minni keppnum sem ég vann tvær eða þrjár af og vann þannig heildarkeppnina,“ útskýrir Jóhann Smári. Jóhann Smári fylgdist vel með búsáhaldabyltingunni sem fór fram veturinn 2008 og hafa ljósmyndir sem hann tók á því tímabili verið sýndar á einkasýningu hans, sem bar heitið Revolution, á yfir tíu stöðum á Ítalíu. Auk þess var honum boðið að halda einkasýningu í Róm fyrir ári í boði Rómaborgar. „Ítalskur maður sem hafði fundið myndirnar mínar á netinu hafði samband við mig og sagðist hafa áhuga á að sýna þær,“ segir Jóhann Smári. „Ég sendi honum úrval af myndum og það varð úr að haldnar voru sýningar víða um Ítalíu. Þessi maður sem uppgötvaði mig hét Emiliano Bartolucci, sem hafði starfað í borgarstjórn Rómar, dó fyrir rúmu ári og þá hafði sonur hans samband við mig og bauð mér að koma og opna sýningu honum til heiðurs. Þannig að ég fór til Rómar með konunni minni og hélt þessa sýningu.“ Ævintýrunum var ekki þar með lokið því í sumar var mynd Jóhanns Firewood – Eldiviður birt á heilum skýjakljúf við Time Square, í hjarta Manhattan, í New York. „Alþjóðlegu listamannasamtökin See.me sem hafa höfuðstöðvar í New York héldu ljósmyndakeppni þar sem ég vann í flokki landslagsmynda og í framhaldi af því fengu nokkrir verðlaunahafanna myndir sínar sýndar á sjónvarpsskjáum sem komið var fyrir utan á háum turni. Yfirleitt voru margar mismunandi myndir á skjáunum en við vorum nokkrir útvaldir sem fengum myndirnar okkar birtar á öllum skjáunum í einu. Þetta voru einhverjir 200 fermetrar sem myndin tók á þessum turni, það var ansi tilkomumikil sjón.“ Jóhann Smári er lærður húsamálari og hefur starfað sem slíkur framundir þetta en sér nú fram á að geta látið þann draum sinn rætast að starfa sem ljósmyndari í fullu starfi. „Ég er alltaf að fá meira og meira að gera sem ljósmyndari og er núna kominn í upplýsinga- og fjölmiðlafræði í Tækniskólanum, sem er eiginlega grunnnám fyrir ljósmyndun,“ segir hann. „Ég er loksins farinn að gera það sem mig langar mest til.“ Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Þetta eru bæði myndir af landslagi og eins af fjallagörpum og -gyðjum,“ segir Jóhann Smári Karlsson sem opnar í dag ljósmyndasýninguna Á fjöllum í Galleríi Fold. „Ég er í gönguhóp sem heitir Fjallagarpar og -gyðjur og stundar, eins og nafnið gefur til kynna, fjallgöngur. Undanfarin fjögur ár hef ég verið að taka þessar myndir í þeim göngum.“ Kreditlisti Jóhanns Smára er glæsilegur, hann var til dæmis valinn ljósmyndari ársins af danska ljósmyndablaðinu Zoom – Danmarks Professionalle Fotomagasin árið 2009, hvernig kom það til? „Þetta var Grand Prix-keppni sem tók heilt ár með átta minni keppnum sem ég vann tvær eða þrjár af og vann þannig heildarkeppnina,“ útskýrir Jóhann Smári. Jóhann Smári fylgdist vel með búsáhaldabyltingunni sem fór fram veturinn 2008 og hafa ljósmyndir sem hann tók á því tímabili verið sýndar á einkasýningu hans, sem bar heitið Revolution, á yfir tíu stöðum á Ítalíu. Auk þess var honum boðið að halda einkasýningu í Róm fyrir ári í boði Rómaborgar. „Ítalskur maður sem hafði fundið myndirnar mínar á netinu hafði samband við mig og sagðist hafa áhuga á að sýna þær,“ segir Jóhann Smári. „Ég sendi honum úrval af myndum og það varð úr að haldnar voru sýningar víða um Ítalíu. Þessi maður sem uppgötvaði mig hét Emiliano Bartolucci, sem hafði starfað í borgarstjórn Rómar, dó fyrir rúmu ári og þá hafði sonur hans samband við mig og bauð mér að koma og opna sýningu honum til heiðurs. Þannig að ég fór til Rómar með konunni minni og hélt þessa sýningu.“ Ævintýrunum var ekki þar með lokið því í sumar var mynd Jóhanns Firewood – Eldiviður birt á heilum skýjakljúf við Time Square, í hjarta Manhattan, í New York. „Alþjóðlegu listamannasamtökin See.me sem hafa höfuðstöðvar í New York héldu ljósmyndakeppni þar sem ég vann í flokki landslagsmynda og í framhaldi af því fengu nokkrir verðlaunahafanna myndir sínar sýndar á sjónvarpsskjáum sem komið var fyrir utan á háum turni. Yfirleitt voru margar mismunandi myndir á skjáunum en við vorum nokkrir útvaldir sem fengum myndirnar okkar birtar á öllum skjáunum í einu. Þetta voru einhverjir 200 fermetrar sem myndin tók á þessum turni, það var ansi tilkomumikil sjón.“ Jóhann Smári er lærður húsamálari og hefur starfað sem slíkur framundir þetta en sér nú fram á að geta látið þann draum sinn rætast að starfa sem ljósmyndari í fullu starfi. „Ég er alltaf að fá meira og meira að gera sem ljósmyndari og er núna kominn í upplýsinga- og fjölmiðlafræði í Tækniskólanum, sem er eiginlega grunnnám fyrir ljósmyndun,“ segir hann. „Ég er loksins farinn að gera það sem mig langar mest til.“
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira