Fyrsta íslenska "non-narrative“ myndin Þórður Ingi Jónsson skrifar 27. nóvember 2014 12:00 Pétur er kominn í pásu frá kvikmyndagerð í bili, enda tók þrjú ár að gera myndina. Fréttablaðið/GVA „Hún er í sama flokki og myndirnar Baraka, Samsara og Koyaanisqatsi. Þetta er fyrsta íslenska myndin í fullri lengd sem er í flokki „non-narrative mynda“, örugglega af því að vinnan við að búa til svona mynd er svo mikil að það hefur enginn nennt því hingað til,“ segir Pétur Kristján Guðmundsson hlæjandi, leikstjóri kvikmyndarinnar Heildar. Myndin segir ákveðna sögu en í staðinn fyrir sögumann þá er það myndmálið sem segir söguna. Nú er hægt að streyma myndinni í Vimeo-On-Demand en í byrjun desember verður hún fáanleg á DVD og á VOD-þjónustunni. Að sögn Péturs kviknaði áhugi hans á að gera svona mynd þegar hann gerði stuttmynd í svipuðum dúr árið 2010. „Ég var náttúrulega mikill aðdáandi Ron Fricke sem skaut Koyaanisqatsi og gerði þessa mynd. Þá áttaði ég mig á því að þetta var einhvern veginn ekki nóg. Ísland býður upp á svo margt þannig að þetta var ekki nóg fyrir mig.“Heild gerist á einu ári og fylgist með árstíðunum. „Hún fer í gegnum alls konar og heldur áhorfendunum við efnið með því að skipta oft um sýn. Við förum í gegnum mismunandi sýnir, til dæmis um brettamennsku, miðbæinn, norðurljós og vatn í „slow motion“ á meðan myndin reifar sig í gegnum þessar árstíðabreytingar.“ Pétur segir myndina vera eins og sjónræna hugleiðslu. „Þú tekur myndina inn og rennur með henni, svo vaknarðu eftir á og hugsar: „Hey, þetta var eitthvað nýtt.“ Ég man þegar við sýndum hana í bíó þá var fólk fyrstu tuttugu mínúturnar að borða poppkornið sitt og síðan þegar það dettur meira inn í myndina þá leggur það frá sér poppið og opnar bara munninn. Myndin kallar eiginlega á þig en við sérhæfum okkur í að breyta tímaskyninu, við vinnum mikið með „timelapse“ og fleiri brögð sem breyta tímanum í báðar áttir og opnar nýja heima.“ Pétur mun nú taka pásu frá kvikmyndagerð en hann lamaðist fyrir neðan mitti eftir slys á nýársnótt árið 2011. Hann er staddur í Suður-Þýskalandi og býr sig undir læknamat fyrir svokallað „phase 1 human trial“ þar sem prófað verður að græða rafskaut á neðanverða mænuna en það er í fyrsta skipti sem aðferðin verður prófuð á manni. „Aðalástæðan fyrir því að ég er í pásu er að það tekur úr þér kraft að gera mynd af þessari gráðu,“ en gerð myndarinnar tók heil þrjú ár. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Hún er í sama flokki og myndirnar Baraka, Samsara og Koyaanisqatsi. Þetta er fyrsta íslenska myndin í fullri lengd sem er í flokki „non-narrative mynda“, örugglega af því að vinnan við að búa til svona mynd er svo mikil að það hefur enginn nennt því hingað til,“ segir Pétur Kristján Guðmundsson hlæjandi, leikstjóri kvikmyndarinnar Heildar. Myndin segir ákveðna sögu en í staðinn fyrir sögumann þá er það myndmálið sem segir söguna. Nú er hægt að streyma myndinni í Vimeo-On-Demand en í byrjun desember verður hún fáanleg á DVD og á VOD-þjónustunni. Að sögn Péturs kviknaði áhugi hans á að gera svona mynd þegar hann gerði stuttmynd í svipuðum dúr árið 2010. „Ég var náttúrulega mikill aðdáandi Ron Fricke sem skaut Koyaanisqatsi og gerði þessa mynd. Þá áttaði ég mig á því að þetta var einhvern veginn ekki nóg. Ísland býður upp á svo margt þannig að þetta var ekki nóg fyrir mig.“Heild gerist á einu ári og fylgist með árstíðunum. „Hún fer í gegnum alls konar og heldur áhorfendunum við efnið með því að skipta oft um sýn. Við förum í gegnum mismunandi sýnir, til dæmis um brettamennsku, miðbæinn, norðurljós og vatn í „slow motion“ á meðan myndin reifar sig í gegnum þessar árstíðabreytingar.“ Pétur segir myndina vera eins og sjónræna hugleiðslu. „Þú tekur myndina inn og rennur með henni, svo vaknarðu eftir á og hugsar: „Hey, þetta var eitthvað nýtt.“ Ég man þegar við sýndum hana í bíó þá var fólk fyrstu tuttugu mínúturnar að borða poppkornið sitt og síðan þegar það dettur meira inn í myndina þá leggur það frá sér poppið og opnar bara munninn. Myndin kallar eiginlega á þig en við sérhæfum okkur í að breyta tímaskyninu, við vinnum mikið með „timelapse“ og fleiri brögð sem breyta tímanum í báðar áttir og opnar nýja heima.“ Pétur mun nú taka pásu frá kvikmyndagerð en hann lamaðist fyrir neðan mitti eftir slys á nýársnótt árið 2011. Hann er staddur í Suður-Þýskalandi og býr sig undir læknamat fyrir svokallað „phase 1 human trial“ þar sem prófað verður að græða rafskaut á neðanverða mænuna en það er í fyrsta skipti sem aðferðin verður prófuð á manni. „Aðalástæðan fyrir því að ég er í pásu er að það tekur úr þér kraft að gera mynd af þessari gráðu,“ en gerð myndarinnar tók heil þrjú ár.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira