Ætlum að klára dæmið á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2014 06:30 Þórey Rósa gerir ráð fyrir að það verði erfiðara að spila gegn Makedóníu en Ítalíu. fréttablaðið/stefán Eftir tvo sannfærandi sigra á Ítalíu er íslenska landsliðið í góðri stöðu á toppi síns riðils í forkeppni HM 2015. Liðið þarf aðeins eitt stig úr leikjunum tveimur gegn Makedóníu sem fram undan eru en liðin mætast í Laugardalshöllinni í kvöld. Ítalía vann Makedóníu tvívegis í síðasta mánuði en þrátt fyrir það reikna þjálfarar og leikmenn íslenska liðsins með erfiðum leik enda hafi sigur Ítalanna á makedónska liðinu komið mjög á óvart. Breytingar voru gerðar á liði Makedóníu eftir ósigrana. Skipt var um þjálfara og kallað á leikmenn sem ekki voru með í leikjunum gegn Ítalíu. „Það getur því vel verið að þær séu að mæta mun sterkari til leiks nú,“ sagði hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir í samtali við Fréttablaðið. „Þær voru afar ósáttar við að tapa þessum leikjum og því má reikna með að það verði miklar breytingar á liðinu,“ segir Þórey Rósa en íslenska liðið hefur búið sig undir leikinn með myndefni frá leikjum Ítalíu og Makedóníu. „Við reiknum þó allt eins með því að þær geri eitthvað allt annað og þá eitthvað sem við höfum ekki undirbúið okkur undir. Við þurfum því að gæta þess að vera sérstaklega vel undirbúnar í leiknum sjálfum.“Ætla að keyra grimmt á þær Varnarleikur og markvarsla Íslands gegn Ítalíu var afar öflug og Þórey Rósa segir mikilvægt að halda uppteknum hætti. „Við þurfum að standa vörnina vel og keyra grimmt á þær í hraðaupphlaupum. Við sáum að þær eru afar hægar til baka,“ segir hún. Ljóst er að ef leikurinn tapast í kvöld verður hreinn úrslitaleikur í Skopje á laugardaginn um hvort liðið kemst áfram í umspilskeppnina. „Ef við töpum þá verður ferðin út mjög erfið. En við ætlum okkur að klára þetta á heimavelli og vera bara í góðum málum þarna úti.“ Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari hefur margóskað eftir því að handboltaáhugamenn í landinu sýni stuðning sinn í verki og mæti á völlinn. Þórey Rósa tekur undir það og biður fólk einnig um að taka vel undir í þjóðsöngnum. „Mér fannst ég bara vera í stúlknakór fyrir leikinn [gegn Ítalíu í Laugardalshöllinni] á fimmtudag. Það væri skemmtilegt ef allir gætu tekið hressilega undir og sungið með okkur.“ Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Eftir tvo sannfærandi sigra á Ítalíu er íslenska landsliðið í góðri stöðu á toppi síns riðils í forkeppni HM 2015. Liðið þarf aðeins eitt stig úr leikjunum tveimur gegn Makedóníu sem fram undan eru en liðin mætast í Laugardalshöllinni í kvöld. Ítalía vann Makedóníu tvívegis í síðasta mánuði en þrátt fyrir það reikna þjálfarar og leikmenn íslenska liðsins með erfiðum leik enda hafi sigur Ítalanna á makedónska liðinu komið mjög á óvart. Breytingar voru gerðar á liði Makedóníu eftir ósigrana. Skipt var um þjálfara og kallað á leikmenn sem ekki voru með í leikjunum gegn Ítalíu. „Það getur því vel verið að þær séu að mæta mun sterkari til leiks nú,“ sagði hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir í samtali við Fréttablaðið. „Þær voru afar ósáttar við að tapa þessum leikjum og því má reikna með að það verði miklar breytingar á liðinu,“ segir Þórey Rósa en íslenska liðið hefur búið sig undir leikinn með myndefni frá leikjum Ítalíu og Makedóníu. „Við reiknum þó allt eins með því að þær geri eitthvað allt annað og þá eitthvað sem við höfum ekki undirbúið okkur undir. Við þurfum því að gæta þess að vera sérstaklega vel undirbúnar í leiknum sjálfum.“Ætla að keyra grimmt á þær Varnarleikur og markvarsla Íslands gegn Ítalíu var afar öflug og Þórey Rósa segir mikilvægt að halda uppteknum hætti. „Við þurfum að standa vörnina vel og keyra grimmt á þær í hraðaupphlaupum. Við sáum að þær eru afar hægar til baka,“ segir hún. Ljóst er að ef leikurinn tapast í kvöld verður hreinn úrslitaleikur í Skopje á laugardaginn um hvort liðið kemst áfram í umspilskeppnina. „Ef við töpum þá verður ferðin út mjög erfið. En við ætlum okkur að klára þetta á heimavelli og vera bara í góðum málum þarna úti.“ Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari hefur margóskað eftir því að handboltaáhugamenn í landinu sýni stuðning sinn í verki og mæti á völlinn. Þórey Rósa tekur undir það og biður fólk einnig um að taka vel undir í þjóðsöngnum. „Mér fannst ég bara vera í stúlknakór fyrir leikinn [gegn Ítalíu í Laugardalshöllinni] á fimmtudag. Það væri skemmtilegt ef allir gætu tekið hressilega undir og sungið með okkur.“
Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira