Sérstakt sukk Skjóðan skrifar 3. desember 2014 13:00 Rök Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, fyrir þessum verkkaupum eru þau að viðkomandi lögfræðingar búi yfir dýrmætri reynslu af undirbúningi umfangsmikilla sakamála. Sérstakur saksóknari hefur allt frá hruni haft her manna í fullu starfi við rannsókn og saksókn hrunmála og að auki hafa menn í fullu starfi annars staðar verið í umfangsmikilli verktakavinnu fyrir sérstakan og þegið milljónir og jafnvel milljónatugi ofan á dagvinnulaunin sín. Sérstaka athygli vekur að verktakagreiðslur til Jóns H.B. Snorrasonar, aðstoðarlögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, hafa numið rúmlega 18 milljónum frá árinu 2010. Sigurður Tómas Magnússon lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, fær nokkru hærri greiðslur en aðstoðarlögreglustjórinn, eða ríflega 51 milljón frá árinu 2009. Telst það kannski ekki fullt starf að vera aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu eða lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík? Er svo lítið að gera í vinnunni að menn geti varið tugum stunda í mánuði hverjum í vinnu annars staðar? Rök Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, fyrir þessum verkkaupum eru þau að viðkomandi lögfræðingar búi yfir dýrmætri reynslu af undirbúningi umfangsmikilla sakamála. Sérstakur saksóknari á væntanlega við að hann treysti því að þessir tveir lögfræðingar hafi lært af mistökum vegna þess að árangur af saksóknarastörfum þeirra fram til þessa hefur í besta falli verið hóflegur. Jón H.B. Snorrason var yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Á ferli hans þar ber hæst stóra málverkamálið, sem eyðilagðist vegna klúðurs af hálfu deildarinnar. Baugsmálið klúðraðist nær fullkomlega í höndum efnahagsbrotadeildar Jóns H.B. og var flestum ákæruatriðum vísað frá dómi vegna þess hve óskýr og illa framsett ákæran var. Sigurður Tómas Magnússon tók við saksókn Baugsmálsins eftir klúðrið og endurákærði. Lítil frægðarför varð úr þeirri saksókn og niðurstaða Baugsmálsins fyrir Hæstarétti varð sú að nær ekkert stóð eftir af upphaflegum ákæruefnum og kærandi málsins hlaut dóm til jafns á við upphaflegan höfuðsakborning og dómurinn felldi nær allan málskostnað á ríkið. Þetta eru sérfræðingarnir sem Sérstakur saksóknari greiðir milljónatugi fyrir sérfræðiaðstoð og kann það að skýra ýmsan málatilbúnað af hálfu embættisins. Sakamál eru byggð á kærum sem embættinu berast en lítt rannsökuð sjálfstætt. Sérstakur saksóknari virðist hafa tekið að sér að vera refsivöndur í þágu hins nýja íslenska fjármálakerfis gegn einstaklingum og lögaðilum, sem stunduðu viðskipti á Íslandi fyrir hrun en eru ekki í hópi vildarvina fjármálakerfisins eftir hrun. Þetta hlýtur að teljast alveg sérstakt sukk og vandséð að til hagsbóta sé fyrir endurreisn íslensks atvinnu- og viðskiptalífs eftir hrun. En sérstakur er náttúrulega með reynslubolta í vinnu við þetta á verktakagreiðslum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur allt frá hruni haft her manna í fullu starfi við rannsókn og saksókn hrunmála og að auki hafa menn í fullu starfi annars staðar verið í umfangsmikilli verktakavinnu fyrir sérstakan og þegið milljónir og jafnvel milljónatugi ofan á dagvinnulaunin sín. Sérstaka athygli vekur að verktakagreiðslur til Jóns H.B. Snorrasonar, aðstoðarlögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, hafa numið rúmlega 18 milljónum frá árinu 2010. Sigurður Tómas Magnússon lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, fær nokkru hærri greiðslur en aðstoðarlögreglustjórinn, eða ríflega 51 milljón frá árinu 2009. Telst það kannski ekki fullt starf að vera aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu eða lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík? Er svo lítið að gera í vinnunni að menn geti varið tugum stunda í mánuði hverjum í vinnu annars staðar? Rök Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, fyrir þessum verkkaupum eru þau að viðkomandi lögfræðingar búi yfir dýrmætri reynslu af undirbúningi umfangsmikilla sakamála. Sérstakur saksóknari á væntanlega við að hann treysti því að þessir tveir lögfræðingar hafi lært af mistökum vegna þess að árangur af saksóknarastörfum þeirra fram til þessa hefur í besta falli verið hóflegur. Jón H.B. Snorrason var yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Á ferli hans þar ber hæst stóra málverkamálið, sem eyðilagðist vegna klúðurs af hálfu deildarinnar. Baugsmálið klúðraðist nær fullkomlega í höndum efnahagsbrotadeildar Jóns H.B. og var flestum ákæruatriðum vísað frá dómi vegna þess hve óskýr og illa framsett ákæran var. Sigurður Tómas Magnússon tók við saksókn Baugsmálsins eftir klúðrið og endurákærði. Lítil frægðarför varð úr þeirri saksókn og niðurstaða Baugsmálsins fyrir Hæstarétti varð sú að nær ekkert stóð eftir af upphaflegum ákæruefnum og kærandi málsins hlaut dóm til jafns á við upphaflegan höfuðsakborning og dómurinn felldi nær allan málskostnað á ríkið. Þetta eru sérfræðingarnir sem Sérstakur saksóknari greiðir milljónatugi fyrir sérfræðiaðstoð og kann það að skýra ýmsan málatilbúnað af hálfu embættisins. Sakamál eru byggð á kærum sem embættinu berast en lítt rannsökuð sjálfstætt. Sérstakur saksóknari virðist hafa tekið að sér að vera refsivöndur í þágu hins nýja íslenska fjármálakerfis gegn einstaklingum og lögaðilum, sem stunduðu viðskipti á Íslandi fyrir hrun en eru ekki í hópi vildarvina fjármálakerfisins eftir hrun. Þetta hlýtur að teljast alveg sérstakt sukk og vandséð að til hagsbóta sé fyrir endurreisn íslensks atvinnu- og viðskiptalífs eftir hrun. En sérstakur er náttúrulega með reynslubolta í vinnu við þetta á verktakagreiðslum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira