Skoðunar er þörf Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. desember 2014 07:00 Fagna ber birtingu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á skýrslu um pyntingar sem CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna, beitti undir yfirskini baráttunnar við hryðjuverk. Um er að ræða stríðsglæpi sem ekki eiga að líðast. Liður í því að slíkt endurtaki sig ekki er að upplýst verði að fullu um athæfið nú. Vonandi fá gengið eftir kröfur um að bandarískir ráða- og embættismenn sem stóðu að óhugnaðinum verði sóttir til saka fyrir athæfið. Í yfirlýsingu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna í gær er enda bent á að sækja eigi fólk til saka fyrir pyntingar, rétt eins og fólk sé sótt til saka fyrir aðra glæpi, hvort sem viðkomandi hafi sjálfir tekið þátt í pyntingum, gefið öðrum skipanir um að pynta eða gert öðrum auðveldara fyrir að pynta. „Þeir geta ekki bara notið refsileysis vegna pólitískrar hentistefnu,“ segir í yfirlýsingunni sem vitnað er til í umfjöllun Fréttablaðsins í dag. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, rifjaði upp í umræðum á Alþingi í gær að Ísland væri meðal þeirra landa sem heimilað hefðu CIA flug með fanga í lofthelgi sinni. Slíkar vélar hafa líka lent hér og tekið vistir, án þess þó, að því er virðist, að gengið hafi verið úr skugga um hvort fangar væru um borð. Samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu leyniþjónustunefndarinnar bandarísku þá gæti flutningurinn sjálfur jafnvel flokkast sem pyntingar vegna þeirrar meðferðar sem fangarnir voru látnir sæta. Vitnað er til nokkurra skýrslna CIA þar sem aðferðum við fangaflutninginn er lýst og ljósmyndir birtar af flutningnum. Á myndunum kemur fram að fangarnir hafi alla jafna verið með hettu á höfði og hlekkjaðir á höndum og fótum. „Fangarnir voru látnir vera með eyrnaskjól til að skerða heyrn þeirra og þau voru venjulega fest með einangrunarlímbandi sem vafið var um höfuð fangans. Fangar CIA voru látnir klæðast bleyjum og neitað um að nota salerni um borð í flugvélinni,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að farið hafi eftir flugvélinni hvort fangarnir voru bundnir í sæti, eða hafðir í böndum á gólfi vélarinnar, líkt og um farm væri að ræða. Nógu skammarlegt er fyrir þessa þjóð að ráðamenn hafi látið hafa sig út í að vera á lista „viljugra þjóða“ sem studdu innrásina í Írak á upplognum sökum um gereyðingarvopn, þótt hún sé ekki líka bendluð við glæpsamlegar pyntingar Bandaríkjamanna. Upplýsa þarf um hver vissi hvað í íslensku stjórnkerfi í tengslum við fangaflug leyniþjónustu Bandaríkjanna. Eitt er að standa að pyntingum og annað að liðka fyrir eða stuðla að slíku framferði með aðgerðum eða aðgerðaleysi. Refsilaust á það ekki að vera hafi hér innanlands einhver vitandi lagt slíkum glæpum lið. Í öllu falli þarf að upplýsa um málið. Fyrst Bandaríkjamenn sýna þann manndóm að ráðast í svo erfiða tiltekt hjá sér, þá ætti það ekki að vefjast fyrir okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun
Fagna ber birtingu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á skýrslu um pyntingar sem CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna, beitti undir yfirskini baráttunnar við hryðjuverk. Um er að ræða stríðsglæpi sem ekki eiga að líðast. Liður í því að slíkt endurtaki sig ekki er að upplýst verði að fullu um athæfið nú. Vonandi fá gengið eftir kröfur um að bandarískir ráða- og embættismenn sem stóðu að óhugnaðinum verði sóttir til saka fyrir athæfið. Í yfirlýsingu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna í gær er enda bent á að sækja eigi fólk til saka fyrir pyntingar, rétt eins og fólk sé sótt til saka fyrir aðra glæpi, hvort sem viðkomandi hafi sjálfir tekið þátt í pyntingum, gefið öðrum skipanir um að pynta eða gert öðrum auðveldara fyrir að pynta. „Þeir geta ekki bara notið refsileysis vegna pólitískrar hentistefnu,“ segir í yfirlýsingunni sem vitnað er til í umfjöllun Fréttablaðsins í dag. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, rifjaði upp í umræðum á Alþingi í gær að Ísland væri meðal þeirra landa sem heimilað hefðu CIA flug með fanga í lofthelgi sinni. Slíkar vélar hafa líka lent hér og tekið vistir, án þess þó, að því er virðist, að gengið hafi verið úr skugga um hvort fangar væru um borð. Samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu leyniþjónustunefndarinnar bandarísku þá gæti flutningurinn sjálfur jafnvel flokkast sem pyntingar vegna þeirrar meðferðar sem fangarnir voru látnir sæta. Vitnað er til nokkurra skýrslna CIA þar sem aðferðum við fangaflutninginn er lýst og ljósmyndir birtar af flutningnum. Á myndunum kemur fram að fangarnir hafi alla jafna verið með hettu á höfði og hlekkjaðir á höndum og fótum. „Fangarnir voru látnir vera með eyrnaskjól til að skerða heyrn þeirra og þau voru venjulega fest með einangrunarlímbandi sem vafið var um höfuð fangans. Fangar CIA voru látnir klæðast bleyjum og neitað um að nota salerni um borð í flugvélinni,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að farið hafi eftir flugvélinni hvort fangarnir voru bundnir í sæti, eða hafðir í böndum á gólfi vélarinnar, líkt og um farm væri að ræða. Nógu skammarlegt er fyrir þessa þjóð að ráðamenn hafi látið hafa sig út í að vera á lista „viljugra þjóða“ sem studdu innrásina í Írak á upplognum sökum um gereyðingarvopn, þótt hún sé ekki líka bendluð við glæpsamlegar pyntingar Bandaríkjamanna. Upplýsa þarf um hver vissi hvað í íslensku stjórnkerfi í tengslum við fangaflug leyniþjónustu Bandaríkjanna. Eitt er að standa að pyntingum og annað að liðka fyrir eða stuðla að slíku framferði með aðgerðum eða aðgerðaleysi. Refsilaust á það ekki að vera hafi hér innanlands einhver vitandi lagt slíkum glæpum lið. Í öllu falli þarf að upplýsa um málið. Fyrst Bandaríkjamenn sýna þann manndóm að ráðast í svo erfiða tiltekt hjá sér, þá ætti það ekki að vefjast fyrir okkur.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun