Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson mun ekki taka slaginn með Brann í norsku B-deildinni á næstu leiktíð.
Hann er á förum frá félaginu eftir farsælan feril sem fékk miður góðan endi er liðið tapaði fyrir smáliði Mjöndalen í umspili um laust sæti í efstu deild að ári. Það tap var mikið áfall fyrir félagið sem er eitt það stærsta í Noregi.
Birkir Már er á förum til sænska félagsins Hammarby sem tryggði sér sæti í efstu deild á dögunum. Liðið ætlar að festa sig í sessi þar.
„Ég reikna með því að þetta gangi eftir enda ekki margir lausir endar sem á eftir að ganga frá,“ segir Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Birkis Más.
Birkir Már mun mæta til félagsins í læknisskoðun á þriðjudag og gangi allt að óskum mun hann í kjölfarið skrifa undir samning við félagið.
Birkir Már semur á þriðjudag

Tengdar fréttir

Birkir er á förum frá Brann
Áhugi á Birki Má frá bæði Danmörku og Svíþjóð.

Góða nótt, Brann
Birkir Már Sævarsson og félagar í Brann féllu í gær úr norsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir tap á móti Mjöndalen í tveimur umspilsleikjum. Litla liðið frá Mjöndalen spilar því í úrvalsdeildinni næsta sumar.

Brann féll úr norsku úrvalsdeildinni
Stuðningsmenn liðsins brjáluðust og tóku tapinu afar illa.

Birkir fer frá Brann eftir umspilið
Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson spilar sinn síðasta leik fyrir Brann á miðvikudag. Liðsins bíða tveir leikir í umspili um laust sæti í efstu deild að ári.