Sorrí sigraði með yfirburðum 6. desember 2014 12:45 Sorrí og co! Við höldum áfram þeim samkvæmisleik að velja verstu og bestu titla ársins og nú er komið að geisladiskunum. Þar bar diskur Prins Póló höfuð og herðar yfir keppinautana, tveir af hverjum þremur álitsgjöfum völdu Sorrí besta titil ársins. Mjórra var á munum í keppninni um versta titilinn en Liberté Gulla Briem marði sigur á Eru ekki allir sexí? Helga Björns. Besti titillinn1. sæti Sorrí - Prins póló Gott af því Prinsinn hefur akkúrat ekkert til að vera sorrí yfir. Sorrí, en ég gat ekki, ekki valið Sorrí. Lýsir hljómsveitinni fullkomlega. Einfaldur titill sem segir samt svo margt.2. sætiRökrétt framhald - Grísalappalísa Finnst bara fyndið að hugsa til þess að nokkuð sé rökrétt fyrir Grísalappalísu. Mjög rökrétt nafn á rökréttri plötu, en líka flottur titill og gæti hafa komið úr smiðju Megasar – sem eru ekki slæm meðmæli. Hér hyggst bandið væntanlega ætla að slá vopnin úr höndum gagnrýnanda sem oft nota þennan frasa og tekst það svona ljómandi vel.3. sætiMexico - GusGus Hljómar vel. Lúkkar vel. Bara alveg eins og GusGus. Kúl plötutitill hjá kúl bandi. C-ið gerir gæfumuninn. Gott að þeir eru hættir í K-inu.Versti titillinn1. sætiLiberté - Gulli Briem Hljómar sjúklega snobbað. Gulli gerir heiðarlega tilraun til að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í tilgerð. Fallegt orð – en franskt og verður því frekar tilgerðarlegt á íslenskri plötu.2. sætiEru ekki allir sexý? - Helgi Björns NEI! Ég er ekki viss hvort mér þyki þessi frasi henta sem plötutitill. Hann er ekki mjög sexý. Nei, Helgi. Ekki allir.3. sætiKöttur á heitri steypu - Gímaldin Ég mæli ekki með því að nýta sér þjónustu Google Translate þegar plötutitlar eru annars vegar. Léleg tilvísun.Umdeildir titlar Nokkrir plötutitlar fengu atkvæði bæði sem besti og versti titill.Besti:Eru ekki allir sexý – Helgi Björns „Að þetta sé fyrsta platan sem Helgi gefur út með þessum titli er furða. Sjaldan hefur „Save the best till last“ átt jafn vel við.“Versti:Mexico – GusGus „Greinilega bara nafn út í loftið, kannski hafa þeir verið að fletta landakorti. „Alaska“ hefði strax verið betra.“Versti:Rökrétt framhald – Grísalappalísa „Hugmyndasnautt nafn frá mjög hugmyndaríkri hljómsveit.“Heyrðu mig nú – AbamadamaBesti: „Skemmtilegur titill á plötu. Eitthvað svo hreinn og beinn með keim af orðagríni.“Versti: „Vonarstjörnur íslenskrar tónlistar. Og Heyrðu mig nú er það besta sem þeim datt í hug! Hvert er heimurinn að fara…“Einnig nefndirFjöldi plötutitla komst á blað hjá álitsgjöfum, bæði sem besti og versti titill.Versti titillHeim - Jón Jónsson Það eru bara stórstjörnur sem komast upp með að bjóða aðdáendum sínum upp á svona týpískan og glataðan plötutitil. Minni spámenn mega hins vegar skammast sín.Besti titillKælir varðhund - Stafrænn Hákon Maður leiðir hugann alls ekki nægilega oft að varðhundum í frystikistum. Þessi plötutitill breytir því og á því skilið verðlaun af einhverju tagi.Versti titillPalme - Ólöf Arnalds Olof Palme… Really? Í versta falli smekklaust djók, í besta falli hallærislegur einkahúmor. Fittar tónlistinni 0%.Besti titillO - Low Roar Er þetta einhver tíska núna að kalla plötur eftir bókstaf? En þetta er sniðugt, O eins og í báðum nöfnum á bandinu.Versti titillDiskó Berlín - Nýdönsk Diskó + Berlín = Nýdönsk. Þetta er bara jafna sem gengur ekki upp. Nýdönsk fann óvart upp á nafni á GusGus plötu.ÁlitsgjafarGunnar Lárus Hjálmarsson tónlistarmaðurAnna Margrét Björnsson blaðamaðurEinar Bárðarson umboðsmaður ÍslandsSara McMahon blaðamaðurSteinþór Helgi Arnsteinsson umboðsmaðurLilja Katrín Gunnarsdóttir blaðamaðurKjartan Guðmundsson dagskrárgerðarmaðurKolbrún Björt Sigfúsdóttir leikstjóriBjörn Teitsson tónlistargagnrýnandi Fréttir ársins 2014 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira
Við höldum áfram þeim samkvæmisleik að velja verstu og bestu titla ársins og nú er komið að geisladiskunum. Þar bar diskur Prins Póló höfuð og herðar yfir keppinautana, tveir af hverjum þremur álitsgjöfum völdu Sorrí besta titil ársins. Mjórra var á munum í keppninni um versta titilinn en Liberté Gulla Briem marði sigur á Eru ekki allir sexí? Helga Björns. Besti titillinn1. sæti Sorrí - Prins póló Gott af því Prinsinn hefur akkúrat ekkert til að vera sorrí yfir. Sorrí, en ég gat ekki, ekki valið Sorrí. Lýsir hljómsveitinni fullkomlega. Einfaldur titill sem segir samt svo margt.2. sætiRökrétt framhald - Grísalappalísa Finnst bara fyndið að hugsa til þess að nokkuð sé rökrétt fyrir Grísalappalísu. Mjög rökrétt nafn á rökréttri plötu, en líka flottur titill og gæti hafa komið úr smiðju Megasar – sem eru ekki slæm meðmæli. Hér hyggst bandið væntanlega ætla að slá vopnin úr höndum gagnrýnanda sem oft nota þennan frasa og tekst það svona ljómandi vel.3. sætiMexico - GusGus Hljómar vel. Lúkkar vel. Bara alveg eins og GusGus. Kúl plötutitill hjá kúl bandi. C-ið gerir gæfumuninn. Gott að þeir eru hættir í K-inu.Versti titillinn1. sætiLiberté - Gulli Briem Hljómar sjúklega snobbað. Gulli gerir heiðarlega tilraun til að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í tilgerð. Fallegt orð – en franskt og verður því frekar tilgerðarlegt á íslenskri plötu.2. sætiEru ekki allir sexý? - Helgi Björns NEI! Ég er ekki viss hvort mér þyki þessi frasi henta sem plötutitill. Hann er ekki mjög sexý. Nei, Helgi. Ekki allir.3. sætiKöttur á heitri steypu - Gímaldin Ég mæli ekki með því að nýta sér þjónustu Google Translate þegar plötutitlar eru annars vegar. Léleg tilvísun.Umdeildir titlar Nokkrir plötutitlar fengu atkvæði bæði sem besti og versti titill.Besti:Eru ekki allir sexý – Helgi Björns „Að þetta sé fyrsta platan sem Helgi gefur út með þessum titli er furða. Sjaldan hefur „Save the best till last“ átt jafn vel við.“Versti:Mexico – GusGus „Greinilega bara nafn út í loftið, kannski hafa þeir verið að fletta landakorti. „Alaska“ hefði strax verið betra.“Versti:Rökrétt framhald – Grísalappalísa „Hugmyndasnautt nafn frá mjög hugmyndaríkri hljómsveit.“Heyrðu mig nú – AbamadamaBesti: „Skemmtilegur titill á plötu. Eitthvað svo hreinn og beinn með keim af orðagríni.“Versti: „Vonarstjörnur íslenskrar tónlistar. Og Heyrðu mig nú er það besta sem þeim datt í hug! Hvert er heimurinn að fara…“Einnig nefndirFjöldi plötutitla komst á blað hjá álitsgjöfum, bæði sem besti og versti titill.Versti titillHeim - Jón Jónsson Það eru bara stórstjörnur sem komast upp með að bjóða aðdáendum sínum upp á svona týpískan og glataðan plötutitil. Minni spámenn mega hins vegar skammast sín.Besti titillKælir varðhund - Stafrænn Hákon Maður leiðir hugann alls ekki nægilega oft að varðhundum í frystikistum. Þessi plötutitill breytir því og á því skilið verðlaun af einhverju tagi.Versti titillPalme - Ólöf Arnalds Olof Palme… Really? Í versta falli smekklaust djók, í besta falli hallærislegur einkahúmor. Fittar tónlistinni 0%.Besti titillO - Low Roar Er þetta einhver tíska núna að kalla plötur eftir bókstaf? En þetta er sniðugt, O eins og í báðum nöfnum á bandinu.Versti titillDiskó Berlín - Nýdönsk Diskó + Berlín = Nýdönsk. Þetta er bara jafna sem gengur ekki upp. Nýdönsk fann óvart upp á nafni á GusGus plötu.ÁlitsgjafarGunnar Lárus Hjálmarsson tónlistarmaðurAnna Margrét Björnsson blaðamaðurEinar Bárðarson umboðsmaður ÍslandsSara McMahon blaðamaðurSteinþór Helgi Arnsteinsson umboðsmaðurLilja Katrín Gunnarsdóttir blaðamaðurKjartan Guðmundsson dagskrárgerðarmaðurKolbrún Björt Sigfúsdóttir leikstjóriBjörn Teitsson tónlistargagnrýnandi
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira