Tími kominn á íþróttakonu ársins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2014 07:00 Margét Lára Viðarsdóttir, Vala Flosadóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir eru fjórar af fremstu íþróttakonum Íslandssögunnar. Þær eru líka einu konurnar sem hafa náð að rjúfa einokun karla þegar kemur að árlegri útnefningu Samtaka íþróttafréttamanna á titlinum Íþróttamanni ársins. Af 58 skiptum hafa konur fjórum sinnum unnið eða í sjö prósentum tilfella. Fyrstu áratugina sem útnefningin fór fram voru karlar í miklum meirihluta iðkenda hér á landi sem annars staðar sem skýrir að einhverju leyti hlutfallið. Sem betur fer hefur hlutur kvenna í íþróttum sem annars staðar í samfélaginu aukist til muna síðan. Ísland átti til dæmis ekki kvennalandslið í fótbolta fyrr en heilum 35 árum eftir að karlarnir spiluðu sinn fyrsta leik. Íþróttafréttamenn verða fyrstir til að viðurkenna að það er oftar en ekki mikill höfuðverkur að komast að niðurstöðu í valinu. Hver og einn íþróttafréttamaður, sem í dag eru 21 og allir af sama kyni, setur saman lista yfir tíu íþróttamenn. Epli eru borin saman við appelsínur þar til hver íþróttafréttamaður skilar listanum í sátt við samvisku sína. Fræðin eru ekki meiri en svo. Sjálfur greiddi ég Anítu Hinriksdóttur atkvæði mitt í fyrsta sætið í fyrra. Gylfi Þór Sigurðsson var í öðru sæti á mínum lista. Svo fór að Gylfi var kjörinn íþróttamaður ársins með töluverðum yfirburðum og var mjög vel að því kominn. Hefði verið kjör í kvennaflokki hefði Aníta sömuleiðis landað titlinum með yfirburðum. Það heyrir til undantekninga að konur og menn keppi hvert gegn öðru í íþróttum. Hvers vegna ættu þau að „keppa“ hvert gegn öðru um titilinn íþróttamaður ársins? Einu rökin á móti er hefðin. Rök sem halda litlu vatni þegar kemur að jafnréttisbaráttu. Ég trúi ekki öðru en félagar mínir í samtökum íþróttafréttamanna velti því vandlega fyrir sér að gera breytingu á kjörinu á aðalfundi sínum í vor og kjósi í kjölfarið árlega íþróttakarl og -konu ársins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Margét Lára Viðarsdóttir, Vala Flosadóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir eru fjórar af fremstu íþróttakonum Íslandssögunnar. Þær eru líka einu konurnar sem hafa náð að rjúfa einokun karla þegar kemur að árlegri útnefningu Samtaka íþróttafréttamanna á titlinum Íþróttamanni ársins. Af 58 skiptum hafa konur fjórum sinnum unnið eða í sjö prósentum tilfella. Fyrstu áratugina sem útnefningin fór fram voru karlar í miklum meirihluta iðkenda hér á landi sem annars staðar sem skýrir að einhverju leyti hlutfallið. Sem betur fer hefur hlutur kvenna í íþróttum sem annars staðar í samfélaginu aukist til muna síðan. Ísland átti til dæmis ekki kvennalandslið í fótbolta fyrr en heilum 35 árum eftir að karlarnir spiluðu sinn fyrsta leik. Íþróttafréttamenn verða fyrstir til að viðurkenna að það er oftar en ekki mikill höfuðverkur að komast að niðurstöðu í valinu. Hver og einn íþróttafréttamaður, sem í dag eru 21 og allir af sama kyni, setur saman lista yfir tíu íþróttamenn. Epli eru borin saman við appelsínur þar til hver íþróttafréttamaður skilar listanum í sátt við samvisku sína. Fræðin eru ekki meiri en svo. Sjálfur greiddi ég Anítu Hinriksdóttur atkvæði mitt í fyrsta sætið í fyrra. Gylfi Þór Sigurðsson var í öðru sæti á mínum lista. Svo fór að Gylfi var kjörinn íþróttamaður ársins með töluverðum yfirburðum og var mjög vel að því kominn. Hefði verið kjör í kvennaflokki hefði Aníta sömuleiðis landað titlinum með yfirburðum. Það heyrir til undantekninga að konur og menn keppi hvert gegn öðru í íþróttum. Hvers vegna ættu þau að „keppa“ hvert gegn öðru um titilinn íþróttamaður ársins? Einu rökin á móti er hefðin. Rök sem halda litlu vatni þegar kemur að jafnréttisbaráttu. Ég trúi ekki öðru en félagar mínir í samtökum íþróttafréttamanna velti því vandlega fyrir sér að gera breytingu á kjörinu á aðalfundi sínum í vor og kjósi í kjölfarið árlega íþróttakarl og -konu ársins.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun