Áhugi á Grími Thomsen hefur fylgt mér lengi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2014 13:30 Það voru gerðar gríðarlegar árásir á Grím í rituðu máli, miklu groddalegri en tíðkast hjá okkur núna,“ segir Kristján Jóhann. Vísir/GVA „Ég varð snemma hrifinn af skáldskap Gríms Thomsens og áhuginn á honum hefur fylgt mér lengi. Mér fannst strax heillandi hvað hann gerir miklar kröfur til samvisku manna og er samkvæmur sjálfum sér,“ segir Kristján Jóhann Jónsson íslenskufræðingur sem nú hefur gefið út bók um skáldið. Hún byggist á doktorsritgerð hans um Grím. „Grímur dregur upp ótrúlega sterkar myndir í skáldskapnum. Það var þá mjög nútímalegur skilningur því á þeim tíma voru menn miklir ræðulistamenn,“ heldur Kristján Jóhann áfram. „Við höldum oft að myndmál tilheyri nútímanum og tengjum það við kvikmyndina en kvikmyndin er miklu frekar afsprengi af þessari myndsýn sem kemur inn í skáldskapinn með rómantísku stefnunni og Grímur tileinkaði sér strax. Ef við tökum bara sem dæmi fyrstu vísuna í kvæðinu um Arnljót gellini þá er mynd í hverri línu. Lausamjöll á skógi skefur, skyggnist tunglið yfir hlíð; eru á ferli úlfur og refur, örn í furutoppi sefur; nístir kuldi um næturtíð. Grímur varð samtímamönnum sínum hér á landi að miklu söguefni, enda skar hann sig fljótt úr alþýðunni,“ að sögn Kristjáns Jóhanns. „Grímur var sonur iðnaðarmanns því faðir hans var gullsmiður og úrsmiður, auk þess að vera ráðsmaður við Bessastaðaskóla. Þetta var svolítið sjaldgæft hér á landi því á þessum tíma voru flestir bændur. En þegar Grímur kom til Kaupmannahafnar 17 ára gamall til að setjast á háskólabekk þá voru það einmitt synir hinnar iðnmenntuðu borgarstéttar sem blómstruðu. Sú stétt eignaðist svolítið af peningum og var í raun að taka við samfélaginu af gömlu aðalsstéttinni. Hún gat komið sínum börnum til mennta og gerði það. Þetta varð tilefni þess að Grímur varð strax umdeildur hér á landi og átti bæði sterka fylgismenn og sterka andstæðinga. Það voru gerðar gríðarlegar árásir á Grím í rituðu máli, miklu groddalegri en tíðkast hjá okkur núna. Til dæmis skrifaði Jón Ólafsson ritstjóri að sá hörmulegi atburður hefði gerst að Grímur hefði fallið af hesti sínum niður í keldu á Álftanesi og ekki drukknað. Grímur skrifaði vini sínum um þetta slys í bréfi, sagði ísinn hafa brotnað og það hefði viljað honum til lífs að kona hans hefði brugðist hárrétt við, hún hefði verið á eftir honum, rennt til hans staf og bjargað honum. Þannig að þetta var kuldalega sagt hjá Jóni ritstjóra. Það eru ekki sagðir brandarar um svona háska nú til dags en þeir þoldu ekki hvor annan, Jón og Grímur.“ Kristján Jóhann kveðst gjarnan hefði viljað þekkja Grím enda hafi hann verið merkilegur náungi. „Eftir að Grímur kom til Kaupmannahafnar kynnti hann sér á örstuttum tíma franska ljóðlist og skrifaði bók um hana út frá samkeppnisspurningu sem sett var upp í háskólanum. Hann skrifaði líka bók um Byron lávarð og ljóðlist hans og greindi breska menningu. Þó var ekki einu sinni byrjað að kenna ensku í háskólanum í Kaupmannahöfn. En hann braust í gegnum þetta og var það snemma á ferðinni að það þurfti að kalla til frönskuprófessor til að viðurkenna meistaraprófsritgerðina um Byron. Dönum var á þeim tíma illa við Breta – eðlilega, því Bretar voru nýbúnir að kasta slatta af sprengjum á Kaupmannahöfn og skjóta á borgina.“ Það hvað Grímur Thomsen var frumlegur og nútímalegur í hugsun segir Kristján Jóhann hafa gert það að verkum að hann fékk vinnu við dönsku utanríkisþjónustuna. „Þegar Danir tóku upp alþjóðasamband þá vantaði fólk sem kunni tungumál. Þá stóð Grímur tilbúinn með sína þekkingu og það lyfti honum upp í þá stöðu sem hann komst í. Hann varð háttsettur í ráðuneytinu, varð í raun ráðuneytisstjóri, eins og það væri kallað nú. Þegar hann hraktist burt úr því embætti var það út af stríðinu 1864 sem fjallað er um í sjónvarpsþáttunum sem hafa verið á RÚV að undanförnu. Þar biðu Danir hrikalegan ósigur og þá voru allir útlendingar hraktir úr valdastöðum í Danmörku. Allir ráðuneytisstarfsmenn voru reknir nema sendillinn.“ Grímur Thomsen (15. maí 1820– 27. nóvember 1896) var skáld, bókmenntafræðingur, ráðuneytisstarfsmaður, þingmaður og bóndi. Meðal þekktra kvæða Gríms eru: Á Sprengisandi (Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn) Á fætur (Táp og fjör) Skúlaskeið Arnljótur gellini Sveinn Pálsson og Kópur nSkúli fógeti nÁsareiðin nÁ Glæsivöllum nÍslands er það lag (Heyrið vella á heiðum hveri) Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég varð snemma hrifinn af skáldskap Gríms Thomsens og áhuginn á honum hefur fylgt mér lengi. Mér fannst strax heillandi hvað hann gerir miklar kröfur til samvisku manna og er samkvæmur sjálfum sér,“ segir Kristján Jóhann Jónsson íslenskufræðingur sem nú hefur gefið út bók um skáldið. Hún byggist á doktorsritgerð hans um Grím. „Grímur dregur upp ótrúlega sterkar myndir í skáldskapnum. Það var þá mjög nútímalegur skilningur því á þeim tíma voru menn miklir ræðulistamenn,“ heldur Kristján Jóhann áfram. „Við höldum oft að myndmál tilheyri nútímanum og tengjum það við kvikmyndina en kvikmyndin er miklu frekar afsprengi af þessari myndsýn sem kemur inn í skáldskapinn með rómantísku stefnunni og Grímur tileinkaði sér strax. Ef við tökum bara sem dæmi fyrstu vísuna í kvæðinu um Arnljót gellini þá er mynd í hverri línu. Lausamjöll á skógi skefur, skyggnist tunglið yfir hlíð; eru á ferli úlfur og refur, örn í furutoppi sefur; nístir kuldi um næturtíð. Grímur varð samtímamönnum sínum hér á landi að miklu söguefni, enda skar hann sig fljótt úr alþýðunni,“ að sögn Kristjáns Jóhanns. „Grímur var sonur iðnaðarmanns því faðir hans var gullsmiður og úrsmiður, auk þess að vera ráðsmaður við Bessastaðaskóla. Þetta var svolítið sjaldgæft hér á landi því á þessum tíma voru flestir bændur. En þegar Grímur kom til Kaupmannahafnar 17 ára gamall til að setjast á háskólabekk þá voru það einmitt synir hinnar iðnmenntuðu borgarstéttar sem blómstruðu. Sú stétt eignaðist svolítið af peningum og var í raun að taka við samfélaginu af gömlu aðalsstéttinni. Hún gat komið sínum börnum til mennta og gerði það. Þetta varð tilefni þess að Grímur varð strax umdeildur hér á landi og átti bæði sterka fylgismenn og sterka andstæðinga. Það voru gerðar gríðarlegar árásir á Grím í rituðu máli, miklu groddalegri en tíðkast hjá okkur núna. Til dæmis skrifaði Jón Ólafsson ritstjóri að sá hörmulegi atburður hefði gerst að Grímur hefði fallið af hesti sínum niður í keldu á Álftanesi og ekki drukknað. Grímur skrifaði vini sínum um þetta slys í bréfi, sagði ísinn hafa brotnað og það hefði viljað honum til lífs að kona hans hefði brugðist hárrétt við, hún hefði verið á eftir honum, rennt til hans staf og bjargað honum. Þannig að þetta var kuldalega sagt hjá Jóni ritstjóra. Það eru ekki sagðir brandarar um svona háska nú til dags en þeir þoldu ekki hvor annan, Jón og Grímur.“ Kristján Jóhann kveðst gjarnan hefði viljað þekkja Grím enda hafi hann verið merkilegur náungi. „Eftir að Grímur kom til Kaupmannahafnar kynnti hann sér á örstuttum tíma franska ljóðlist og skrifaði bók um hana út frá samkeppnisspurningu sem sett var upp í háskólanum. Hann skrifaði líka bók um Byron lávarð og ljóðlist hans og greindi breska menningu. Þó var ekki einu sinni byrjað að kenna ensku í háskólanum í Kaupmannahöfn. En hann braust í gegnum þetta og var það snemma á ferðinni að það þurfti að kalla til frönskuprófessor til að viðurkenna meistaraprófsritgerðina um Byron. Dönum var á þeim tíma illa við Breta – eðlilega, því Bretar voru nýbúnir að kasta slatta af sprengjum á Kaupmannahöfn og skjóta á borgina.“ Það hvað Grímur Thomsen var frumlegur og nútímalegur í hugsun segir Kristján Jóhann hafa gert það að verkum að hann fékk vinnu við dönsku utanríkisþjónustuna. „Þegar Danir tóku upp alþjóðasamband þá vantaði fólk sem kunni tungumál. Þá stóð Grímur tilbúinn með sína þekkingu og það lyfti honum upp í þá stöðu sem hann komst í. Hann varð háttsettur í ráðuneytinu, varð í raun ráðuneytisstjóri, eins og það væri kallað nú. Þegar hann hraktist burt úr því embætti var það út af stríðinu 1864 sem fjallað er um í sjónvarpsþáttunum sem hafa verið á RÚV að undanförnu. Þar biðu Danir hrikalegan ósigur og þá voru allir útlendingar hraktir úr valdastöðum í Danmörku. Allir ráðuneytisstarfsmenn voru reknir nema sendillinn.“ Grímur Thomsen (15. maí 1820– 27. nóvember 1896) var skáld, bókmenntafræðingur, ráðuneytisstarfsmaður, þingmaður og bóndi. Meðal þekktra kvæða Gríms eru: Á Sprengisandi (Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn) Á fætur (Táp og fjör) Skúlaskeið Arnljótur gellini Sveinn Pálsson og Kópur nSkúli fógeti nÁsareiðin nÁ Glæsivöllum nÍslands er það lag (Heyrið vella á heiðum hveri)
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira