Hversdagsvandamál Íslendinga Ásdís sigmundsdóttir skrifar 22. nóvember 2014 14:30 Bara ef ... Bækur: Bara ef… Jónína Leósdóttir Mál og menning Bara ef… er nýjasta skáldsaga Jónínu Leósdóttur. Bókin fjallar um venjulegt fólk sem á í grunninn við frekar hversdagsleg vandamál að stríða. Frásögnin er án flókinna stílbragða og orðfærið hversdagslegt og það ásamt nokkrum tölvupóstum milli persónanna eykur á þá tilfinningu að sagan sé innsýn í líf fólks sem sé kannski aðeins ýkt en samt nokkurn veginn eins og ég og þú. Sagan er fjölskyldusaga en sjónum er einkum beint að tveimur pörum: Ragnari, sem er vel stæður miðaldra tannlæknir, og Margréti eiginkonu hans, og Eygló dóttur þeirra og Örvari sambýlismanni hennar. Eldra parið er hjón til fjölda ára sem er að takast á við það að samband þeirra sé orðið að vana og persónueinkenni sem áður var hægt að líta fram hjá eru farin að skyggja á kosti hins aðilans. Yngra parið er að takast á við það að væntingar þeirra til sambandsins eru ekki alveg þær sömu auk skorts á heiðarleika hvors í annars garð. Persónurnar eru að mörgu leyti óttalega staðlaðar. Lífhræddi dellukarlinn og konan með heilsu- og hreinlætisáráttuna, sterka, sjálfstæða og sjálfhverfa konan og góði og meðvirki maðurinn sem þarfnast hennar. Sérstaklega eru Ragnar og Margrét persónur sem maður heyrir oft að séu dæmigerðir Íslendingar. Hann þeysist úr einu stórhuga en óraunhæfa verkefninu í annað en hún er með heilsu á heilanum og ætlar í lokin að græða á ferðamönnum. Ef ætlunin er hins vegar að bókin sé gagnrýni á íslenskt samfélag eða dellurnar sem tröllríða því þá einhvern veginn tekst það ekki nógu vel – mögulega vegna þess að háðið er of fyrirsjáanlegt. Vandamálin sem fjölskyldan þarf að takast á við eru margvísleg og raunsæ. Flest þeirra eru sjálfskaparvíti (eins og svo oft er í raunveruleikanum) sem vekja enga sérstaka samúð en undantekningin er þó aðstaða Örvars, sambýlismanns Eyglóar. Hann er á milli steins og sleggju án þess að við hann sé að sakast og viðbrögð hans og angist eru sannfærandi. Í lok bókar hefur einni krísu verið afstýrt en fjölda annarra ekki og enn aðrar virðast í uppsiglingu. Þannig er jú lífið, og þó að það sé ekki sérlega fullnægjandi endir, þá er hann trúverðugur út frá forsendum bókarinnar. Texti Jóhönnu er lipur og hún kann að segja sögur en einhvern veginn snerti sagan mig þó ekkert sérlega mikið. Þetta er áreynslulaus lesning sem heldur manni ágætlega við efnið en er hvorki sérstaklega spennandi né eftirminnileg. Niðurstaða: Ágæt afþreying en skilur ekki mikið eftir. Gagnrýni Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Bækur: Bara ef… Jónína Leósdóttir Mál og menning Bara ef… er nýjasta skáldsaga Jónínu Leósdóttur. Bókin fjallar um venjulegt fólk sem á í grunninn við frekar hversdagsleg vandamál að stríða. Frásögnin er án flókinna stílbragða og orðfærið hversdagslegt og það ásamt nokkrum tölvupóstum milli persónanna eykur á þá tilfinningu að sagan sé innsýn í líf fólks sem sé kannski aðeins ýkt en samt nokkurn veginn eins og ég og þú. Sagan er fjölskyldusaga en sjónum er einkum beint að tveimur pörum: Ragnari, sem er vel stæður miðaldra tannlæknir, og Margréti eiginkonu hans, og Eygló dóttur þeirra og Örvari sambýlismanni hennar. Eldra parið er hjón til fjölda ára sem er að takast á við það að samband þeirra sé orðið að vana og persónueinkenni sem áður var hægt að líta fram hjá eru farin að skyggja á kosti hins aðilans. Yngra parið er að takast á við það að væntingar þeirra til sambandsins eru ekki alveg þær sömu auk skorts á heiðarleika hvors í annars garð. Persónurnar eru að mörgu leyti óttalega staðlaðar. Lífhræddi dellukarlinn og konan með heilsu- og hreinlætisáráttuna, sterka, sjálfstæða og sjálfhverfa konan og góði og meðvirki maðurinn sem þarfnast hennar. Sérstaklega eru Ragnar og Margrét persónur sem maður heyrir oft að séu dæmigerðir Íslendingar. Hann þeysist úr einu stórhuga en óraunhæfa verkefninu í annað en hún er með heilsu á heilanum og ætlar í lokin að græða á ferðamönnum. Ef ætlunin er hins vegar að bókin sé gagnrýni á íslenskt samfélag eða dellurnar sem tröllríða því þá einhvern veginn tekst það ekki nógu vel – mögulega vegna þess að háðið er of fyrirsjáanlegt. Vandamálin sem fjölskyldan þarf að takast á við eru margvísleg og raunsæ. Flest þeirra eru sjálfskaparvíti (eins og svo oft er í raunveruleikanum) sem vekja enga sérstaka samúð en undantekningin er þó aðstaða Örvars, sambýlismanns Eyglóar. Hann er á milli steins og sleggju án þess að við hann sé að sakast og viðbrögð hans og angist eru sannfærandi. Í lok bókar hefur einni krísu verið afstýrt en fjölda annarra ekki og enn aðrar virðast í uppsiglingu. Þannig er jú lífið, og þó að það sé ekki sérlega fullnægjandi endir, þá er hann trúverðugur út frá forsendum bókarinnar. Texti Jóhönnu er lipur og hún kann að segja sögur en einhvern veginn snerti sagan mig þó ekkert sérlega mikið. Þetta er áreynslulaus lesning sem heldur manni ágætlega við efnið en er hvorki sérstaklega spennandi né eftirminnileg. Niðurstaða: Ágæt afþreying en skilur ekki mikið eftir.
Gagnrýni Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira