Rokið fær rómantískan blæ Friðrika Benónýsdóttir skrifar 6. desember 2014 14:00 Eva við riddarateppið í Þjóðminjasafninu sem varð kveikjan að Nálu. Vísir/vilhelm Hugmyndin kviknaði í raun og veru út frá teppi sem móðir mín saumaði eftir riddarateppinu á Þjóðminjasafninu,“ segir Eva Þengilsdóttir um tilurð bókarinnar Nálu. „Ég var svo heppin að þegar mamma lauk við teppið, 700 dögum eftir að hún byrjaði á því, þá gaf hún mér það og ég hef notið þess að horfa á það síðan. Þetta er merkilegt verk, stórt og mikið og ótal spor sem öll skipta máli. Hvert spor þarf að taka rétt og saman þurfa sporin að mynda mynstur. Þau þurfa síðan að ganga upp til að úr verði þessi sterka heild. Maður getur í raun yfirfært þetta á lífið sjálft, við þurfum öll að lifa í sátt og samlyndi hvert við annað og umhverfið til þess að allt fari vel. Já, svona verk kallar á að um það sé skrifað.“ Eva segir bókina í aðra röndina vera óð til íslensks menningararfs og handverks og á sama tíma pælingu um frið. „Við erum svo rík. Bæði að eiga þessar dásamlegu sögur, sem margar hverjar eru magnaðar, og svo allt þetta fallega handverk.“Aldrei of seint Nála segir frá riddara nokkrum sem geysist um á hesti sínu, berst við dreka og óvættir og raunar bara allt sem á vegi hans verður. Þar kemur að það er enginn eftir til að drepa og þá verður á vegi hans stúlkan Nála sem beitir sverði hans sem nál og hefst handa við að skapa nýjan heim. Myndirnar í bókinni eru í krosssaumsstíl og þær vann Eva innblásin af riddarateppinu. „Myndirnar eru allar mínar en ég nota brot úr mynstri úr teppinu til að vísa í það.“ Friðarboðskapur sögunnar fer ekki á milli mála enda er efnið Evu hugleikið. „Mér finnst mikilvægt þó að við búum á Íslandi og séum fjarri þeim stöðum þar sem bardagar geisa að við séum meðvituð um að við erum hluti af stærri heild og við gegnum mikilvægu hlutverki þegar kemur að friði. Boðskapur sögunnar er ekkert endilega aldurstengdur, þótt hún sé flokkuð sem bók fyrir börn upp að 10 ára aldri. Það er alltaf gaman að hverfa á vit ævintýranna og það er aldrei of seint að taka upp sverðin í eigin lífi og beita þeim með nýjum og frjórri hætti.“Ekki aftur snúið Eva er viðskipta- og stjórnsýslufræðingur að mennt en hefur nú alfarið helgað sig skriftum. Hvernig lá leiðin þangað? „Ég hef haft gaman af því að skrifa alveg frá því að ég var unglingur og hef líka verið í myndlistinni síðan. Fyrir tilviljun fékk ég í fangið verkefni fyrir rúmlega tíu árum sem leiddi til þess að ég fór að skrifa barnaefni fyrir sjónvarp, sem aftur leiddi til þess að ég fór að skrifa fyrir barnastarf kirkjunnar og svo fyrir leikskóla. Þannig að þetta vatt upp á sig, aðallega vegna þess að ég hafði svo ægilega gaman af þessu, og fyrsta bókin mín kom út fyrir tveimur árum og þá varð ekki aftur snúið.“ Hentirðu þá viðskiptafræðinni bara í ruslakörfuna? „Það er von að þú spyrjir. Ég hef verið svo heppin að þar sem ég hef starfað sem viðskiptafræðingur hef ég gjarnan verið í mjög skapandi verkefnum eða þar sem ég hef haft svigrúm til að skrifa og hanna. Eftir að við fjölskyldan fluttum til Genfar fyrir tveimur árum hef ég haft meiri tíma til að skrifa, en áður nýtti ég helst kvöldin og helgarnar. Nála er afraksturinn af þessum tveimur árum í Sviss og svo er auðvitað full skúffa af öðru efni. Ótrúlegt hvað þessar skúffur geta orðið djúpar!“Hvað er vinsælast? Það vekur forvitni mína að kona með áhuga á skrifum og myndlist hafi valið sér viðskiptafræði sem aðalfag í háskóla. Eva hlær þegar ég spyr um það og segir þá sögu ansi sérstaka. „Ég get eiginlega varla sagt frá því, en ég var í útlöndum þegar fresturinn til að skrá sig í Háskóla Íslands var að renna út og bað mömmu að fara og skrá mig. Ég vissi ekki að maður þyrfti að velja fag strax og þegar mamma kom upp eftir og fékk þær upplýsingar að hún yrði að skrá mig í ákveðið nám spurði hún bara hvað væri vinsælast og skráði mig í það fag. Ég kom svo heim eftir að skólinn var byrjaður og dreif mig bara í að klára þetta nám og hafði gaman af. Námið hefur nýst mér vel og ég hef lengst af unnið í þriðja geiranum, meðal annars fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Blindrafélagið auk þess sem ég vann um tíma fyrir Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Ég hef mikinn áhuga á grasrótinni og því hvernig við sem samfélag leysum okkar mál. Ég dreif mig því í framhaldi af viðskiptafræðinni í MPA-nám, Master of Public Administration, eða stjórnsýslufræði.“Saumaðir þú það? Eva býr enn í Genf en er heima til að fylgja Nálu eftir með upplestrum í skólum og víðar. Hún segir mjög gefandi og skemmtilegt að lesa upp fyrir börn og þau segi oft hluti sem hvetji hana til umhugsunar. „Ég hef verið að lesa fyrir börn í fyrsta til þriðja bekk og það er ægilega gaman. Ég er búin að fara í eina sextán skóla og það byrjaði rosalega vel. Í fyrsta skólanum var ég spurð hvort ég væri orðin tólf ára, sem ég var dálítið ánægð með, í næsta skóla var ég spurð hvort ég væri kannski 67 ára, sem ég gat alveg þolað. Svo versnaði í því í þriðja skólanum þegar ég var að segja krökkunum frá riddarateppinu og hvað það væri gamalt, meira en 300 ára. Þá réttir einn ákafur upp höndina og spyr: „Saumaðir þú það?“ Þá var maður skák og mát. Þau eru alveg yndisleg, þessir krakkar.“ Búsetan í Sviss hefur haft áhrif á skrif Evu og sýn hennar á Ísland. „Þegar maður býr úti sækir allt sem er heima sterkar á mann. Meira að segja rokið fær á sig rómantískan blæ. Það skolaðist reyndar af mér um síðustu helgi þegar ég var að lesa upp í Heiðmörk og þurfti að skríða eftir jörðinni til að komast úr bílnum inn á kaffihúsið.“ Kom tilnefningin til Íslensku bókmenntaverðlaunanna þér á óvart? „Já, auðvitað gerði hún það. Og ég er innilega þakklát fyrir að fá hana. Maður skrifar um eitthvað sem stendur manni nærri og leggur það í dóm lesenda án þess að vita neitt um það hvernig því verður tekið. Ég er búin að leggja miklu vinnu í þessa bók og er mjög þakklát fyrir að það skuli vera skilningur á verkinu og fólk taki því vel. Það þykir manni vænt um.“ Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hugmyndin kviknaði í raun og veru út frá teppi sem móðir mín saumaði eftir riddarateppinu á Þjóðminjasafninu,“ segir Eva Þengilsdóttir um tilurð bókarinnar Nálu. „Ég var svo heppin að þegar mamma lauk við teppið, 700 dögum eftir að hún byrjaði á því, þá gaf hún mér það og ég hef notið þess að horfa á það síðan. Þetta er merkilegt verk, stórt og mikið og ótal spor sem öll skipta máli. Hvert spor þarf að taka rétt og saman þurfa sporin að mynda mynstur. Þau þurfa síðan að ganga upp til að úr verði þessi sterka heild. Maður getur í raun yfirfært þetta á lífið sjálft, við þurfum öll að lifa í sátt og samlyndi hvert við annað og umhverfið til þess að allt fari vel. Já, svona verk kallar á að um það sé skrifað.“ Eva segir bókina í aðra röndina vera óð til íslensks menningararfs og handverks og á sama tíma pælingu um frið. „Við erum svo rík. Bæði að eiga þessar dásamlegu sögur, sem margar hverjar eru magnaðar, og svo allt þetta fallega handverk.“Aldrei of seint Nála segir frá riddara nokkrum sem geysist um á hesti sínu, berst við dreka og óvættir og raunar bara allt sem á vegi hans verður. Þar kemur að það er enginn eftir til að drepa og þá verður á vegi hans stúlkan Nála sem beitir sverði hans sem nál og hefst handa við að skapa nýjan heim. Myndirnar í bókinni eru í krosssaumsstíl og þær vann Eva innblásin af riddarateppinu. „Myndirnar eru allar mínar en ég nota brot úr mynstri úr teppinu til að vísa í það.“ Friðarboðskapur sögunnar fer ekki á milli mála enda er efnið Evu hugleikið. „Mér finnst mikilvægt þó að við búum á Íslandi og séum fjarri þeim stöðum þar sem bardagar geisa að við séum meðvituð um að við erum hluti af stærri heild og við gegnum mikilvægu hlutverki þegar kemur að friði. Boðskapur sögunnar er ekkert endilega aldurstengdur, þótt hún sé flokkuð sem bók fyrir börn upp að 10 ára aldri. Það er alltaf gaman að hverfa á vit ævintýranna og það er aldrei of seint að taka upp sverðin í eigin lífi og beita þeim með nýjum og frjórri hætti.“Ekki aftur snúið Eva er viðskipta- og stjórnsýslufræðingur að mennt en hefur nú alfarið helgað sig skriftum. Hvernig lá leiðin þangað? „Ég hef haft gaman af því að skrifa alveg frá því að ég var unglingur og hef líka verið í myndlistinni síðan. Fyrir tilviljun fékk ég í fangið verkefni fyrir rúmlega tíu árum sem leiddi til þess að ég fór að skrifa barnaefni fyrir sjónvarp, sem aftur leiddi til þess að ég fór að skrifa fyrir barnastarf kirkjunnar og svo fyrir leikskóla. Þannig að þetta vatt upp á sig, aðallega vegna þess að ég hafði svo ægilega gaman af þessu, og fyrsta bókin mín kom út fyrir tveimur árum og þá varð ekki aftur snúið.“ Hentirðu þá viðskiptafræðinni bara í ruslakörfuna? „Það er von að þú spyrjir. Ég hef verið svo heppin að þar sem ég hef starfað sem viðskiptafræðingur hef ég gjarnan verið í mjög skapandi verkefnum eða þar sem ég hef haft svigrúm til að skrifa og hanna. Eftir að við fjölskyldan fluttum til Genfar fyrir tveimur árum hef ég haft meiri tíma til að skrifa, en áður nýtti ég helst kvöldin og helgarnar. Nála er afraksturinn af þessum tveimur árum í Sviss og svo er auðvitað full skúffa af öðru efni. Ótrúlegt hvað þessar skúffur geta orðið djúpar!“Hvað er vinsælast? Það vekur forvitni mína að kona með áhuga á skrifum og myndlist hafi valið sér viðskiptafræði sem aðalfag í háskóla. Eva hlær þegar ég spyr um það og segir þá sögu ansi sérstaka. „Ég get eiginlega varla sagt frá því, en ég var í útlöndum þegar fresturinn til að skrá sig í Háskóla Íslands var að renna út og bað mömmu að fara og skrá mig. Ég vissi ekki að maður þyrfti að velja fag strax og þegar mamma kom upp eftir og fékk þær upplýsingar að hún yrði að skrá mig í ákveðið nám spurði hún bara hvað væri vinsælast og skráði mig í það fag. Ég kom svo heim eftir að skólinn var byrjaður og dreif mig bara í að klára þetta nám og hafði gaman af. Námið hefur nýst mér vel og ég hef lengst af unnið í þriðja geiranum, meðal annars fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Blindrafélagið auk þess sem ég vann um tíma fyrir Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Ég hef mikinn áhuga á grasrótinni og því hvernig við sem samfélag leysum okkar mál. Ég dreif mig því í framhaldi af viðskiptafræðinni í MPA-nám, Master of Public Administration, eða stjórnsýslufræði.“Saumaðir þú það? Eva býr enn í Genf en er heima til að fylgja Nálu eftir með upplestrum í skólum og víðar. Hún segir mjög gefandi og skemmtilegt að lesa upp fyrir börn og þau segi oft hluti sem hvetji hana til umhugsunar. „Ég hef verið að lesa fyrir börn í fyrsta til þriðja bekk og það er ægilega gaman. Ég er búin að fara í eina sextán skóla og það byrjaði rosalega vel. Í fyrsta skólanum var ég spurð hvort ég væri orðin tólf ára, sem ég var dálítið ánægð með, í næsta skóla var ég spurð hvort ég væri kannski 67 ára, sem ég gat alveg þolað. Svo versnaði í því í þriðja skólanum þegar ég var að segja krökkunum frá riddarateppinu og hvað það væri gamalt, meira en 300 ára. Þá réttir einn ákafur upp höndina og spyr: „Saumaðir þú það?“ Þá var maður skák og mát. Þau eru alveg yndisleg, þessir krakkar.“ Búsetan í Sviss hefur haft áhrif á skrif Evu og sýn hennar á Ísland. „Þegar maður býr úti sækir allt sem er heima sterkar á mann. Meira að segja rokið fær á sig rómantískan blæ. Það skolaðist reyndar af mér um síðustu helgi þegar ég var að lesa upp í Heiðmörk og þurfti að skríða eftir jörðinni til að komast úr bílnum inn á kaffihúsið.“ Kom tilnefningin til Íslensku bókmenntaverðlaunanna þér á óvart? „Já, auðvitað gerði hún það. Og ég er innilega þakklát fyrir að fá hana. Maður skrifar um eitthvað sem stendur manni nærri og leggur það í dóm lesenda án þess að vita neitt um það hvernig því verður tekið. Ég er búin að leggja miklu vinnu í þessa bók og er mjög þakklát fyrir að það skuli vera skilningur á verkinu og fólk taki því vel. Það þykir manni vænt um.“
Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira