Flottar konur með skrautlegt sálarlíf Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. nóvember 2014 11:00 Hlín Agnarsdóttir leikstjóri leiðbeinir hluta leikkvennanna á æfingu í Iðnó. Mynd: Salvör Aradóttir Þetta er ljóðagjörningur sem þýðir það að við ætlum ekki bara að lesa ljóðin og flytja þau heldur aðeins leika þau líka,“ segir Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri ljóðagjörningsins Sál mín var dvergur á dansstað í gær, sem unninn er upp úr ljóðheimi Steinunnar Sigurðardóttur og verður sýndur í Iðnó í kvöld. „Það er svo mikið leikhús og samtal í ljóðum Steinunnar sem við nýtum okkur í sýningunni,“ bætir Hlín við. Þátttakendur í gjörningnum eru listakonur úr hópnum Leikhúslistakonur 50 plús sem starfað hefur í Iðnó síðan í september. „Þetta eru listakonur, leikkonur og tónlistarkonur og við göngum dálítið langt í því að nýta okkur leikhúsið til þess að koma þessum texta á framfæri,“ útskýrir Hlín. „Ljóð og leikhús standa svo nálægt hvort öðru þannig að það er mjög gaman að vinna með það.“ Það er sannkallað stórskotalið listakvenna sem að sýningunni stendur, en alls koma fram ellefu konur í sýningunni. Söngkonan Jóhanna V. Þórhallsdóttir hefur samið tónlist við nokkur ljóðanna sem hún mun syngja, Helga Björnsson hannar útlit og umgjörð og Hlín lofar glæsilegu sjóvi. „Þetta eru tíu flottar konur á síðkjólum,“ segir hún. „Þær eru eins og konurnar hennar Steinunnar sem eru flottar konur með skrautlegt sálarlíf, sem kemur ekki síst fram í ljóðunum.“ Steinunn hlaut á dögunum Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar en það vissu listakonurnar að sjálfsögðu ekki þegar skipulagning gjörningsins hófst. „Ég ákvað þetta strax í haust þegar við komum saman, hópurinn,“ segir Hlín. „Ég hef lengi haft áhuga á að búa til svona gjörning úr ljóðum Steinunnar og raunar langar mig að fara lengra með konseptið og hreinlega búa til alvöru leikhús úr þessum ljóðum. Ég stefni að því ef þetta tekst vel hjá okkur á mánudagskvöldið.“ Dagkráin hefst í Iðnó klukkan 20 í kvöld og stendur í um það bil klukkutíma. „Við byrjum bara með þetta eina skipti en ef það gengur vel þá kannski endurtökum við leikinn síðar,“ segir Hlín. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þetta er ljóðagjörningur sem þýðir það að við ætlum ekki bara að lesa ljóðin og flytja þau heldur aðeins leika þau líka,“ segir Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri ljóðagjörningsins Sál mín var dvergur á dansstað í gær, sem unninn er upp úr ljóðheimi Steinunnar Sigurðardóttur og verður sýndur í Iðnó í kvöld. „Það er svo mikið leikhús og samtal í ljóðum Steinunnar sem við nýtum okkur í sýningunni,“ bætir Hlín við. Þátttakendur í gjörningnum eru listakonur úr hópnum Leikhúslistakonur 50 plús sem starfað hefur í Iðnó síðan í september. „Þetta eru listakonur, leikkonur og tónlistarkonur og við göngum dálítið langt í því að nýta okkur leikhúsið til þess að koma þessum texta á framfæri,“ útskýrir Hlín. „Ljóð og leikhús standa svo nálægt hvort öðru þannig að það er mjög gaman að vinna með það.“ Það er sannkallað stórskotalið listakvenna sem að sýningunni stendur, en alls koma fram ellefu konur í sýningunni. Söngkonan Jóhanna V. Þórhallsdóttir hefur samið tónlist við nokkur ljóðanna sem hún mun syngja, Helga Björnsson hannar útlit og umgjörð og Hlín lofar glæsilegu sjóvi. „Þetta eru tíu flottar konur á síðkjólum,“ segir hún. „Þær eru eins og konurnar hennar Steinunnar sem eru flottar konur með skrautlegt sálarlíf, sem kemur ekki síst fram í ljóðunum.“ Steinunn hlaut á dögunum Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar en það vissu listakonurnar að sjálfsögðu ekki þegar skipulagning gjörningsins hófst. „Ég ákvað þetta strax í haust þegar við komum saman, hópurinn,“ segir Hlín. „Ég hef lengi haft áhuga á að búa til svona gjörning úr ljóðum Steinunnar og raunar langar mig að fara lengra með konseptið og hreinlega búa til alvöru leikhús úr þessum ljóðum. Ég stefni að því ef þetta tekst vel hjá okkur á mánudagskvöldið.“ Dagkráin hefst í Iðnó klukkan 20 í kvöld og stendur í um það bil klukkutíma. „Við byrjum bara með þetta eina skipti en ef það gengur vel þá kannski endurtökum við leikinn síðar,“ segir Hlín.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira