Viðar Örn: Þeir eru að verðlauna mig fyrir tímabilið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2014 07:00 Viðar er kominn með flottan samning og aldrei að vita nema hann fari í stærri deild í janúar. Vísir/Vilhelm „Það eru nokkrir dagar síðan þetta var frágengið og pínu erfitt að þegja yfir þessu,“ segir framherjinn Viðar Örn Kjartansson sem skrifaði undir nýjan samning við Vålerenga í gær sem gildir til ársins 2018. Viðar Örn var langmarkahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar á nýliðinni leiktíð og er því að hækka sig talsvert í launum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skrifaði hann undir einn stærsta samning sem Íslendingur hefur gert í Noregi. „Þetta er mjög góður samningur. Ég get ekki kvartað. Það var ekki hægt að segja nei við þessu tilboði. Þeir eru að verðlauna mig fyrir tímabilið og var gaman að sjá að þeir voru til í að gera allt til þess að halda mér,“ segir Selfyssingurinn. Þó svo hann sé búinn að binda sig til næstu ára er alls ekki víst að hann verði í herbúðum félagsins á næstu leiktíð. Það er mikill áhugi á honum frá liðum úti um allan heim og meðal annars frá Kína. Því er hugsanlegt að hann verði keyptur frá Vålerenga í janúar en ljóst er að hann verður ekki ódýr. „Ég fer ekki hvert sem er. Ef rétta tilboðið og liðið kemur þá auðvitað stekkur maður á það. Ég hef aldrei farið leynt með metnað minn um að spila í stærri deild. Ef ekki þá er ég mjög ánægður hjá Vålerenga og mun spila glaður hér áfram ef þannig fer. Þetta er lið sem hentar mér vel. Hér gekk mér vel og við ætlum okkur enn stærri hluti á næstu leiktíð. Við vitum að við getum betur og stefnan er að sanna það á næsta tímabili.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
„Það eru nokkrir dagar síðan þetta var frágengið og pínu erfitt að þegja yfir þessu,“ segir framherjinn Viðar Örn Kjartansson sem skrifaði undir nýjan samning við Vålerenga í gær sem gildir til ársins 2018. Viðar Örn var langmarkahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar á nýliðinni leiktíð og er því að hækka sig talsvert í launum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skrifaði hann undir einn stærsta samning sem Íslendingur hefur gert í Noregi. „Þetta er mjög góður samningur. Ég get ekki kvartað. Það var ekki hægt að segja nei við þessu tilboði. Þeir eru að verðlauna mig fyrir tímabilið og var gaman að sjá að þeir voru til í að gera allt til þess að halda mér,“ segir Selfyssingurinn. Þó svo hann sé búinn að binda sig til næstu ára er alls ekki víst að hann verði í herbúðum félagsins á næstu leiktíð. Það er mikill áhugi á honum frá liðum úti um allan heim og meðal annars frá Kína. Því er hugsanlegt að hann verði keyptur frá Vålerenga í janúar en ljóst er að hann verður ekki ódýr. „Ég fer ekki hvert sem er. Ef rétta tilboðið og liðið kemur þá auðvitað stekkur maður á það. Ég hef aldrei farið leynt með metnað minn um að spila í stærri deild. Ef ekki þá er ég mjög ánægður hjá Vålerenga og mun spila glaður hér áfram ef þannig fer. Þetta er lið sem hentar mér vel. Hér gekk mér vel og við ætlum okkur enn stærri hluti á næstu leiktíð. Við vitum að við getum betur og stefnan er að sanna það á næsta tímabili.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira