Jólasjúk sópransöngkona í Hafnarborg 1. desember 2014 13:30 Hanna Þóra ætlar að gefa gestum tónleikanna uppskrift að jóladesert. .Mynd úr einkasafni Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran kemur fram á hádegistónleikum í Hafnarborg þriðjudaginn 2. desember kl. 12 ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara. Tónleikarnir bera nafnið Maríustund en þar mun Hanna Þóra syngja ljóð, bænir og aríur sem tengjast heilagri Maríu og jólunum. „Hanna Þóra býr á Akranesi og er bæjarlistamaður Akraness núna. Hún er svo jólasjúk að hún verður búin að skreyta jólatréð og ætlar að gefa gestum tónleikanna uppskrift að jóladesert,“ segir Antonía. Á efnisskránni eru Maríubænir og ljóð sem margir þekkja en eru með óvenjulegan bakgrunn sem Antonía ætlar að segja frá. Einnig verður eitt lag sem fáir hafa hlýtt á í þessu samhengi. Það var klippt út úr kvikmyndatónlist og talsvert amstur kostaði að ná í nóturnar að því, að sögn Antoníu. Á meðal hlutverka sem Hanna Þóra hefur sungið má nefna Drekafluguna í Töfraheimi Prakkarans eftir Ravel, Genovefa úr Systir Angelicu eftir Puccini, greifynjuna í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, og Ines í Il Trovatore eftir Verdi. Árið 2014 söng hún hlutverk daggarálfsins og Óla lokbrá í barnaóperunni Hans og Grétu á vegum Óp-hópsins og var einsöngvari í Óperunni Ragnheiði eftir þá Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson sem sett var upp af Íslensku óperunni og jafnframt fór hún með hlutverk í óperunni Skáldið og biskupsdóttirin eftir Alexöndru Chernyshova og Guðrúnu Ásmundsdóttur sem frumflutt var í Hallgrímskirkju í Saurbæ í vor. Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund, þeir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Húsið verður opnað klukkan 11.30. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran kemur fram á hádegistónleikum í Hafnarborg þriðjudaginn 2. desember kl. 12 ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara. Tónleikarnir bera nafnið Maríustund en þar mun Hanna Þóra syngja ljóð, bænir og aríur sem tengjast heilagri Maríu og jólunum. „Hanna Þóra býr á Akranesi og er bæjarlistamaður Akraness núna. Hún er svo jólasjúk að hún verður búin að skreyta jólatréð og ætlar að gefa gestum tónleikanna uppskrift að jóladesert,“ segir Antonía. Á efnisskránni eru Maríubænir og ljóð sem margir þekkja en eru með óvenjulegan bakgrunn sem Antonía ætlar að segja frá. Einnig verður eitt lag sem fáir hafa hlýtt á í þessu samhengi. Það var klippt út úr kvikmyndatónlist og talsvert amstur kostaði að ná í nóturnar að því, að sögn Antoníu. Á meðal hlutverka sem Hanna Þóra hefur sungið má nefna Drekafluguna í Töfraheimi Prakkarans eftir Ravel, Genovefa úr Systir Angelicu eftir Puccini, greifynjuna í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, og Ines í Il Trovatore eftir Verdi. Árið 2014 söng hún hlutverk daggarálfsins og Óla lokbrá í barnaóperunni Hans og Grétu á vegum Óp-hópsins og var einsöngvari í Óperunni Ragnheiði eftir þá Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson sem sett var upp af Íslensku óperunni og jafnframt fór hún með hlutverk í óperunni Skáldið og biskupsdóttirin eftir Alexöndru Chernyshova og Guðrúnu Ásmundsdóttur sem frumflutt var í Hallgrímskirkju í Saurbæ í vor. Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund, þeir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Húsið verður opnað klukkan 11.30.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira