Býr til ævintýraheim í stofunni Vera Einarsdóttir skrifar 26. nóvember 2014 16:00 Andrés er hvergi nærri hættur að skreyta þetta árið. Hann er skreytingahönnuður Hilton-hótelanna og mun skreyta hátt í þrjátíu jólatré þar á bæ. MYND/VALLI Innanhússarkitektinn Andrés James Andrésson hefur sett upp lítinn jólatrjáaskóg í stofunni. Hann hefur sankað að sér jólaskrauti á ferðum sínum um heiminn og útkoman er ævintýri líkust. Andrés leggur þó áherslu á að halda jafnvægi og að stilla öðru skrati í hóf. Andrés hefur alltaf verið mikið jólabarn. „Foreldrar mínir skreyttu mikið bæði innanhúss og utan og það var svolítil „Christmas Vacation“-stemning hjá okkur,“ segir Andrés en margir kannast við þá sígildu jólamynd með Chevy Chase í broddi fylkingar. Þar gegndi jólaskrautið veigamiklu hlutverki.Andrés heldur mikið upp á handmálað pólskt jólaskraut sem hann hefur keypt á jólamörkuðum á Ítalíu og víðar. Mikið af því prýðir jólatrén.Andrés hefur sankað að sér jólaskrauti úr ýmsum áttum í gegnum tíðina og kaupir það aðallega á ferðum sínum erlendis. „Ég bjó á Ítalíu í þrjú ár og er mikið af skrautinu þaðan. Þar eru margir jólamarkaðir og meðal annars hægt að kaupa handmálað pólskt jólaskraut sem mér þykir sérstaklega fallegt.“ Andrés hefur yfirleitt verið með eitt gervitré en þetta árið ákvað hann að hafa þau tvö og búa til lítinn jólatrjáaskóg í stofunni. „Ég hef lengi hugsað um þetta en lét loks verða af því. Ég átti alltaf aukatré í geymslunni og hví ekki að setja það upp.“ Rauði og hvíti liturinn eru áberandi á trjánum. Svo er þar mikið um leikfangaskraut í öllum regnbogans litum sem minnir um margt á gömul leikföng frá 1920, eða þar um bil. „Mér þykja þau svo falleg,“ segir Andrés. Það er mikið að gerast í trjánum og Andrési tekst að skapa sannkallaðan ævintýraheim sem auðvelt er að gleyma sér við að skoða. Hnotubrjóturinn við tréð er úr Pier en hann undirstrikar möguleikann á því að allt geti gerst og leikföngin jafnvel lifnað við eins og reyndin er í ballettinum sem kenndur er við hann „Það er líka þemað í svo mörgum jólamyndum. Jólin eru lítið ævintýri og jólatrén á mínu heimili undirstrika það. Andrés segist aldrei nöldra yfir álagi eða jólastressi. Hann nýtur þess að borða jólamatinn og bíður með ræktina fram í janúar. „Jólastress er bara eitthvað sem fólk býr til í höfðinu. Eins leiðinlegt og það hljómar þá snýst þetta aðallega um skipulag.“ Fyrir utan jólatrén setur Andrés upp seríur og stöku jólasveina og skraut hér og þar. „Ég vil samt alls ekki ofhlaða skrauti um alla íbúð. Það skiptir miklu máli að hafa gott jafnvægi. Heimili mitt er frekar látlaust og þótt mér finnist gaman að skreyta finnst mér líka gott að taka jólaskrautið niður. Eftir það kveiki ég varla á kertum.“Andrési tekst að skapa sannkallaðan ævintýraheim sem auðvelt er að gleyma sér við að skoða.Andrés tekur að sér hin ýmsu verkefni og hjálpar fólki að innrétta og endurskipuleggja heimili sín. Hann er jafnframt skreytingahönnuður Hilton-hótelanna hér á landi og í hans verkahring er skreyta hátt í þrjátíu jólatré í ár. „Þau verða aðeins misjöfn eftir rýmum en þó einhver tenging á milli.“ Andrés segir jólatrén á Hilton þó ansi ólík þeim sem hann er með heima enda mikilvægt að skreytingar séu nokkuð látlausar í opinberum rýmum. Annars segir Andrés Íslendinga sérstaklega skreytingaglaða og hafa ferðamenn sem koma hingað um jól haft orð á því við hann. „Fjölbreytileikinn er mikill og ferðamönnum finnst gaman að sjá hvernig við skreytum úti um alla borg.” Jólafréttir Mest lesið Gyðingakökur Jól Látlaust og stílhreint í ár Jólin Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Bráðum koma blessuð jólin Jól Trúum á allt sem gott er Jól Sannkallaðir hátíðadrengir Jól Svona á að pakka fallega Jólin Jólalag dagsins: Heims um ból með Jóhönnu Guðrúnu og Gospelkór Fíladelfíu Jól Eitt deig – þrenns konar smákökur Jól
Innanhússarkitektinn Andrés James Andrésson hefur sett upp lítinn jólatrjáaskóg í stofunni. Hann hefur sankað að sér jólaskrauti á ferðum sínum um heiminn og útkoman er ævintýri líkust. Andrés leggur þó áherslu á að halda jafnvægi og að stilla öðru skrati í hóf. Andrés hefur alltaf verið mikið jólabarn. „Foreldrar mínir skreyttu mikið bæði innanhúss og utan og það var svolítil „Christmas Vacation“-stemning hjá okkur,“ segir Andrés en margir kannast við þá sígildu jólamynd með Chevy Chase í broddi fylkingar. Þar gegndi jólaskrautið veigamiklu hlutverki.Andrés heldur mikið upp á handmálað pólskt jólaskraut sem hann hefur keypt á jólamörkuðum á Ítalíu og víðar. Mikið af því prýðir jólatrén.Andrés hefur sankað að sér jólaskrauti úr ýmsum áttum í gegnum tíðina og kaupir það aðallega á ferðum sínum erlendis. „Ég bjó á Ítalíu í þrjú ár og er mikið af skrautinu þaðan. Þar eru margir jólamarkaðir og meðal annars hægt að kaupa handmálað pólskt jólaskraut sem mér þykir sérstaklega fallegt.“ Andrés hefur yfirleitt verið með eitt gervitré en þetta árið ákvað hann að hafa þau tvö og búa til lítinn jólatrjáaskóg í stofunni. „Ég hef lengi hugsað um þetta en lét loks verða af því. Ég átti alltaf aukatré í geymslunni og hví ekki að setja það upp.“ Rauði og hvíti liturinn eru áberandi á trjánum. Svo er þar mikið um leikfangaskraut í öllum regnbogans litum sem minnir um margt á gömul leikföng frá 1920, eða þar um bil. „Mér þykja þau svo falleg,“ segir Andrés. Það er mikið að gerast í trjánum og Andrési tekst að skapa sannkallaðan ævintýraheim sem auðvelt er að gleyma sér við að skoða. Hnotubrjóturinn við tréð er úr Pier en hann undirstrikar möguleikann á því að allt geti gerst og leikföngin jafnvel lifnað við eins og reyndin er í ballettinum sem kenndur er við hann „Það er líka þemað í svo mörgum jólamyndum. Jólin eru lítið ævintýri og jólatrén á mínu heimili undirstrika það. Andrés segist aldrei nöldra yfir álagi eða jólastressi. Hann nýtur þess að borða jólamatinn og bíður með ræktina fram í janúar. „Jólastress er bara eitthvað sem fólk býr til í höfðinu. Eins leiðinlegt og það hljómar þá snýst þetta aðallega um skipulag.“ Fyrir utan jólatrén setur Andrés upp seríur og stöku jólasveina og skraut hér og þar. „Ég vil samt alls ekki ofhlaða skrauti um alla íbúð. Það skiptir miklu máli að hafa gott jafnvægi. Heimili mitt er frekar látlaust og þótt mér finnist gaman að skreyta finnst mér líka gott að taka jólaskrautið niður. Eftir það kveiki ég varla á kertum.“Andrési tekst að skapa sannkallaðan ævintýraheim sem auðvelt er að gleyma sér við að skoða.Andrés tekur að sér hin ýmsu verkefni og hjálpar fólki að innrétta og endurskipuleggja heimili sín. Hann er jafnframt skreytingahönnuður Hilton-hótelanna hér á landi og í hans verkahring er skreyta hátt í þrjátíu jólatré í ár. „Þau verða aðeins misjöfn eftir rýmum en þó einhver tenging á milli.“ Andrés segir jólatrén á Hilton þó ansi ólík þeim sem hann er með heima enda mikilvægt að skreytingar séu nokkuð látlausar í opinberum rýmum. Annars segir Andrés Íslendinga sérstaklega skreytingaglaða og hafa ferðamenn sem koma hingað um jól haft orð á því við hann. „Fjölbreytileikinn er mikill og ferðamönnum finnst gaman að sjá hvernig við skreytum úti um alla borg.”
Jólafréttir Mest lesið Gyðingakökur Jól Látlaust og stílhreint í ár Jólin Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Bráðum koma blessuð jólin Jól Trúum á allt sem gott er Jól Sannkallaðir hátíðadrengir Jól Svona á að pakka fallega Jólin Jólalag dagsins: Heims um ból með Jóhönnu Guðrúnu og Gospelkór Fíladelfíu Jól Eitt deig – þrenns konar smákökur Jól