Leyfið lögmanninum að skúra Pawel Bartoszek skrifar 13. desember 2014 07:00 Eitt þema er áberandi í umræðunni um útlendingamál. Það er menntaði útlendingurinn í láglaunastarfinu. Eðlisfræðingur að raka lauf. Hjúkrunarfræðingur að þrífa klósett. Læknir að vinna í frystihúsi. Sálfræðingur að passa börn í frímínútum. Sem sagt: hámenntað fólk að vinna illa launuð störf sem heimamenn „nenna ekki að vinna“. Fréttir eru auðvitað bara fréttir og ef þær eru sannar þýðir ekkert að amast við því að þær séu sagðar. En ég hef stundum áhyggjur af því hvaða ályktanir fólk getur dregið af svona sögum. Augljósasta ályktunin er bersýnilega sú að innflytjendur séu ekki metnir að verðleikum. Það er vissulega oft tilfellið og það er fínt að menn hafi áhyggjur af því. En það er önnur ályktun sem menn gjarnan draga af frásögnum sem þessum. Hún er: „Æi, eigum við nokkuð að vera að fá allt þetta fólk inn í landið ef við höfum ekkert að gera fyrir það?” Fólk hugsar kannski: Ef ég væri menntaður lögfræðingur og gæti bara unnið við að skúra gólf í frystihúsi þá þætti mér það glatað. Fólk dregur þá ályktun að öllum öðrum hljóti að þykja það glatað. Fólk fær neikvæða tilfinningu fyrir flutningum annars fólks milli landa.Sóun á hæfileikum? Einhverjum kann að þykja það til merkis um sóun að fólk vinni störf þar sem menntun þeirra nýtist ekki að fullu. Og það má vel vera að það sé rétt. En það er samt ekki okkar að taka ákvörðun um hvernig fólk eigi að nýta sína menntun. Sú ákvörðun er einungis ákvörðun fólksins sem um ræðir. Sá sem tekur ákvörðun um að flytjast inn á annað málsvæði veit oft að hann er að stíga út fyrir þægindarammann. En hann gerir það samt. Í sumum störfum er góð tungumálakunnátta einfaldlega forsenda þess að fagmenntun nýtist því að fullu. Þetta á til dæmis við í heilbrigðisgeiranum eða á öðrum sviðum þar sem krafist er samskipta við almenning. Vitanlega kann það stundum að vera tilfellið að tungumálakröfur séu notaðar sem skálkaskjól til að mismuna fólki eftir uppruna. En í mörgum tilfellum geta þær átt fullan rétt á sér. Það er eðlilegt að einhver tími geti liðið þar til menn ná það góðum tökum á málinu. Í því samhengi má til dæmis nefna að margir útlendingar hafa hafið sinn starfsferil í leikskólum eða frístundaheimilum. Það er í alvörunni engin ástæða til að amast neitt við því. Það er ekkert að því að margir útlendingar vinni á leikskólum og frístundaheimilum og það er heldur ekki neitt að því að margir þeirra leiti annað þegar á líður.Ekki okkar ákvörðun Síðan er eitt. Það eru auðvitað ekki bara einhverjir útlendingar sem vinna við annað en það sem þeir eru menntaðir í. Ég lærði víxlna reiknialgebru og ég verð að játa að ég hef lítið nýtt þá menntun mína í skrifum mínum fyrir Fréttablaðið eða í öðrum störfum á hinum almenna vinnumarkaði. Á mörgum vinnustöðvum er fólk með alls konar menntun að gera alls konar hluti sem oft tengjast menntun þeirra ekki neitt. Ég þekki ótal hugvísindamenn sem hafa unnið á Kleppi eða á dvalarheimilum aldraðra. Í sumum tilfellum er ekki mikið um vinnu í viðkomandi háskólafagi. En svo gerist það einfaldlega líka að fólk breytir um áhugasvið. Tímarit heimsins eru full af sögum af fólki sem hættir að vinna í banka til kenna börnum að syngja og dansa. Þær sögur eru settar fram sem hetjusögur, ekki sem harmsögur. Það ætti að líta eins á málin þegar um útlendinga er að ræða. Margir eru að elta draum um að búa í öðru landi. Margir líta á ástand sitt sem tímabundið. Margir eru að afla sér reynslu til að geta vaxið og haft það betra í framtíðinni. Foreldrar mínir, sem eru bæði háskólamenntuð, unnu á fyrstu árum ýmis störf sem kannski hæfðu ekki beinlínis þeirra menntun. En ég er þeim auðvitað þakklátur fyrir að hafa látið sig hafa það og glaður yfir að engum hafi tekist að banna þeim að gera það. Það er ekkert nema gott mál að vilja búa til samfélag þar sem hæfileikar fara ekki til spillis. En áhyggjur af því að við metum útlendinga ekki að verðleikum mega ekki verða til þess að við hleypum þeim síður inn í landið. Því það er ekki okkar að taka lokaákvörðun um hamingju annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun
Eitt þema er áberandi í umræðunni um útlendingamál. Það er menntaði útlendingurinn í láglaunastarfinu. Eðlisfræðingur að raka lauf. Hjúkrunarfræðingur að þrífa klósett. Læknir að vinna í frystihúsi. Sálfræðingur að passa börn í frímínútum. Sem sagt: hámenntað fólk að vinna illa launuð störf sem heimamenn „nenna ekki að vinna“. Fréttir eru auðvitað bara fréttir og ef þær eru sannar þýðir ekkert að amast við því að þær séu sagðar. En ég hef stundum áhyggjur af því hvaða ályktanir fólk getur dregið af svona sögum. Augljósasta ályktunin er bersýnilega sú að innflytjendur séu ekki metnir að verðleikum. Það er vissulega oft tilfellið og það er fínt að menn hafi áhyggjur af því. En það er önnur ályktun sem menn gjarnan draga af frásögnum sem þessum. Hún er: „Æi, eigum við nokkuð að vera að fá allt þetta fólk inn í landið ef við höfum ekkert að gera fyrir það?” Fólk hugsar kannski: Ef ég væri menntaður lögfræðingur og gæti bara unnið við að skúra gólf í frystihúsi þá þætti mér það glatað. Fólk dregur þá ályktun að öllum öðrum hljóti að þykja það glatað. Fólk fær neikvæða tilfinningu fyrir flutningum annars fólks milli landa.Sóun á hæfileikum? Einhverjum kann að þykja það til merkis um sóun að fólk vinni störf þar sem menntun þeirra nýtist ekki að fullu. Og það má vel vera að það sé rétt. En það er samt ekki okkar að taka ákvörðun um hvernig fólk eigi að nýta sína menntun. Sú ákvörðun er einungis ákvörðun fólksins sem um ræðir. Sá sem tekur ákvörðun um að flytjast inn á annað málsvæði veit oft að hann er að stíga út fyrir þægindarammann. En hann gerir það samt. Í sumum störfum er góð tungumálakunnátta einfaldlega forsenda þess að fagmenntun nýtist því að fullu. Þetta á til dæmis við í heilbrigðisgeiranum eða á öðrum sviðum þar sem krafist er samskipta við almenning. Vitanlega kann það stundum að vera tilfellið að tungumálakröfur séu notaðar sem skálkaskjól til að mismuna fólki eftir uppruna. En í mörgum tilfellum geta þær átt fullan rétt á sér. Það er eðlilegt að einhver tími geti liðið þar til menn ná það góðum tökum á málinu. Í því samhengi má til dæmis nefna að margir útlendingar hafa hafið sinn starfsferil í leikskólum eða frístundaheimilum. Það er í alvörunni engin ástæða til að amast neitt við því. Það er ekkert að því að margir útlendingar vinni á leikskólum og frístundaheimilum og það er heldur ekki neitt að því að margir þeirra leiti annað þegar á líður.Ekki okkar ákvörðun Síðan er eitt. Það eru auðvitað ekki bara einhverjir útlendingar sem vinna við annað en það sem þeir eru menntaðir í. Ég lærði víxlna reiknialgebru og ég verð að játa að ég hef lítið nýtt þá menntun mína í skrifum mínum fyrir Fréttablaðið eða í öðrum störfum á hinum almenna vinnumarkaði. Á mörgum vinnustöðvum er fólk með alls konar menntun að gera alls konar hluti sem oft tengjast menntun þeirra ekki neitt. Ég þekki ótal hugvísindamenn sem hafa unnið á Kleppi eða á dvalarheimilum aldraðra. Í sumum tilfellum er ekki mikið um vinnu í viðkomandi háskólafagi. En svo gerist það einfaldlega líka að fólk breytir um áhugasvið. Tímarit heimsins eru full af sögum af fólki sem hættir að vinna í banka til kenna börnum að syngja og dansa. Þær sögur eru settar fram sem hetjusögur, ekki sem harmsögur. Það ætti að líta eins á málin þegar um útlendinga er að ræða. Margir eru að elta draum um að búa í öðru landi. Margir líta á ástand sitt sem tímabundið. Margir eru að afla sér reynslu til að geta vaxið og haft það betra í framtíðinni. Foreldrar mínir, sem eru bæði háskólamenntuð, unnu á fyrstu árum ýmis störf sem kannski hæfðu ekki beinlínis þeirra menntun. En ég er þeim auðvitað þakklátur fyrir að hafa látið sig hafa það og glaður yfir að engum hafi tekist að banna þeim að gera það. Það er ekkert nema gott mál að vilja búa til samfélag þar sem hæfileikar fara ekki til spillis. En áhyggjur af því að við metum útlendinga ekki að verðleikum mega ekki verða til þess að við hleypum þeim síður inn í landið. Því það er ekki okkar að taka lokaákvörðun um hamingju annarra.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun