Íslenskur Reacher í MI5 Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. desember 2014 17:00 Ókyrrð Bækur: Ókyrrð Jón Óttar Ólafsson Bjartur Jón Óttar Ólafsson vakti töluverða athygli með fyrstu bók sinni, Hlustað, sem kom út í fyrra. Þar þótti daglegum störfum lögreglumanns í sakamálarannsókn lýst nákvæmar og sannferðugar en yfirleitt er gert í glæpasögum, enda höfundurinn fyrrverandi lögreglumaður. Í nýrri skáldsögu hans, Ókyrrð, kveður við dálítið annan tón því lögreglumaðurinn Davíð Arnarson, sem við kynntumst í Hlustað, tekur að sér að vera bresku lögreglunni til aðstoðar við að rannsaka morð á íslenskum doktorsnema í Cambridge og meirihluti sögunnar fer fram þar ytra. Atburðarásin er öll hin æsilegasta og kannski ekki sérlega trúverðug, en krafa um trúverðugleika á ekki beint heima við lestur glæpasagna svo það kemur ekki að sök. Ókyrrð er um margt frábrugðin hefðbundnum íslenskum glæpasögum, sver sig meira í ætt við æsibókmenntir að hætti Lee Child og Davíð breytist hér í harðsvíraðan bardagamann sem vílar ekki fyrir sér að krækja augu úr mönnum ef svo ber undir. Hjónaband hans hangir enn á horriminni en hann má ósköp lítið vera að því að vinna í þeim málum þar sem hann lendir í einum átökunum eftir önnur, sefur hjá grunaðri konu, gengur til liðs við bresku leyniþjóstuna MI5, berst við rússnesku mafíuna á Íslandi og útsendara múslimskra öfgaafla í Bretlandi, svo fátt eitt sé nefnt af því sem hann tekur sér fyrir hendur í Ókyrrð. Þar er ekki lognmollunni fyrir að fara. Sagan er haganlega fléttuð og lesandinn sogast inn í hringiðu atburðanna nauðugur viljugur, hættir að hnussa yfir því að svona gæti nú aldrei gerst í raunveruleikanum og kaupir þær forsendur sem sagan gefur sér án þess að mögla. Það er helst í bardagasenunum sem brúnirnar lyftast og maður á erfitt með að kyngja því sem lýst er. Helsti veikleiki sögunnar liggur nefnilega í því hve auðveldlega þessi venjulegi íslenski drumbur sem Davíð er gengur inn í hlutverk æsisagnahetjunnar og umturnast í Jack Reacher og önnur slík ofurmenni spennusagnanna. Hefði gjarna mátt leggja meiri rækt við persónusköpun aðalpersónunnar þar sem lesandinn á dálítið erfitt með að „halda með honum“ og þar með er ein aðalforsenda þess að að láta sig örlög hans varða brostin. Það er þó lítil hætta á að lesanda sem nýtur spennusagna leiðist við lestur Ókyrrðar. Hér er allt sem við á að éta; persónulegur harmur, alþjóðleg hryðjuverk, útsmognir glæpamenn, ástarævintýri, óhlýðni við yfirboðara, björgun söguhetju á elleftu stundu og svo framvegis. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvert Jón Óttar leiðir Davíð næst eftir þessa flugeldasýningu.Niðurstaða: Harðsoðin spennusaga að hætti Lee Child, viðburðarík og spennandi en líður dálítið fyrir slaka persónusköpun hetjunnar. Gagnrýni Menning Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bækur: Ókyrrð Jón Óttar Ólafsson Bjartur Jón Óttar Ólafsson vakti töluverða athygli með fyrstu bók sinni, Hlustað, sem kom út í fyrra. Þar þótti daglegum störfum lögreglumanns í sakamálarannsókn lýst nákvæmar og sannferðugar en yfirleitt er gert í glæpasögum, enda höfundurinn fyrrverandi lögreglumaður. Í nýrri skáldsögu hans, Ókyrrð, kveður við dálítið annan tón því lögreglumaðurinn Davíð Arnarson, sem við kynntumst í Hlustað, tekur að sér að vera bresku lögreglunni til aðstoðar við að rannsaka morð á íslenskum doktorsnema í Cambridge og meirihluti sögunnar fer fram þar ytra. Atburðarásin er öll hin æsilegasta og kannski ekki sérlega trúverðug, en krafa um trúverðugleika á ekki beint heima við lestur glæpasagna svo það kemur ekki að sök. Ókyrrð er um margt frábrugðin hefðbundnum íslenskum glæpasögum, sver sig meira í ætt við æsibókmenntir að hætti Lee Child og Davíð breytist hér í harðsvíraðan bardagamann sem vílar ekki fyrir sér að krækja augu úr mönnum ef svo ber undir. Hjónaband hans hangir enn á horriminni en hann má ósköp lítið vera að því að vinna í þeim málum þar sem hann lendir í einum átökunum eftir önnur, sefur hjá grunaðri konu, gengur til liðs við bresku leyniþjóstuna MI5, berst við rússnesku mafíuna á Íslandi og útsendara múslimskra öfgaafla í Bretlandi, svo fátt eitt sé nefnt af því sem hann tekur sér fyrir hendur í Ókyrrð. Þar er ekki lognmollunni fyrir að fara. Sagan er haganlega fléttuð og lesandinn sogast inn í hringiðu atburðanna nauðugur viljugur, hættir að hnussa yfir því að svona gæti nú aldrei gerst í raunveruleikanum og kaupir þær forsendur sem sagan gefur sér án þess að mögla. Það er helst í bardagasenunum sem brúnirnar lyftast og maður á erfitt með að kyngja því sem lýst er. Helsti veikleiki sögunnar liggur nefnilega í því hve auðveldlega þessi venjulegi íslenski drumbur sem Davíð er gengur inn í hlutverk æsisagnahetjunnar og umturnast í Jack Reacher og önnur slík ofurmenni spennusagnanna. Hefði gjarna mátt leggja meiri rækt við persónusköpun aðalpersónunnar þar sem lesandinn á dálítið erfitt með að „halda með honum“ og þar með er ein aðalforsenda þess að að láta sig örlög hans varða brostin. Það er þó lítil hætta á að lesanda sem nýtur spennusagna leiðist við lestur Ókyrrðar. Hér er allt sem við á að éta; persónulegur harmur, alþjóðleg hryðjuverk, útsmognir glæpamenn, ástarævintýri, óhlýðni við yfirboðara, björgun söguhetju á elleftu stundu og svo framvegis. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvert Jón Óttar leiðir Davíð næst eftir þessa flugeldasýningu.Niðurstaða: Harðsoðin spennusaga að hætti Lee Child, viðburðarík og spennandi en líður dálítið fyrir slaka persónusköpun hetjunnar.
Gagnrýni Menning Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira