Taglhnýtingur viðtekinna viðhorfa Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 18. nóvember 2014 12:30 Útlenski drengurinn "Þorsteinn Bachmann fer algerlega á kostum sem hinn vafasami kennari.“ Mynd/Eddi Leiklist: Útlenski drengurinn Leikhópurinn Glenna í Tjarnarbíói Höfundur: Þórarinn Leifsson Leikstjórn: Vigdís Jakobsdóttir Hljóðmynd: Jónas Sigurðsson Leikarar: Halldór Halldórsson (Dóri DNA), Þorsteinn Bachmann, María Heba Þorkelsdóttir, Magnea Björk Valdimarsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Benedikt Karl Gröndal Nú er til sýninga í Tjarnarbíói bráðskemmtileg, fyndin og athyglisverð sýning, Útlenski drengurinn. Hún er eftir Þórarin Leifsson, hans fyrsta leikrit í fullri lengd og fjallar um unglingabekk þar sem atburðir þróast með miklum ólíkindum og ósköpum. Dóri litli er vinsælasti strákurinn í skólanum. Afleysingakennari tekur við bekknum, leggur umsvifalaust fyrir hann skyndipróf, pítsa-prófið, og þegar við bætast dularfullar tannlæknaskýrslur kemur á daginn að Dóri litli er í raun 34 ára gamall útlendingur. Í kjölfarið, og að undirlagi kennarans, er Dóri litli tekinn fyrir. Þessi atburðarás býður vitaskuld upp á kostulegar uppákomur. Framan af.Þorsteinn fer á kostum Leikhópurinn er flottur. Halldór Laxness leikur Dóra litla og gerir það virkilega vel, hópnum öllum og leikstjóranum tekst frábærlega vel að skapa trúverðugan bekk í unglingadeild. Sem er mögnuð kúnst í þessum ólíkindum öllum. Og Þorsteinn Bachmann, sem hefur verið einn af mínum uppáhaldsleikurum allt frá ég sá hann fyrst um 1990 í Hlaðvarpanum, fer algerlega á kostum sem hinn vafasami kennari. Hann er æðislegur. Búningar og ljós eru með ágætum, tónlistin sem Jónas Sigurðsson leggur til bætir nýrri vídd við. Þá er vert að nefna hugvitsamlega notkun á myndvarpa. Oft er slíkt notað til að styrkja leikmyndina, hér er stigið skrefi lengra og myndvörpun verður hluti sýningarinnar og tekst virkilega vel til með það. Sem er alls ekki sjálfgefið.Nýtt íslenskt leikrit, já Þórarinn hefur haslað sér völl sem höfundur bóka sem eru á þessu óræða sviði að ramba á milli þess að mega heita ætlaðar börnum og/eða fullorðnum. Um þetta hefur verið óáhugavert raus sem snýst um flokkanir; það sem gerir Þórarin meðal annars eftirtektarverðan höfund er að hann blandar inn í sögur og sögusvið sitt óhugnaði sem alfarið hefur verið bundinn við eitthvað það sem bannað er börnum. Þetta er ekkert nýtt ef að er gáð, vögguvísur frá fornu fari innihalda til að mynda óhugnað og hrellingar. En undanfarna áratugi hefur hins vegar verið rekin gallhörð uppeldisstefna og sú menningarpólitík að börn beri að vernda svo mjög að þau eru í sápukúlu fram eftir aldri. Forræðishyggjan er svo reist á þessari stefnu, sem er viðtekin og fátt eitt hefur orðið til að hefta. Og um mætti fjalla í löngu máli. Þórarinn hefur rekið hornin í þessa bábilju blessunarlega. Öll þessi höfundareinkenni eru til staðar í Útlenska drengnum. Skólinn breytist í undarlegan og óhugnanlegan stað. Og spennandi…Fyrirsjáanlegur boðskapur En þá erum við komin að hinum stóra galla verksins – sem á eins illa heima í þessum frumlega sagnaheimi Þórarins og Sigmundur Davíð í ballettsýningu. Þetta eru boðskapsbókmenntir, áróðursverk og fyrirsjáanlegt sem slíkt. Öll erum við útlendingar, fjölmenning er góð, þeir sem gjalda varhug við útlendingum eru fáfróðir, heimskir og illa innrættir. Ólæsir?! Einelti er vont… segðu mér eitthvað sem ég ekki veit. Og það sem meira er, þessu er troðið ofan í kokið á áhorfendum með eins ódýrum hætti og hugsast getur. Áhorfendum er ekki gefið hið minnsta svigrúm til að komast að þessari niðurstöðu sjálfir. Og óhjákvæmilega vaknar sú spurning hvort höfundur noti það sem afsökun fyrir því að flétta súrrealískan óhugnað í verk sín, að boðskapurinn megi heita „góður“? Nú í vetur hef ég séð tvær sýningar í hinu ágæta Tjarnarbíói sem gjalda fyrir þrúgandi pólitíska réttsýni og ég er hreinlega farinn að velta því fyrir mér hvort það geti hugsast að innbyggð í hið opinbera styrkjakerfi við listir og menningu sé krafa um að menningartengd starfsemi þjóni tilteknu kennivaldi? Þá er rétt að hafa það í huga að list sem er taglhnýtingur viðtekinna viðhorfa, einhverrar opinberrar stefnu sama hver hún er, telst einskis virði – frumforsenda listar er að hún opni augu og skoði tilveruna frá óvæntum sjónarhornum.Niðurstaða: Bráðskemmtileg, frumleg og athyglisverð sýning lengi vel framan af eða allt þar til öfgafull réttsýnin sparkar undan henni fótunum. Gagnrýni Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leiklist: Útlenski drengurinn Leikhópurinn Glenna í Tjarnarbíói Höfundur: Þórarinn Leifsson Leikstjórn: Vigdís Jakobsdóttir Hljóðmynd: Jónas Sigurðsson Leikarar: Halldór Halldórsson (Dóri DNA), Þorsteinn Bachmann, María Heba Þorkelsdóttir, Magnea Björk Valdimarsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Benedikt Karl Gröndal Nú er til sýninga í Tjarnarbíói bráðskemmtileg, fyndin og athyglisverð sýning, Útlenski drengurinn. Hún er eftir Þórarin Leifsson, hans fyrsta leikrit í fullri lengd og fjallar um unglingabekk þar sem atburðir þróast með miklum ólíkindum og ósköpum. Dóri litli er vinsælasti strákurinn í skólanum. Afleysingakennari tekur við bekknum, leggur umsvifalaust fyrir hann skyndipróf, pítsa-prófið, og þegar við bætast dularfullar tannlæknaskýrslur kemur á daginn að Dóri litli er í raun 34 ára gamall útlendingur. Í kjölfarið, og að undirlagi kennarans, er Dóri litli tekinn fyrir. Þessi atburðarás býður vitaskuld upp á kostulegar uppákomur. Framan af.Þorsteinn fer á kostum Leikhópurinn er flottur. Halldór Laxness leikur Dóra litla og gerir það virkilega vel, hópnum öllum og leikstjóranum tekst frábærlega vel að skapa trúverðugan bekk í unglingadeild. Sem er mögnuð kúnst í þessum ólíkindum öllum. Og Þorsteinn Bachmann, sem hefur verið einn af mínum uppáhaldsleikurum allt frá ég sá hann fyrst um 1990 í Hlaðvarpanum, fer algerlega á kostum sem hinn vafasami kennari. Hann er æðislegur. Búningar og ljós eru með ágætum, tónlistin sem Jónas Sigurðsson leggur til bætir nýrri vídd við. Þá er vert að nefna hugvitsamlega notkun á myndvarpa. Oft er slíkt notað til að styrkja leikmyndina, hér er stigið skrefi lengra og myndvörpun verður hluti sýningarinnar og tekst virkilega vel til með það. Sem er alls ekki sjálfgefið.Nýtt íslenskt leikrit, já Þórarinn hefur haslað sér völl sem höfundur bóka sem eru á þessu óræða sviði að ramba á milli þess að mega heita ætlaðar börnum og/eða fullorðnum. Um þetta hefur verið óáhugavert raus sem snýst um flokkanir; það sem gerir Þórarin meðal annars eftirtektarverðan höfund er að hann blandar inn í sögur og sögusvið sitt óhugnaði sem alfarið hefur verið bundinn við eitthvað það sem bannað er börnum. Þetta er ekkert nýtt ef að er gáð, vögguvísur frá fornu fari innihalda til að mynda óhugnað og hrellingar. En undanfarna áratugi hefur hins vegar verið rekin gallhörð uppeldisstefna og sú menningarpólitík að börn beri að vernda svo mjög að þau eru í sápukúlu fram eftir aldri. Forræðishyggjan er svo reist á þessari stefnu, sem er viðtekin og fátt eitt hefur orðið til að hefta. Og um mætti fjalla í löngu máli. Þórarinn hefur rekið hornin í þessa bábilju blessunarlega. Öll þessi höfundareinkenni eru til staðar í Útlenska drengnum. Skólinn breytist í undarlegan og óhugnanlegan stað. Og spennandi…Fyrirsjáanlegur boðskapur En þá erum við komin að hinum stóra galla verksins – sem á eins illa heima í þessum frumlega sagnaheimi Þórarins og Sigmundur Davíð í ballettsýningu. Þetta eru boðskapsbókmenntir, áróðursverk og fyrirsjáanlegt sem slíkt. Öll erum við útlendingar, fjölmenning er góð, þeir sem gjalda varhug við útlendingum eru fáfróðir, heimskir og illa innrættir. Ólæsir?! Einelti er vont… segðu mér eitthvað sem ég ekki veit. Og það sem meira er, þessu er troðið ofan í kokið á áhorfendum með eins ódýrum hætti og hugsast getur. Áhorfendum er ekki gefið hið minnsta svigrúm til að komast að þessari niðurstöðu sjálfir. Og óhjákvæmilega vaknar sú spurning hvort höfundur noti það sem afsökun fyrir því að flétta súrrealískan óhugnað í verk sín, að boðskapurinn megi heita „góður“? Nú í vetur hef ég séð tvær sýningar í hinu ágæta Tjarnarbíói sem gjalda fyrir þrúgandi pólitíska réttsýni og ég er hreinlega farinn að velta því fyrir mér hvort það geti hugsast að innbyggð í hið opinbera styrkjakerfi við listir og menningu sé krafa um að menningartengd starfsemi þjóni tilteknu kennivaldi? Þá er rétt að hafa það í huga að list sem er taglhnýtingur viðtekinna viðhorfa, einhverrar opinberrar stefnu sama hver hún er, telst einskis virði – frumforsenda listar er að hún opni augu og skoði tilveruna frá óvæntum sjónarhornum.Niðurstaða: Bráðskemmtileg, frumleg og athyglisverð sýning lengi vel framan af eða allt þar til öfgafull réttsýnin sparkar undan henni fótunum.
Gagnrýni Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira