Markverðirnir stórbæta sig í atvinnumennskunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. nóvember 2014 08:00 Ingvar Jónsson var kosinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar af leikmönnum deildarinnar og heldur nú út í atvinnumennsku. Fréttablaðið/Vilhelm Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar til síðustu fjögurra ára, samdi við norska úrvalsdeildarliðið Start í gær og heldur í atvinnumennsku á nýju ári. Þar með er íslenska markvarðaþríeykið í landsliðinu, miðað við síðasta hóp, allt spilandi erlendis. Þetta hefur gerst nokkuð hratt, en Hannes Þór Halldórsson fór frá KR til Sandnes síðasta haust, Ögmundur Kristinsson til Randers í sumar og nú Ingvar til Start í Noregi. „Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst aukin geta. Við erum búnir að vera að sjá þróun á markvörðum hér heima og þeir verða bara betri. Við erum að fá mikið af ungum og efnilegum strákum inn og allri þjálfun er sinnt betur,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari KR og íslenska landsliðsins.Mennt er máttur Guðmundur segir árangur íslenska landsliðsins sem og árangur liða á borð við FH, Breiðablik, KR og Stjörnuna í Evrópu á undanförnum árum hafa mikið að segja. „Evrópuglugginn virðist opnari en nokkru sinni fyrr og þannig ná þessir strákar að vekja á sér athygli,“ segir Guðmundur, en bendir þó fyrst og fremst á betri þjálfun. „Markvarðaþjálfarar eru orðnir betur menntaðir en oft áður og það skilar sér í meiri gæðum. Stærsta skrefið hjá KSÍ var að taka menntun þessara þjálfara inn í leyfiskerfið og nú þurfa liðin að vera með einn slíkan í sínum röðum.“ Þessa dagana stendur einmitt yfir námskeið fyrir verðandi markvarðaþjálfara og þar má sjá nokkur kunnugleg andlit. „Það eru einir 14 þjálfarar á námskeiði núna, þar á meðal Þóra Helgadóttir og Stefán Logi Magnússon. Það er rosalega mikilvægt að fá svona reynslubolta inn í þetta sem hafa haft það að atvinnu. Það er þessi hópur sem við viljum fá inn í þetta,“ segir Guðmundur.Menn verða betri úti Guðmundur, sem haldið hefur utan um markverði landsliðsins í stjórnartíð Lars Lagerbäcks og Heimis Hallgrímssonar, segir rosalega mikilvægt fyrir þjálfarana að geta valið úr leikmönnum sem spila í atvinumennsku. „Við erum tilbúnir að gera allt fyrir þessa stráka hérna heima, en þegar allt kemur til alls er þetta ekki atvinnumennska. Ég þekki vel til Ögmundar og Hannesar og hef unnið með þeim í kringum landsliðið og sé alveg hversu mikið þeir hafa bætt sig á að fara í atvinnumennsku. Þeir sem fara út og geta sinnt þessu 100 prósent taka einfaldlega næsta skref. Nú eigum við sex markverði í atvinnumennsku. Þessi staða er alveg æðisleg,“ segir hann.Nú fá aðrir tækifæri Stjörnumenn ætla ekki að sækja sér nýjan markvörð til að leysa Ingvar af heldur munu Arnar Darri Pétursson (1991) og Sveinn Sigurður Jóhannesson (1995) berjast um markvarðarstöðuna hjá Íslandsmeisturunum. „Með þessu finnst mér Stjarnan vera að stíga stórt skref. Nú þarf Arnar Darri að sýna úr hverju hann er gerður og ég vil sjá hann taka risastórt skref. Hann hefur allt sem markvörður þarf að hafa. Sveinn Sigurður sýndi líka hvað hann getur þegar hann kom inn á í sumar og er búinn að vera Íslandsmeistari með Stjörnunni í 2. flokki tvö ár í röð. Það er flott að gefa þessum strákum tækifæri,“ segir Guðmundur, en þessar ferðir landsliðsmarkvarðanna í atvinnumennsku gefa einmitt fleirum tækifæri í Pepsi-deildinni. „Það sem gerist í framhaldinu þegar fleiri fara út, þá fá aðrir tækifæri í efstu deild og kannski ungir markverðir. Svona vindur þetta upp á sig og við getum haldið áfram að framleiða góða markverði fyrir félagsliðin okkar og landsliðið,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari landsliðsins. Íslenski boltinn Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira
Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar til síðustu fjögurra ára, samdi við norska úrvalsdeildarliðið Start í gær og heldur í atvinnumennsku á nýju ári. Þar með er íslenska markvarðaþríeykið í landsliðinu, miðað við síðasta hóp, allt spilandi erlendis. Þetta hefur gerst nokkuð hratt, en Hannes Þór Halldórsson fór frá KR til Sandnes síðasta haust, Ögmundur Kristinsson til Randers í sumar og nú Ingvar til Start í Noregi. „Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst aukin geta. Við erum búnir að vera að sjá þróun á markvörðum hér heima og þeir verða bara betri. Við erum að fá mikið af ungum og efnilegum strákum inn og allri þjálfun er sinnt betur,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari KR og íslenska landsliðsins.Mennt er máttur Guðmundur segir árangur íslenska landsliðsins sem og árangur liða á borð við FH, Breiðablik, KR og Stjörnuna í Evrópu á undanförnum árum hafa mikið að segja. „Evrópuglugginn virðist opnari en nokkru sinni fyrr og þannig ná þessir strákar að vekja á sér athygli,“ segir Guðmundur, en bendir þó fyrst og fremst á betri þjálfun. „Markvarðaþjálfarar eru orðnir betur menntaðir en oft áður og það skilar sér í meiri gæðum. Stærsta skrefið hjá KSÍ var að taka menntun þessara þjálfara inn í leyfiskerfið og nú þurfa liðin að vera með einn slíkan í sínum röðum.“ Þessa dagana stendur einmitt yfir námskeið fyrir verðandi markvarðaþjálfara og þar má sjá nokkur kunnugleg andlit. „Það eru einir 14 þjálfarar á námskeiði núna, þar á meðal Þóra Helgadóttir og Stefán Logi Magnússon. Það er rosalega mikilvægt að fá svona reynslubolta inn í þetta sem hafa haft það að atvinnu. Það er þessi hópur sem við viljum fá inn í þetta,“ segir Guðmundur.Menn verða betri úti Guðmundur, sem haldið hefur utan um markverði landsliðsins í stjórnartíð Lars Lagerbäcks og Heimis Hallgrímssonar, segir rosalega mikilvægt fyrir þjálfarana að geta valið úr leikmönnum sem spila í atvinumennsku. „Við erum tilbúnir að gera allt fyrir þessa stráka hérna heima, en þegar allt kemur til alls er þetta ekki atvinnumennska. Ég þekki vel til Ögmundar og Hannesar og hef unnið með þeim í kringum landsliðið og sé alveg hversu mikið þeir hafa bætt sig á að fara í atvinnumennsku. Þeir sem fara út og geta sinnt þessu 100 prósent taka einfaldlega næsta skref. Nú eigum við sex markverði í atvinnumennsku. Þessi staða er alveg æðisleg,“ segir hann.Nú fá aðrir tækifæri Stjörnumenn ætla ekki að sækja sér nýjan markvörð til að leysa Ingvar af heldur munu Arnar Darri Pétursson (1991) og Sveinn Sigurður Jóhannesson (1995) berjast um markvarðarstöðuna hjá Íslandsmeisturunum. „Með þessu finnst mér Stjarnan vera að stíga stórt skref. Nú þarf Arnar Darri að sýna úr hverju hann er gerður og ég vil sjá hann taka risastórt skref. Hann hefur allt sem markvörður þarf að hafa. Sveinn Sigurður sýndi líka hvað hann getur þegar hann kom inn á í sumar og er búinn að vera Íslandsmeistari með Stjörnunni í 2. flokki tvö ár í röð. Það er flott að gefa þessum strákum tækifæri,“ segir Guðmundur, en þessar ferðir landsliðsmarkvarðanna í atvinnumennsku gefa einmitt fleirum tækifæri í Pepsi-deildinni. „Það sem gerist í framhaldinu þegar fleiri fara út, þá fá aðrir tækifæri í efstu deild og kannski ungir markverðir. Svona vindur þetta upp á sig og við getum haldið áfram að framleiða góða markverði fyrir félagsliðin okkar og landsliðið,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari landsliðsins.
Íslenski boltinn Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira