Benjamín dúfa flýgur út fyrir landsteinana Þórður Ingi Jónsson skrifar 28. nóvember 2014 08:00 Erlingi líst vel á handritið að kvikmyndinni Benjamín Dúfu. Vísir/Valgarður „Í stórum dráttum þá hringdi ég í Friðrik Erlingsson, rithöfund og dundaði mér í smá tíma við að færa þetta yfir á ensku,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Erlingur Jack Guðmundsson, sem hefur orðið sér úti um réttinn á Benjamín dúfu í Bandaríkjunum. Hann framleiddi einmitt hrollvekjuna Grafir og bein. „Mig langaði að gera mynd úti á einhverjum tímapunkti og fannst það kjörið verkefni þar sem flestir leikararnir eru krakkar og þú þarft ekki einhverja stóra stjörnu.“ Að sögn Erlings tók Friðrik vel í hugmyndina þannig að Erlingur sendi bókina út til framleiðandans Susan Kirr, sem kom meðal annars að myndunum A Scanner Darkly og The Tree of Life. „Hún las bókina yfir eina helgi og var strax til í þetta. Hún fékk Brandon Dickerson til að vinna í handritinu, sem hann mun skila af sér á allra næstu dögum. Hann hefur skrifað mikið fyrir Disney og gerði líka myndina Sironia.“ Erlingur segist vonast til að geta farið í tökur á næsta ári og að það væri ekki verra að fá íslenskan leikstjóra í þokkabót. „Það er allavega komið 30 prósetn fjármagn frá Texas og ég leita nú að fjárfestum á Íslandi sem eru til í eitthvað ævintýri,“ segir Erlingur og bætir við að handritið líti afar vel út. „Þetta er Ameríkuvætt aðeins en ekkert alltof mikið, þetta er enn þá sama sagan, sem er jákvætt. Nema hvað hún gerist í Texas og á ensku,“ segir Erlingur hlæjandi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Í stórum dráttum þá hringdi ég í Friðrik Erlingsson, rithöfund og dundaði mér í smá tíma við að færa þetta yfir á ensku,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Erlingur Jack Guðmundsson, sem hefur orðið sér úti um réttinn á Benjamín dúfu í Bandaríkjunum. Hann framleiddi einmitt hrollvekjuna Grafir og bein. „Mig langaði að gera mynd úti á einhverjum tímapunkti og fannst það kjörið verkefni þar sem flestir leikararnir eru krakkar og þú þarft ekki einhverja stóra stjörnu.“ Að sögn Erlings tók Friðrik vel í hugmyndina þannig að Erlingur sendi bókina út til framleiðandans Susan Kirr, sem kom meðal annars að myndunum A Scanner Darkly og The Tree of Life. „Hún las bókina yfir eina helgi og var strax til í þetta. Hún fékk Brandon Dickerson til að vinna í handritinu, sem hann mun skila af sér á allra næstu dögum. Hann hefur skrifað mikið fyrir Disney og gerði líka myndina Sironia.“ Erlingur segist vonast til að geta farið í tökur á næsta ári og að það væri ekki verra að fá íslenskan leikstjóra í þokkabót. „Það er allavega komið 30 prósetn fjármagn frá Texas og ég leita nú að fjárfestum á Íslandi sem eru til í eitthvað ævintýri,“ segir Erlingur og bætir við að handritið líti afar vel út. „Þetta er Ameríkuvætt aðeins en ekkert alltof mikið, þetta er enn þá sama sagan, sem er jákvætt. Nema hvað hún gerist í Texas og á ensku,“ segir Erlingur hlæjandi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira